Ódýr matur – dýrkeypt blekking Ólafur Dýrmundsson skrifar 14. mars 2019 07:30 Vart er um það deilt að matur sé mannsins megin. Víða er þó skortur á þessum lífsnauðsynjum og 11% jarðarbúa þjást af viðvarandi hungri samkvæmt upplýsingum FAO. Fæðuöryggi stafar ógn af loftslagsbreytingum um allan heim. Hér á landi er lítið rætt um fæðuöryggi, þótt það fari minnkandi, einkum vegna vaxandi tengsla við markaðskerfi Evrópusambandsins. Séð er fyrir nægu framboði matvæla með því að flytja inn um helming þeirra. Aftur á móti er verð á mat stöðugt umræðuefni, hann skal vera sem ódýrastur og er þá ekki alltaf hugað sem skyldi að uppruna, framleiðsluaðferðum, gæðum, matvælaöryggi og lýðheilsu. Samkvæmt rannsóknum Hagstofunnar nemur kostnaður við mat- og drykkjarvörur liðlega 13% af neysluútgjöldum heimilanna, að meðaltali, og er maturinn ekki hálfdrættingur samanborið við stærsta liðinn, húsnæðiskostnað. Samt eru stjórnvöld enn að leggja drög að aðgerðum til að veikja landbúnaðinn, og þar með starfsskilyrði bænda til að framleiða holl, hrein og örugg matvæli, með því að auka innflutning. Þar er einblínt á verðið eitt sér, markaðssjónarmið eiga að ráða ferðinni. Þeim upplýsingum er nú dreift í frumvarpsdrögum að breytingum á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, að aukinn innflutningur matvæla muni skila neytendum 900 milljónum á móti 500-600 miljóna króna tekjuskerðingu íslensks landbúnaðar, á ári. Í tengslum við þetta mat eru mótsagnirnar augljósar og neikvæð áhrif vanmetin því að við aukinn innflutning mun kolefnisfótsporið stækka og sjálfbærnin minnka. Þá er hæpið að allar tollalækkanir skili sér til neytenda. Það er m.a. heldur ekki traustvekjandi að síðan Landbúnaðarháskóli Íslands var stofnaður 2005 hefur stöðugildum búvísindamanna þar fækkað úr rúmlega 20 í 5. Að mínum dómi er ódýr matur, afurð verksmiðjubúskapar á kostnað umhverfis, velferðar búfjár og kjara bænda, dýrkeypt blekking. Er ekki tími til að skoða þessi mál betur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Vart er um það deilt að matur sé mannsins megin. Víða er þó skortur á þessum lífsnauðsynjum og 11% jarðarbúa þjást af viðvarandi hungri samkvæmt upplýsingum FAO. Fæðuöryggi stafar ógn af loftslagsbreytingum um allan heim. Hér á landi er lítið rætt um fæðuöryggi, þótt það fari minnkandi, einkum vegna vaxandi tengsla við markaðskerfi Evrópusambandsins. Séð er fyrir nægu framboði matvæla með því að flytja inn um helming þeirra. Aftur á móti er verð á mat stöðugt umræðuefni, hann skal vera sem ódýrastur og er þá ekki alltaf hugað sem skyldi að uppruna, framleiðsluaðferðum, gæðum, matvælaöryggi og lýðheilsu. Samkvæmt rannsóknum Hagstofunnar nemur kostnaður við mat- og drykkjarvörur liðlega 13% af neysluútgjöldum heimilanna, að meðaltali, og er maturinn ekki hálfdrættingur samanborið við stærsta liðinn, húsnæðiskostnað. Samt eru stjórnvöld enn að leggja drög að aðgerðum til að veikja landbúnaðinn, og þar með starfsskilyrði bænda til að framleiða holl, hrein og örugg matvæli, með því að auka innflutning. Þar er einblínt á verðið eitt sér, markaðssjónarmið eiga að ráða ferðinni. Þeim upplýsingum er nú dreift í frumvarpsdrögum að breytingum á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, að aukinn innflutningur matvæla muni skila neytendum 900 milljónum á móti 500-600 miljóna króna tekjuskerðingu íslensks landbúnaðar, á ári. Í tengslum við þetta mat eru mótsagnirnar augljósar og neikvæð áhrif vanmetin því að við aukinn innflutning mun kolefnisfótsporið stækka og sjálfbærnin minnka. Þá er hæpið að allar tollalækkanir skili sér til neytenda. Það er m.a. heldur ekki traustvekjandi að síðan Landbúnaðarháskóli Íslands var stofnaður 2005 hefur stöðugildum búvísindamanna þar fækkað úr rúmlega 20 í 5. Að mínum dómi er ódýr matur, afurð verksmiðjubúskapar á kostnað umhverfis, velferðar búfjár og kjara bænda, dýrkeypt blekking. Er ekki tími til að skoða þessi mál betur?
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar