Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Ari Brynjólfsson skrifar 12. mars 2019 08:00 Efling hóf verkfallsaðgerðir á föstudaginn með verkfalli þerna á hótelum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. Aðgerðirnar fara svo stigvaxandi út apríl. Samtök atvinnulífsins hafa kært aðgerðirnar, sérstaklega vinnutruflanir sem ganga út á að takmarka vinnu á vinnutíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kæru ekki koma á óvart. „Við erum algjörlega til í þann slag. Það er margt í sambandi við verkfallsboðanir þar sem eru ekki fordæmi fyrir hendi og það er sjálfsagt að fá úr því skorið.“ Aðgerðirnar snúa að hópbifreiðafyrirtækjum og ýmsum hótelum á höfuðborgarsvæðinu og í kring. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, segir boðaðar verkfallsaðgerðir þegar hafa valdið skaða. „Það má ætla að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna króna á dag.“ Jóhannes segir svigrúmið lítið til launahækkana hjá ferðaþjónustunni. „Ástæða þess að meðallaun eru lægri í ferðaþjónustu en sumum öðrum greinum er meðal annars sú að greinin krefst margra handa, það er að segja, fleiri eru á lægri töxtum, og fyrirtæki í ferðaþjónustu eru langflest lítil og stjórnendur og eigendur þeirra taka því ekki jafn há laun og í samanburðarstörfum.“ Viðar segist hafa sterklega á tilfinningunni að boðaðar verkfallsaðgerðir skapi hvata til þess að gera boðlegan kjarasamning. Jóhannes telur að aðgerðirnar valdi nú þegar miklum þrýstingi. „Ef fallist verður á ýtrustu kröfur verkalýðshreyfingarinnar þá liggur beint við að farið verður í hagræðingaraðgerðir, það þýðir uppsagnir og færri störf,“ segir Jóhannes. Viðar segir boðaðar verkfallsaðgerðir skipulagðar þannig að hámarksáhrif komi ekki fram strax. „Menn hafa nú ráðrúm til að koma með tilboð áður en það kemur til hámarksáhrifa,“ segir Viðar Þorsteinsson. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira
Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. Aðgerðirnar fara svo stigvaxandi út apríl. Samtök atvinnulífsins hafa kært aðgerðirnar, sérstaklega vinnutruflanir sem ganga út á að takmarka vinnu á vinnutíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kæru ekki koma á óvart. „Við erum algjörlega til í þann slag. Það er margt í sambandi við verkfallsboðanir þar sem eru ekki fordæmi fyrir hendi og það er sjálfsagt að fá úr því skorið.“ Aðgerðirnar snúa að hópbifreiðafyrirtækjum og ýmsum hótelum á höfuðborgarsvæðinu og í kring. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, segir boðaðar verkfallsaðgerðir þegar hafa valdið skaða. „Það má ætla að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna króna á dag.“ Jóhannes segir svigrúmið lítið til launahækkana hjá ferðaþjónustunni. „Ástæða þess að meðallaun eru lægri í ferðaþjónustu en sumum öðrum greinum er meðal annars sú að greinin krefst margra handa, það er að segja, fleiri eru á lægri töxtum, og fyrirtæki í ferðaþjónustu eru langflest lítil og stjórnendur og eigendur þeirra taka því ekki jafn há laun og í samanburðarstörfum.“ Viðar segist hafa sterklega á tilfinningunni að boðaðar verkfallsaðgerðir skapi hvata til þess að gera boðlegan kjarasamning. Jóhannes telur að aðgerðirnar valdi nú þegar miklum þrýstingi. „Ef fallist verður á ýtrustu kröfur verkalýðshreyfingarinnar þá liggur beint við að farið verður í hagræðingaraðgerðir, það þýðir uppsagnir og færri störf,“ segir Jóhannes. Viðar segir boðaðar verkfallsaðgerðir skipulagðar þannig að hámarksáhrif komi ekki fram strax. „Menn hafa nú ráðrúm til að koma með tilboð áður en það kemur til hámarksáhrifa,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira