Bjarni setur spurningamerki við valdsvið Mannréttindadómstólsins Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2019 19:33 Forsætisráðherra segir forgangsmál stjórnvalda að tryggja réttaröryggi eftir dóm Mannréttindadómstólsins og Landsréttur lagði niður störf í gær. Fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvort Mannréttindadómstólinn hafi farið yfir línuna. Nýr ráðherra tekur við dómsmálaráðuneytinu á ríkisráðsfundi sem fer fram á Bessastöðum á morgun. Þingflokkar stjórnarflokkanna réðu ráðum sínum í dag eftir óvissuna sem kom upp í framhaldi af dómi Mannréttindadómstólsins. Þá stigu leiðtogar stjórnarflokkanna af fundi til að ræða sín í milli eftir að fyrir lá að dómsmálaráðherra segði af sér. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi svo við fréttamenn að loknum fréttamannafundi dómsmálaráðherra og sagði mikilvægast að sköpuð yrði vissa um starfsemi Landsréttar. „Það liggur fyrir að úrskurður Mannréttindadómstólsins hefur miklar afleiðingar fyrir starf Landsréttar. Það sést best á því að dómarar þar hafa frestað öllum málum og sitja við til að skilgreina í raun hæfi sitt eins og þeim ber að gera samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að tryggja þetta á næstu dögum. Sjálf hafi hún kallað til sérfræðinga til að rýna fordæmalausan dóm Mannréttindadómstólsins „Þess vegna er eðlilegt að honum verði áfrýjað. Af því að þessi dómur hefur skírskotun til fleiri ríkja. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er ekki ólíklegt að efri deild Mannréttindadómstólsins muni taka hann til skoðunar,“ segir Katrín. Forsætisráðherra sagðist styðja ákvörðun Sigríðar sem hún hefði rætt við í gær. Með ákvörðun sinni tryggði hún að hægt væri að vinna að málinu með eðlilegum hætti. Ekki liggi fyrir nú hvort atbeina Alþingis og dómstóla þurfi til að skýra stöðu Landsréttar en hún hafi boðið Alþingi að gefa því skýrslu um málið á næstu dögum.Settuð þið Sjálfstæðismönnum þann kost að það yrði eitthvað að gerast að öðrum kosti væri þetta stjórnarsamstarf í hættu?„Eins og ég sagði hér áðan. Ég átti samtal við ráðherrann í gær og lýsti áhyggjum mínum af stöðu mála. En ég styð hins vegar alveg hennar ákvörðun að stíga til hliðar þannig að þetta mál verði til lykta leitt í vinnufriði,“ sagði forsætisráðherra. Tveir kostir í stöðunni Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokk sjálfstæðismanna líta svo á að Sigríður eigi afturkvæmt í ráðherrastól eftir að mál Landsréttar hafi verið útkljáð og hann hafi rætt það við hina oddvita stjórnarflokkanna. Nýr dómsmálaráðherra taki við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Tveir kostir séu í stöðunni. „Það er að segja að við fáum annað hvort einhvern ráðherra í ríkisstjórninni til að gegna embættinu. Nú eða þá að það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Dómur Mannréttindadómstólsins komi mönnum í opna skjöldu en miikilvægt væri að tryggja réttaröryggi í kringum Landsrétt. Stjórnarflokkarnir hefðu mikla trú á stjórnarsamstarfinu. Hins vegar setur Bjarni spurningarmerki við dóm Mannréttindadómstólsins. „Við höfum við framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu? Ég hélt ekki. Eitt af stóru álitamálunum varðandi niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu snýr einmitt að því hvar hann dregur mörkin í afskiptum af niðurstöðum um lög og rétt í aðildarríkjum,“ sagði Bjarni. Ísland hafi skipað sér í flokk ríkja sem vilji verja gildi Evrópusáttmálans og eigi því aðild að dómstólnum. Niðurstöður hans hafi oft verið umdeildar og Bretar og Danir rætt aðild sína að honum. „Nú finnst mér vera komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort að hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði fjármálaráðherra. Þess vegna þurfi að láta reyna á áfrýjun á grundvelli sjónarmiða í minnihlutaáliti dómsins „Um það að hér hafi menn gengið allt, allt of langt.“Þannig að það kemur til greina í þínum huga við þessar aðstæður að Ísland segi sig frá aðild að þessum dómstól?