Loftslagsvá - Okkur liggur lífið á Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 12. mars 2019 11:15 Við verðum að bregðast við strax. Loftslagsváin sem nú steðjar að er orðin slík að tíminn er af skornum skammti. Ólíkt því sem ætla mætti þá eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda ár frá ári og árið 2018 var met-ár í sögu mannkyns. Þar erum við Íslendingar ekki undanskilin. Útblástur frá iðnaði og samgöngum á Íslandi hefur aukist verulega og er staðan orðin sú að aldrei áður í sögu þjóðar höfum við átt jafn marga bíla og keyrt eins mikið og við gerum núna. Utanlandsferðir eru fleiri en nokkru sinni áður og fátt bendir til að þessi mál muni fara að þróast í aðra átt. Í raun er þróunin sú aukin vitneskju um loftslagsáhrif og helst í hendur við að við aukum útblástur gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðir opinbera aðila síðustu mánuði og ár virðast hafa lítil áhrif en kannski er það einmitt vegna þess að þær aðgerðir hafa ekki verið ekki í takt við umfang vandans. Eftir árásina á Pearl Harbour tók það bandarísku ríkisstjórnina 4 daga að umbylta öllum bílaiðnaðinum. Árið 1941 framleiddu Bandaríkin 3 milljónir bíla árlega en eftir þessa umbyltingu voru einungis framleiddir 139 bílar fram til stríðsloka. Öll orka og framleiðsla fór í þau neyðarúrræði sem bandaríska þjóðin taldi sig þurfa til þess að takast á við þá krísu sem hún fann sig skyndilega í. Ógn okkar tíma er hins vegar ekki stríð heldur loftslagsbreytingar. Stórbrotnar og öfgafullar breytingar sem ógna siðmenningu okkar og vistkerfi jarðarinnar. Gríðarlega miklar breytingar eru framundan, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þeirri stöðu er það okkar hlutverk er að ákveða hvernig við bregðumst við þeim og hvaða tækifæri við sjáum í stórum breytingum. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundaröð um málið. Fyrsti fundur verður í kvöld, þriðjudaginn 12. mars klukkan 20:00 á Kjarvalsstöðum. Við getum ekki leyst þessa krísu án þessa að skilgreina hana réttilega sem krísu. Viðurkennum umfang vandans því við erum að renna út á tíma. Okkur liggur lífið á. Sjáumst á Kjarvalsstöðum í kvöld.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Umhverfismál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Við verðum að bregðast við strax. Loftslagsváin sem nú steðjar að er orðin slík að tíminn er af skornum skammti. Ólíkt því sem ætla mætti þá eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda ár frá ári og árið 2018 var met-ár í sögu mannkyns. Þar erum við Íslendingar ekki undanskilin. Útblástur frá iðnaði og samgöngum á Íslandi hefur aukist verulega og er staðan orðin sú að aldrei áður í sögu þjóðar höfum við átt jafn marga bíla og keyrt eins mikið og við gerum núna. Utanlandsferðir eru fleiri en nokkru sinni áður og fátt bendir til að þessi mál muni fara að þróast í aðra átt. Í raun er þróunin sú aukin vitneskju um loftslagsáhrif og helst í hendur við að við aukum útblástur gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðir opinbera aðila síðustu mánuði og ár virðast hafa lítil áhrif en kannski er það einmitt vegna þess að þær aðgerðir hafa ekki verið ekki í takt við umfang vandans. Eftir árásina á Pearl Harbour tók það bandarísku ríkisstjórnina 4 daga að umbylta öllum bílaiðnaðinum. Árið 1941 framleiddu Bandaríkin 3 milljónir bíla árlega en eftir þessa umbyltingu voru einungis framleiddir 139 bílar fram til stríðsloka. Öll orka og framleiðsla fór í þau neyðarúrræði sem bandaríska þjóðin taldi sig þurfa til þess að takast á við þá krísu sem hún fann sig skyndilega í. Ógn okkar tíma er hins vegar ekki stríð heldur loftslagsbreytingar. Stórbrotnar og öfgafullar breytingar sem ógna siðmenningu okkar og vistkerfi jarðarinnar. Gríðarlega miklar breytingar eru framundan, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þeirri stöðu er það okkar hlutverk er að ákveða hvernig við bregðumst við þeim og hvaða tækifæri við sjáum í stórum breytingum. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundaröð um málið. Fyrsti fundur verður í kvöld, þriðjudaginn 12. mars klukkan 20:00 á Kjarvalsstöðum. Við getum ekki leyst þessa krísu án þessa að skilgreina hana réttilega sem krísu. Viðurkennum umfang vandans því við erum að renna út á tíma. Okkur liggur lífið á. Sjáumst á Kjarvalsstöðum í kvöld.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun