Innlent

Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm
Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Morgunblaðið að sú áætlun Eflingar, að starfsfólk sinni aðeins hluta venjubundinna starfa sinna, gangi gegn skilningi margra á vinnulöggjöfinni. Því þurfi Félagsdómur að skera úr um lögmæti slíkra aðgerða.

Boðaðar aðgerðir Eflingar felast til dæmis í því að strætóbílstjórar sinni aðeins akstri, en kanni ekki farmiða farþega og þá mun hótelstarfsfólk ekki þrífa klósett né aðstoða við klósettþrif frá lokum mars fram til 1. maí.


Tengdar fréttir

Fyrsta degi verkfallsaðgerða lokið

Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×