„Nei ég var ekki að boða neitt slíkt. Ég var bara að segja að starfsemi dómstólsins er ekki hafin yfir gagnrýni. Það felst ekki nein yfirlýsing um að grafa undan dómstól með því að áfrýja niðurstöðu hans,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra er sáttur við niðurstöðu mála. „Það er alveg ljóst að við tókum þennan dóm alvarlega. Það er líka mikilvægt að ríkisstjórnin taki á þessu máli eins og öðrum af yfirvegun og með markvissum hætti. Þessi ákvörðun ráðherrans skapast auðvitað af því, eins og hún sagði sjálf að það væri erfitt fyrir hana að leiða þessi mál til lykta,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Forsætisráðherra segir forgangsmál stjórnvalda að tryggja réttaröryggi eftir dóm Mannréttindadómstólsins og Landsréttur lagði niður störf í gær. Fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvort Mannréttindadómstólinn hafi farið yfir línuna. Nýr ráðherra tekur við dómsmálaráðuneytinu á ríkisráðsfundi sem fer fram á Bessastöðum á morgun. Þingflokkar stjórnarflokkanna réðu ráðum sínum í dag eftir óvissuna sem kom upp í framhaldi af dómi Mannréttindadómstólsins. Þá stigu leiðtogar stjórnarflokkanna af fundi til að ræða sín í milli eftir að fyrir lá að dómsmálaráðherra segði af sér. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi svo við fréttamenn að loknum fréttamannafundi dómsmálaráðherra og sagði mikilvægast að sköpuð yrði vissa um starfsemi Landsréttar. „Það liggur fyrir að úrskurður Mannréttindadómstólsins hefur miklar afleiðingar fyrir starf Landsréttar. Það sést best á því að dómarar þar hafa frestað öllum málum og sitja við til að skilgreina í raun hæfi sitt eins og þeim ber að gera samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að tryggja þetta á næstu dögum. Sjálf hafi hún kallað til sérfræðinga til að rýna fordæmalausan dóm Mannréttindadómstólsins „Þess vegna er eðlilegt að honum verði áfrýjað. Af því að þessi dómur hefur skírskotun til fleiri ríkja. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er ekki ólíklegt að efri deild Mannréttindadómstólsins muni taka hann til skoðunar,“ segir Katrín. Forsætisráðherra sagðist styðja ákvörðun Sigríðar sem hún hefði rætt við í gær. Með ákvörðun sinni tryggði hún að hægt væri að vinna að málinu með eðlilegum hætti. Ekki liggi fyrir nú hvort atbeina Alþingis og dómstóla þurfi til að skýra stöðu Landsréttar en hún hafi boðið Alþingi að gefa því skýrslu um málið á næstu dögum.Settuð þið Sjálfstæðismönnum þann kost að það yrði eitthvað að gerast að öðrum kosti væri þetta stjórnarsamstarf í hættu?„Eins og ég sagði hér áðan. Ég átti samtal við ráðherrann í gær og lýsti áhyggjum mínum af stöðu mála. En ég styð hins vegar alveg hennar ákvörðun að stíga til hliðar þannig að þetta mál verði til lykta leitt í vinnufriði,“ sagði forsætisráðherra. Tveir kostir í stöðunni Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokk sjálfstæðismanna líta svo á að Sigríður eigi afturkvæmt í ráðherrastól eftir að mál Landsréttar hafi verið útkljáð og hann hafi rætt það við hina oddvita stjórnarflokkanna. Nýr dómsmálaráðherra taki við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Tveir kostir séu í stöðunni. „Það er að segja að við fáum annað hvort einhvern ráðherra í ríkisstjórninni til að gegna embættinu. Nú eða þá að það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Dómur Mannréttindadómstólsins komi mönnum í opna skjöldu en miikilvægt væri að tryggja réttaröryggi í kringum Landsrétt. Stjórnarflokkarnir hefðu mikla trú á stjórnarsamstarfinu. Hins vegar setur Bjarni spurningarmerki við dóm Mannréttindadómstólsins. „Við höfum við framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu? Ég hélt ekki. Eitt af stóru álitamálunum varðandi niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu snýr einmitt að því hvar hann dregur mörkin í afskiptum af niðurstöðum um lög og rétt í aðildarríkjum,“ sagði Bjarni. Ísland hafi skipað sér í flokk ríkja sem vilji verja gildi Evrópusáttmálans og eigi því aðild að dómstólnum. Niðurstöður hans hafi oft verið umdeildar og Bretar og Danir rætt aðild sína að honum. „Nú finnst mér vera komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort að hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði fjármálaráðherra. Þess vegna þurfi að láta reyna á áfrýjun á grundvelli sjónarmiða í minnihlutaáliti dómsins „Um það að hér hafi menn gengið allt, allt of langt.“Þannig að það kemur til greina í þínum huga við þessar aðstæður að Ísland segi sig frá aðild að þessum dómstól?„Nei ég var ekki að boða neitt slíkt. Ég var bara að segja að starfsemi dómstólsins er ekki hafin yfir gagnrýni. Það felst ekki nein yfirlýsing um að grafa undan dómstól með því að áfrýja niðurstöðu hans,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra er sáttur við niðurstöðu mála. „Það er alveg ljóst að við tókum þennan dóm alvarlega. Það er líka mikilvægt að ríkisstjórnin taki á þessu máli eins og öðrum af yfirvegun og með markvissum hætti. Þessi ákvörðun ráðherrans skapast auðvitað af því, eins og hún sagði sjálf að það væri erfitt fyrir hana að leiða þessi mál til lykta,“ sagði formaður Framsóknarflokksins.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49