Lögreglubíll var sendur á vettvang frá Selfossi. Ekki er ljóst hvort ökumaðurinn var einn í bílnum eða hvort einhverjir farþegar voru með honum. Að sögn lögreglu var atvikið minniháttar en ljóst er að töluverðar skemmdir urðu þó á bílnum.
Búist er við vonskuveðri á nær öllu landinu síðdegis í dag, í kvöld og í nótt. Enn eru þó flestir vegir greiðfærir á Suðurlandi, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.
