Apple hættir við „AirPower“ hleðslutækið Andri Eysteinsson skrifar 29. mars 2019 22:27 AirPower var kynnt árið 2017 Getty/Justin Sullivan Tæknifyrirtækið Apple hefur tilkynnt að fyrirhuguð hleðslumotta fyrirtækisins „AirPower“, sem gerir þráðlausa hleðslu mögulega, verði ekki gefin út. Ástæðan er sú að ekki tókst að uppfylla gæðastaðla sem fyrirtækið setur á vörur sínar. AirPower var upphaflega kynnt árið 2017 og átti að gera notendum kleift að hlaða fleira en eitt tæki í einu, án þess að stinga þeim í samband. BBC greinir frá því að hönnuðir Apple hafi aldrei fundið lausn við tilhneigingu tækisins til að ofhitna. Í yfirlýsingu frá Apple sagði: „Eftir mikla vinnu höfum við komist að þeirri niðurstöðu að „AirPower“ nái ekki að uppfylla kröfur okkar og höfum við því hætt við framleiðslu.“ Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Apple en samkeppnisaðilar þeirra, Samsung og Huawei hafa báðir gefið út hleðslumottur fyrir þráðlausa hleðslu. Einnig höfðu umbúðir AirPods heyrnartólanna sýnt möguleikann á að hlaða með „AirPower.“ Apple Tækni Tengdar fréttir Ný AirPods óvænt kynnt Fyrri útgáfa var vinsæl jólagjöf hér á landi um síðustu jól og var víða uppseld í janúar. 21. mars 2019 07:15 Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknifyrirtækið Apple hefur tilkynnt að fyrirhuguð hleðslumotta fyrirtækisins „AirPower“, sem gerir þráðlausa hleðslu mögulega, verði ekki gefin út. Ástæðan er sú að ekki tókst að uppfylla gæðastaðla sem fyrirtækið setur á vörur sínar. AirPower var upphaflega kynnt árið 2017 og átti að gera notendum kleift að hlaða fleira en eitt tæki í einu, án þess að stinga þeim í samband. BBC greinir frá því að hönnuðir Apple hafi aldrei fundið lausn við tilhneigingu tækisins til að ofhitna. Í yfirlýsingu frá Apple sagði: „Eftir mikla vinnu höfum við komist að þeirri niðurstöðu að „AirPower“ nái ekki að uppfylla kröfur okkar og höfum við því hætt við framleiðslu.“ Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Apple en samkeppnisaðilar þeirra, Samsung og Huawei hafa báðir gefið út hleðslumottur fyrir þráðlausa hleðslu. Einnig höfðu umbúðir AirPods heyrnartólanna sýnt möguleikann á að hlaða með „AirPower.“
Apple Tækni Tengdar fréttir Ný AirPods óvænt kynnt Fyrri útgáfa var vinsæl jólagjöf hér á landi um síðustu jól og var víða uppseld í janúar. 21. mars 2019 07:15 Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ný AirPods óvænt kynnt Fyrri útgáfa var vinsæl jólagjöf hér á landi um síðustu jól og var víða uppseld í janúar. 21. mars 2019 07:15
Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19