Conor McGregor handtekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2019 09:00 Conor McGregor. Getty/Harry How Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. Írinn Conor McGregor er einn frægasti og vinsælasti UFC-bardagakappi í heimi. Það þekkja hann því margir og sumir vilja líka taka af honum myndir. Ein slík tilraun endaði hins vegar ekki vel í nótt. Conor var handtekinn í nótt fyrir að eyðileggja síma hjá aðdáanda sem var að reyna að taka af honum myndir. Conor var síðan í framhaldinu kærður fyrir að ræna símanum.BREAKING: Star fighter Conor McGregor arrested on Miami Beach, accused of smashing fan’s phone. https://t.co/nX8mwUCQBIpic.twitter.com/wxzhfquRAN — Miami Herald (@MiamiHerald) March 11, 2019Lögreglan segir að Conor hafi slegið símann úr hendi viðkomandi, trampað á honum en síðan tekið símann upp og farið í burtu með hann. Þetta gerðist klukkan 5.20 um morgun að staðartíma en Conor var þá að yfirgefa Fontainebleau Miami Beach hótelið þar sem hann gistir þessa dagana. „Fórnarlambið reyndi að taka mynd af honum með símanum sínum. Hinn ákærði sló símann úr hendi hans og síminn féll á gólfið,“ segir í skýrslu lögreglu.UPDATED: MMA fighter Conor McGregor charged with strong-armed robbery and criminal mischief (both felonies) for allegedly smashing a fan's phone outside the Fountainebleau hotel https://t.co/QYIOKOEWsWpic.twitter.com/WQO0LVsD5c — David Ovalle (@DavidOvalle305) March 11, 2019„Hinn ákærði trampaði síðan nokkrum sinnum á símanum og skemmdi hann. Þá tók hann upp símann og gekk í burtu með hann. Hinn ákærði var handtekinn í framhaldinu,“ segir enn fremur í umræddri skýrslu lögreglunnar. Síminn er metinn á þúsund dollara eða um 122 þúsund krónur íslenskar. Conor McGregor var sleppt gegn tólf þúsund og fimm hundruð dollara tryggingu sem er um ein og hálf milljón í íslenskum krónum.WATCH: Footage from moments ago as MMA star #ConorMcGregor leaves jail in Miami-Dade County. He was arrested earlier today after allegedly smashing a man's phone and taking it. Read the latest here: https://t.co/EdMPjTYBMppic.twitter.com/hDASDqwV3C — CBS4 Miami (@CBSMiami) March 12, 2019McGregor hefur áður látið skapið hlaupa með sig í gönur og á síðasta ári var hann dæmdur til að fara í tíma í reiðistjórnun auk samfélagsþjónustu. Þá hafði Conor ráðist á rútu með UFC-bardagamönnum. Conor McGregor er staddur í Flórída að undirbúa sig fyrir endurkomuna í UFC búrið en hann tapaði síðasta bardaga sínum sem var á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov í október 2018. Þar áður reyndi hann fyrir sér í boxhringnum á móti Floyd Mayweather. Bandaríkin Írland MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Sjá meira
Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. Írinn Conor McGregor er einn frægasti og vinsælasti UFC-bardagakappi í heimi. Það þekkja hann því margir og sumir vilja líka taka af honum myndir. Ein slík tilraun endaði hins vegar ekki vel í nótt. Conor var handtekinn í nótt fyrir að eyðileggja síma hjá aðdáanda sem var að reyna að taka af honum myndir. Conor var síðan í framhaldinu kærður fyrir að ræna símanum.BREAKING: Star fighter Conor McGregor arrested on Miami Beach, accused of smashing fan’s phone. https://t.co/nX8mwUCQBIpic.twitter.com/wxzhfquRAN — Miami Herald (@MiamiHerald) March 11, 2019Lögreglan segir að Conor hafi slegið símann úr hendi viðkomandi, trampað á honum en síðan tekið símann upp og farið í burtu með hann. Þetta gerðist klukkan 5.20 um morgun að staðartíma en Conor var þá að yfirgefa Fontainebleau Miami Beach hótelið þar sem hann gistir þessa dagana. „Fórnarlambið reyndi að taka mynd af honum með símanum sínum. Hinn ákærði sló símann úr hendi hans og síminn féll á gólfið,“ segir í skýrslu lögreglu.UPDATED: MMA fighter Conor McGregor charged with strong-armed robbery and criminal mischief (both felonies) for allegedly smashing a fan's phone outside the Fountainebleau hotel https://t.co/QYIOKOEWsWpic.twitter.com/WQO0LVsD5c — David Ovalle (@DavidOvalle305) March 11, 2019„Hinn ákærði trampaði síðan nokkrum sinnum á símanum og skemmdi hann. Þá tók hann upp símann og gekk í burtu með hann. Hinn ákærði var handtekinn í framhaldinu,“ segir enn fremur í umræddri skýrslu lögreglunnar. Síminn er metinn á þúsund dollara eða um 122 þúsund krónur íslenskar. Conor McGregor var sleppt gegn tólf þúsund og fimm hundruð dollara tryggingu sem er um ein og hálf milljón í íslenskum krónum.WATCH: Footage from moments ago as MMA star #ConorMcGregor leaves jail in Miami-Dade County. He was arrested earlier today after allegedly smashing a man's phone and taking it. Read the latest here: https://t.co/EdMPjTYBMppic.twitter.com/hDASDqwV3C — CBS4 Miami (@CBSMiami) March 12, 2019McGregor hefur áður látið skapið hlaupa með sig í gönur og á síðasta ári var hann dæmdur til að fara í tíma í reiðistjórnun auk samfélagsþjónustu. Þá hafði Conor ráðist á rútu með UFC-bardagamönnum. Conor McGregor er staddur í Flórída að undirbúa sig fyrir endurkomuna í UFC búrið en hann tapaði síðasta bardaga sínum sem var á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov í október 2018. Þar áður reyndi hann fyrir sér í boxhringnum á móti Floyd Mayweather.
Bandaríkin Írland MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Sjá meira