Úthlutun á tollkvóta í landbúnaði – Hollenska leiðin Björgvin Sighvatsson skrifar 12. mars 2019 07:00 Fyrir nokkrum vikum síðan skilaði starfshópur tillögum um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í skipunarbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að endurskoða núverandi fyrirkomulag um úthlutun tollkvóta og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum skilgreindum takmörkuðum gæðum í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Meirihluti starfshópsins komst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til þess að ná þessu markmiði sé að úthluta tollkvótum með útboði þar sem stuðst er við svokallað hollenskt útboð. Erfitt er að finna sannfærandi rök fyrir þessari niðurstöðu meirihluta nefndarinnar í skýrslunni.Kennsludæmi Í einföldu máli felur hollenskt útboð í sér að þegar boðið er tiltekið magn af vöru til sölu þá ákvarðar lægsta samþykkta útboðsverðið sama söluverðið til allra samþykktra tilboðsgjafa. Þannig er hægt að hugsa sér að ákveðnir aðilar sem uppfylla fyrirfram skilgreind útboðsskilyrði fái rétt á að bjóða í tiltekið magn af tollkvóta, t.d. 100 kg. Segjum að aðili A sendi inn 7 mismunandi tilboð í samtals 70 kg á verðbilinu 50-65 kr. á hvert kg. Aðili B sendir inn 6 tilboð í 60 kg á verðbilinu 55-68 og aðili C er með 4 tilboð í 50 kg á verðbilinu 50-58. Segjum að síðasta samþykkta verðið þar sem síðasta kílóinu af 100 kg markinu er náð sé 60 kr. Hollenskt útboð felur sér að öllum tilboðum sem eru 60 kr. eða hærra er úthlutað á 60 kr. kílóið. Öðrum tilboðum er hafnað og þar með talið öllum tilboðum frá aðila C. Hér má segja að seljandi sé að verða af tekjum á meðan kaupendur eru að hagnast á því að þurfa ekki að greiða hærra verð en 60 kr. þó að þeir hafi verið tilbúnir til þess í útboðinu. Þetta fyrirkomulag virkar eins og að seljandi sé ekki að hámarka tekjurnar af sölu tollkvóta í útboðinu heldur séu kaupendurnir að hagnast, sem þeir geta síðan skilað til sinna viðskiptavina.Kennsludæmi – frh. Útboðshegðun tilboðsgjafa hins vegar breytist þegar um síendurtekin útboð er að ræða með hollenskri aðferð. Næst þegar útboð verður haldið með tollkvóta viðkomandi vöru þá mun aðili C hugsanlega endurmeta stöðuna þannig að hann býður umtalsvert hærra verð til að fá úthlutaðan kvóta. Hann veit að allir fá sama verð í útboðinu og því þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að læsast inni með alltof hátt verð fyrir kvóta í samanburði við aðra bjóðendur, sem gæti gerst ef um hefðbundið útboð væri að ræða, „multiple price auction method“. Segjum að aðili C sendi nú inn nokkur tilboð í 50 kg á verðinu 75-70 kr. Nú fær nýr aðili, segjum aðili D, einnig að bjóða. Hann hefur ekki sterka skoðun á því hvar „rétta“ verðið liggur en vill tryggja sér tollkvóta í útboðinu. Hann sendir inn tilboð fyrir 50 kg á verðbilinu 80-75 kr. á hvert kg. Aðilar A og B ákveða að senda inn eins tilboð og í síðasta útboði. Nú verður niðurstaðan sú að aðilar C og D fá öll 100 kg á 70 kr. Aðilar A og B fá ekkert. Seljandinn er að fá 10 kr. hærra verð á hvert kg af tollkvótanum en í síðasta útboði og kaupendurnir þurfa að velta þessari hækkun yfir á viðskiptavini sína. Þegar kemur að þriðja útboðinu þurfa aðilar A og B endurmeta stöðu sína. Ætla þeir að hækka tilboð sín eða taka sénsinn á því að fá engan úthlutaðan tollkvóta?Raundæmi Íslenska ríkið hefur um margra ára skeið beitt hollenskri útboðsaðferð við sölu á ríkisskuldabréfum. Það gera líka 21 önnur OECD-ríki, þ.m.t. Danmörk, Noregur, Bandaríkin, Bretland og Írland. Þessi ríki velja hollensku leiðina við sölu ríkisskuldabréfa því þau telja hana skila hæstu verðum í útboðum, til langs tíma. Ef vilji er til þess að skapa takmörkuð gæði í innflutningi landbúnaðarvara þá getur hollenska útboðsleiðin við sölu á tollkvótum verið góð leið til að hámarka tekjur af kvótasölu til ríkisins en á móti verið bjarnargreiði gagnvart íslenskum neytendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum síðan skilaði starfshópur tillögum um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í skipunarbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að endurskoða núverandi fyrirkomulag um úthlutun tollkvóta og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum skilgreindum takmörkuðum gæðum í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Meirihluti starfshópsins komst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til þess að ná þessu markmiði sé að úthluta tollkvótum með útboði þar sem stuðst er við svokallað hollenskt útboð. Erfitt er að finna sannfærandi rök fyrir þessari niðurstöðu meirihluta nefndarinnar í skýrslunni.Kennsludæmi Í einföldu máli felur hollenskt útboð í sér að þegar boðið er tiltekið magn af vöru til sölu þá ákvarðar lægsta samþykkta útboðsverðið sama söluverðið til allra samþykktra tilboðsgjafa. Þannig er hægt að hugsa sér að ákveðnir aðilar sem uppfylla fyrirfram skilgreind útboðsskilyrði fái rétt á að bjóða í tiltekið magn af tollkvóta, t.d. 100 kg. Segjum að aðili A sendi inn 7 mismunandi tilboð í samtals 70 kg á verðbilinu 50-65 kr. á hvert kg. Aðili B sendir inn 6 tilboð í 60 kg á verðbilinu 55-68 og aðili C er með 4 tilboð í 50 kg á verðbilinu 50-58. Segjum að síðasta samþykkta verðið þar sem síðasta kílóinu af 100 kg markinu er náð sé 60 kr. Hollenskt útboð felur sér að öllum tilboðum sem eru 60 kr. eða hærra er úthlutað á 60 kr. kílóið. Öðrum tilboðum er hafnað og þar með talið öllum tilboðum frá aðila C. Hér má segja að seljandi sé að verða af tekjum á meðan kaupendur eru að hagnast á því að þurfa ekki að greiða hærra verð en 60 kr. þó að þeir hafi verið tilbúnir til þess í útboðinu. Þetta fyrirkomulag virkar eins og að seljandi sé ekki að hámarka tekjurnar af sölu tollkvóta í útboðinu heldur séu kaupendurnir að hagnast, sem þeir geta síðan skilað til sinna viðskiptavina.Kennsludæmi – frh. Útboðshegðun tilboðsgjafa hins vegar breytist þegar um síendurtekin útboð er að ræða með hollenskri aðferð. Næst þegar útboð verður haldið með tollkvóta viðkomandi vöru þá mun aðili C hugsanlega endurmeta stöðuna þannig að hann býður umtalsvert hærra verð til að fá úthlutaðan kvóta. Hann veit að allir fá sama verð í útboðinu og því þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að læsast inni með alltof hátt verð fyrir kvóta í samanburði við aðra bjóðendur, sem gæti gerst ef um hefðbundið útboð væri að ræða, „multiple price auction method“. Segjum að aðili C sendi nú inn nokkur tilboð í 50 kg á verðinu 75-70 kr. Nú fær nýr aðili, segjum aðili D, einnig að bjóða. Hann hefur ekki sterka skoðun á því hvar „rétta“ verðið liggur en vill tryggja sér tollkvóta í útboðinu. Hann sendir inn tilboð fyrir 50 kg á verðbilinu 80-75 kr. á hvert kg. Aðilar A og B ákveða að senda inn eins tilboð og í síðasta útboði. Nú verður niðurstaðan sú að aðilar C og D fá öll 100 kg á 70 kr. Aðilar A og B fá ekkert. Seljandinn er að fá 10 kr. hærra verð á hvert kg af tollkvótanum en í síðasta útboði og kaupendurnir þurfa að velta þessari hækkun yfir á viðskiptavini sína. Þegar kemur að þriðja útboðinu þurfa aðilar A og B endurmeta stöðu sína. Ætla þeir að hækka tilboð sín eða taka sénsinn á því að fá engan úthlutaðan tollkvóta?Raundæmi Íslenska ríkið hefur um margra ára skeið beitt hollenskri útboðsaðferð við sölu á ríkisskuldabréfum. Það gera líka 21 önnur OECD-ríki, þ.m.t. Danmörk, Noregur, Bandaríkin, Bretland og Írland. Þessi ríki velja hollensku leiðina við sölu ríkisskuldabréfa því þau telja hana skila hæstu verðum í útboðum, til langs tíma. Ef vilji er til þess að skapa takmörkuð gæði í innflutningi landbúnaðarvara þá getur hollenska útboðsleiðin við sölu á tollkvótum verið góð leið til að hámarka tekjur af kvótasölu til ríkisins en á móti verið bjarnargreiði gagnvart íslenskum neytendum.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun