Tæknin gerir stórfyrirtæki fallvaltari Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 13. mars 2019 10:30 Snjallsíminn var ein byltingarkenndasta tækninýjung síðari ára. Hann hafði áhrif á fólk og fyrirtæki með margvíslegum hætti. NORDICPHOTOS/GETTY Tækniframfarir hafa gjörbylt landslagi atvinnulífsins með þeim hætti að stórfyrirtæki eiga erfiðara með að halda ráðandi stöðu á markaðinum. Þetta segir Greg Williams, aðalritstjóri tímaritsins WIRED Magazine í Bretlandi, í samtali við Markaðinn. Greg, sem er virtur sérfræðingur þegar kemur að tækniframförum og hvernig þær hafa áhrif á viðskiptalífið og samfélög okkar, verður aðalræðumaður á ráðstefnu Samtaka verslunar og þjónustu sem verður haldin á Hilton Nordica á morgun. „Við erum stödd á tímum róttækra breytinga sem munu hafa áhrif á hvert einasta fyrirtæki og hverja einustu manneskju á marga vegu,“ segir Greg og tekur áhrif snjallsíma sem dæmi. „Við höfum greiðan aðgang að nær öllum upplýsingum sem hafa verið skráðar. Við höfum aðgang að bestu tölvutækni sem hefur verið sköpuð. Í vissum skilningi erum við orðin nokkurs konar lifandi vélmenni (e. cyborg).“ Tækniframfarir á borð við snjallsíma hafa breytt viðskiptalíkönum fyrirtækja og samkeppnisumhverfinu sem þau starfa í. Þetta endurspeglast í meðallíftíma þeirra fyrirtækja sem mynda S&P 500 vísitöluna sem mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði. „Ef við skoðum meðallíftíma fyrirtækjanna þá var hann 55 ár árið 1960. Hann hafði lækkað niður í 25 ár árið 2000 og í dag er hann um 18 ár. Þetta bendir til þess að það sé erfiðara fyrir stór fyrirtæki en áður að halda sterkri stöðu á markaðinum.“ Greg segir að ein af ástæðum þessarar þróunar sé sú að kostnaður við að stofna fyrirtæki hafi hríðfallið. „Kostnaðurinn við að setja á fót fyrirtæki hefur farið úr fimm milljónum Bandaríkjadala árið 2000 í einhverja tugi þúsunda dollara í dag. Auðveldara aðgengi að mörkuðum hefur gjörbreytt landslaginu,“ segir Greg. „Ekkert stórfyrirtæki, hvort sem það er fjármálafyrirtæki eða bílaframleiðandi, er óhult vegna þess að fjöldi nýsköpunarfyrirtækja mun reyna að sundurþátta þjónustuna sem það veitir.“ Greg tekur dæmi um markaðinn fyrir tæknilausnir fyrir bandarísk heimili og á þar við hitastilla, öryggiskerfi, nettengingar og fleira. Hann segir að áður fyrr hafi bandaríski tæknirisinn Honeywell verið allsráðandi á markaðinum en nú séu hátt í 70 fyrirtæki í samkeppni. Þá segir hann að tækniframfarir hafi gert það að verkum að fyrirtæki þurfi að horfa á samkeppni í víðara samhengi. „Landfræðilegar takmarkanir eru að hverfa. Ef þú rekur verslun þá ertu ekki bara í samkeppni við verslanir í sömu borg. Þú ert í samkeppni við mörg fyrirtæki úti í heimi. Við lifum ekki lengur í heimi þar sem fólk ber okkur saman við jafningja. Það er verið að bera þig saman við þá bestu sama í hvaða bransa þú ert.“ Heldurðu að fólk og fyrirtæki átti sig almennilega á því hversu örar þessar breytingar eru? „Það fer eftir því hvaða atvinnugrein við erum að tala um. Smásölurisar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa til dæmis átt undir högg að sækja vegna vaxtar í netverslun. Í öðrum geirum eins og fjárfestingabankastarfsemi hefur þróunin ekki verið jafn hröð. Byltingarkennd tækni eins og snjallsíminn er sjaldgæf en ég held að fólk finni fyrir þeim breytingum sem tækniframfarir eru að valda. Nýlega var bílaverksmiðju Honda í Swindon lokað og 3.500 manns sagt upp vegna þess að Honda vill einblína á framleiðslu rafbíla. Við munum halda áfram að sjá þróun í þessa átt.“ Áhugaverðustu fréttamálin tengjast tækni WIRED er mánaðarlegt tímarit sem fjallar aðallega um vísindi og tæknimál. Greg Williams tók við ritstjórastöðunni í janúar 2017. Hann segist alltaf hafa haft áhuga á því hvernig tækniframfarir hafa áhrif á samfélög. „Ég er heppinn að vinna á þessum vettvangi vegna þess að áhugaverðustu málin í dag tengjast tækniframförum. Eina vikuna gætum við verið að skrifa um siðfræðileg álitamál er varða gervigreind og aðra vikuna um það hvernig hægri öfgamenn hafa nýtt sér YouTube. Eina krafan sem ég geri til starfsmanna er að allt sem við birtum verði að hafa eitthvað nýtt fram að færa svo að lesandinn skilji heiminn örlítið betur.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Tækniframfarir hafa gjörbylt landslagi atvinnulífsins með þeim hætti að stórfyrirtæki eiga erfiðara með að halda ráðandi stöðu á markaðinum. Þetta segir Greg Williams, aðalritstjóri tímaritsins WIRED Magazine í Bretlandi, í samtali við Markaðinn. Greg, sem er virtur sérfræðingur þegar kemur að tækniframförum og hvernig þær hafa áhrif á viðskiptalífið og samfélög okkar, verður aðalræðumaður á ráðstefnu Samtaka verslunar og þjónustu sem verður haldin á Hilton Nordica á morgun. „Við erum stödd á tímum róttækra breytinga sem munu hafa áhrif á hvert einasta fyrirtæki og hverja einustu manneskju á marga vegu,“ segir Greg og tekur áhrif snjallsíma sem dæmi. „Við höfum greiðan aðgang að nær öllum upplýsingum sem hafa verið skráðar. Við höfum aðgang að bestu tölvutækni sem hefur verið sköpuð. Í vissum skilningi erum við orðin nokkurs konar lifandi vélmenni (e. cyborg).“ Tækniframfarir á borð við snjallsíma hafa breytt viðskiptalíkönum fyrirtækja og samkeppnisumhverfinu sem þau starfa í. Þetta endurspeglast í meðallíftíma þeirra fyrirtækja sem mynda S&P 500 vísitöluna sem mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði. „Ef við skoðum meðallíftíma fyrirtækjanna þá var hann 55 ár árið 1960. Hann hafði lækkað niður í 25 ár árið 2000 og í dag er hann um 18 ár. Þetta bendir til þess að það sé erfiðara fyrir stór fyrirtæki en áður að halda sterkri stöðu á markaðinum.“ Greg segir að ein af ástæðum þessarar þróunar sé sú að kostnaður við að stofna fyrirtæki hafi hríðfallið. „Kostnaðurinn við að setja á fót fyrirtæki hefur farið úr fimm milljónum Bandaríkjadala árið 2000 í einhverja tugi þúsunda dollara í dag. Auðveldara aðgengi að mörkuðum hefur gjörbreytt landslaginu,“ segir Greg. „Ekkert stórfyrirtæki, hvort sem það er fjármálafyrirtæki eða bílaframleiðandi, er óhult vegna þess að fjöldi nýsköpunarfyrirtækja mun reyna að sundurþátta þjónustuna sem það veitir.“ Greg tekur dæmi um markaðinn fyrir tæknilausnir fyrir bandarísk heimili og á þar við hitastilla, öryggiskerfi, nettengingar og fleira. Hann segir að áður fyrr hafi bandaríski tæknirisinn Honeywell verið allsráðandi á markaðinum en nú séu hátt í 70 fyrirtæki í samkeppni. Þá segir hann að tækniframfarir hafi gert það að verkum að fyrirtæki þurfi að horfa á samkeppni í víðara samhengi. „Landfræðilegar takmarkanir eru að hverfa. Ef þú rekur verslun þá ertu ekki bara í samkeppni við verslanir í sömu borg. Þú ert í samkeppni við mörg fyrirtæki úti í heimi. Við lifum ekki lengur í heimi þar sem fólk ber okkur saman við jafningja. Það er verið að bera þig saman við þá bestu sama í hvaða bransa þú ert.“ Heldurðu að fólk og fyrirtæki átti sig almennilega á því hversu örar þessar breytingar eru? „Það fer eftir því hvaða atvinnugrein við erum að tala um. Smásölurisar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa til dæmis átt undir högg að sækja vegna vaxtar í netverslun. Í öðrum geirum eins og fjárfestingabankastarfsemi hefur þróunin ekki verið jafn hröð. Byltingarkennd tækni eins og snjallsíminn er sjaldgæf en ég held að fólk finni fyrir þeim breytingum sem tækniframfarir eru að valda. Nýlega var bílaverksmiðju Honda í Swindon lokað og 3.500 manns sagt upp vegna þess að Honda vill einblína á framleiðslu rafbíla. Við munum halda áfram að sjá þróun í þessa átt.“ Áhugaverðustu fréttamálin tengjast tækni WIRED er mánaðarlegt tímarit sem fjallar aðallega um vísindi og tæknimál. Greg Williams tók við ritstjórastöðunni í janúar 2017. Hann segist alltaf hafa haft áhuga á því hvernig tækniframfarir hafa áhrif á samfélög. „Ég er heppinn að vinna á þessum vettvangi vegna þess að áhugaverðustu málin í dag tengjast tækniframförum. Eina vikuna gætum við verið að skrifa um siðfræðileg álitamál er varða gervigreind og aðra vikuna um það hvernig hægri öfgamenn hafa nýtt sér YouTube. Eina krafan sem ég geri til starfsmanna er að allt sem við birtum verði að hafa eitthvað nýtt fram að færa svo að lesandinn skilji heiminn örlítið betur.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira