Sex íslensk skip bíða af sér óveður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2019 01:08 Venus NS. HB Grandi Sex íslensk uppsjávarveiðiskip leituðu í gær vars inni á Donegalflóa en óveður geisar nú á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi. Að sögn Theódórs Þórðarsonar, skipstjóra á Venusi NS, er veðurútlit slæmt og ekki horfur á að óveðrið gangi niður fyrr en á föstudag. Þetta kemur fram á vef HB Granda. „Það er búið að vera leiðindaveður og það var bræla á miðunum þegar við komum. Þrátt fyrir það náðum við einu góðu holi, 440 tonnum, en það var mun minni afli í næsta holli á eftir. Eftir að veðrið versnaði var ekki um annað að ræða en leita vars og við komum inn á flóann í gær. Upphaflega ætlum við til hafnar í Killybegs en þar var allt fullt og því leituðum við var inni á Donegalflóa. Í raun var ekki um annað að ræða því auk brælunnar er sjólag mjög slæmt þarna úti og tvö íslensku skipanna höfðu fengið slæm brot á sig,“ segir Theódór. Að þessu sinni var Venus að veiðum töluvert norðar en kolmunnaveiðarnar byrjuðu á. Fiskurinn hrygnir suður og suðvestur af Írlandi og gengur svo norður í ætisleit. „Við þekkjum lítið til veiða á kolmunna á þessum tíma enda höfum við verið á loðnuveiðum í febrúar og fram í mars. Við höfum svo farið til kolmunnaveiða og undanfarin tvö ár hefur botninn dottið úr veiðunum vestur af Írlandi 18. til 20. mars. Vonandi verður breyting á í ár og við ættum að komast aftur á miðin á fimmtudagskvöld eða á föstudag,“ sagði Theódór Þórðarson á vef HB Granda. Írland Sjávarútvegur Veður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Sex íslensk uppsjávarveiðiskip leituðu í gær vars inni á Donegalflóa en óveður geisar nú á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi. Að sögn Theódórs Þórðarsonar, skipstjóra á Venusi NS, er veðurútlit slæmt og ekki horfur á að óveðrið gangi niður fyrr en á föstudag. Þetta kemur fram á vef HB Granda. „Það er búið að vera leiðindaveður og það var bræla á miðunum þegar við komum. Þrátt fyrir það náðum við einu góðu holi, 440 tonnum, en það var mun minni afli í næsta holli á eftir. Eftir að veðrið versnaði var ekki um annað að ræða en leita vars og við komum inn á flóann í gær. Upphaflega ætlum við til hafnar í Killybegs en þar var allt fullt og því leituðum við var inni á Donegalflóa. Í raun var ekki um annað að ræða því auk brælunnar er sjólag mjög slæmt þarna úti og tvö íslensku skipanna höfðu fengið slæm brot á sig,“ segir Theódór. Að þessu sinni var Venus að veiðum töluvert norðar en kolmunnaveiðarnar byrjuðu á. Fiskurinn hrygnir suður og suðvestur af Írlandi og gengur svo norður í ætisleit. „Við þekkjum lítið til veiða á kolmunna á þessum tíma enda höfum við verið á loðnuveiðum í febrúar og fram í mars. Við höfum svo farið til kolmunnaveiða og undanfarin tvö ár hefur botninn dottið úr veiðunum vestur af Írlandi 18. til 20. mars. Vonandi verður breyting á í ár og við ættum að komast aftur á miðin á fimmtudagskvöld eða á föstudag,“ sagði Theódór Þórðarson á vef HB Granda.
Írland Sjávarútvegur Veður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira