„Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2019 10:05 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. Verið sé að útfæra verkföll með öðrum hætti en sátt hafi verið um undanfarin ár og áratugi innan verkalýðshreyfingarinnar. SA munu kæra aðgerðirnar til Félagsdóms síðar í dag eða á morgun. „Ég hef sagt að þetta marki að mörgu leyti skörp og illverjandi skil frá framkvæmd verkfalla undanfarin ár og áratugi. Þetta snýst í eðli sínu um það að við þurfum að velta fyrir okkur hvort það sé hægt að vera í vinnu og þiggja laun og vera í verkfalli á sama tíma. Ég hygg að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að það gengur þvert á skilning margra að mæta til vinnu og þiggja laun en sinna ekki ákveðnum verkþáttum og vera þannig í sinni einföldustu í verkfalli en engu að síður í vinnunni og þiggja laun fyrir. Þetta þykir mér skjóta skökku við og ég held að margir geti tekið undir það með okkur,“ sagði Halldór Benjamín þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði mikilvægt að leikreglurnar væru skýrar og að skýrt væri hvernig bæri að túlka vinnulöggjöfin sem væri komin til ára sinna. Þess vegna væri mikilvægt að leita leiðsagnar Félagsdóms í málinu. „Það sjá allir í hendi sér að hér er verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar og við þetta verður ekki unað með góðu móti. Sökum þessa eiga Samtök atvinnulífsins enga aðra leið en að skjóta þessu til Félagsdóms,“ sagði Halldór Benjamín. Viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 Félagsmenn Eflingar samþykktu verkföll með miklum meirihluta Talningu í atkvæðagreiðslu um verkföll hjá tilgreindum hópum félagsmanna í Eflingu lauk um hádegi í dag. 10. mars 2019 16:05 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. Verið sé að útfæra verkföll með öðrum hætti en sátt hafi verið um undanfarin ár og áratugi innan verkalýðshreyfingarinnar. SA munu kæra aðgerðirnar til Félagsdóms síðar í dag eða á morgun. „Ég hef sagt að þetta marki að mörgu leyti skörp og illverjandi skil frá framkvæmd verkfalla undanfarin ár og áratugi. Þetta snýst í eðli sínu um það að við þurfum að velta fyrir okkur hvort það sé hægt að vera í vinnu og þiggja laun og vera í verkfalli á sama tíma. Ég hygg að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að það gengur þvert á skilning margra að mæta til vinnu og þiggja laun en sinna ekki ákveðnum verkþáttum og vera þannig í sinni einföldustu í verkfalli en engu að síður í vinnunni og þiggja laun fyrir. Þetta þykir mér skjóta skökku við og ég held að margir geti tekið undir það með okkur,“ sagði Halldór Benjamín þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði mikilvægt að leikreglurnar væru skýrar og að skýrt væri hvernig bæri að túlka vinnulöggjöfin sem væri komin til ára sinna. Þess vegna væri mikilvægt að leita leiðsagnar Félagsdóms í málinu. „Það sjá allir í hendi sér að hér er verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar og við þetta verður ekki unað með góðu móti. Sökum þessa eiga Samtök atvinnulífsins enga aðra leið en að skjóta þessu til Félagsdóms,“ sagði Halldór Benjamín. Viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 Félagsmenn Eflingar samþykktu verkföll með miklum meirihluta Talningu í atkvæðagreiðslu um verkföll hjá tilgreindum hópum félagsmanna í Eflingu lauk um hádegi í dag. 10. mars 2019 16:05 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49
Félagsmenn Eflingar samþykktu verkföll með miklum meirihluta Talningu í atkvæðagreiðslu um verkföll hjá tilgreindum hópum félagsmanna í Eflingu lauk um hádegi í dag. 10. mars 2019 16:05
Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44