

Endurbætur og endurgerð
Kostnaður við endurgerð gamalla húsa í borginni hefur verið mikið í umræðunni frá síðustu kosningum. Mörgum blöskrar hvað þær kostnaðaráætlanir reynast oft haldlitlar þegar á reynir. Það er augljóslega mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að bæta vinnubrögðin. Ég tel samt að þegar fram í sækir muni flestir telja að það hafi verið þjóðþrifaverk að ráðast í vandaða endurgerð þessara húsa.
Ákvörðun borgaryfirvalda um síðustu aldamót að taka Geysishúsið við Aðalstræti í gegn og Hafnarstræti 16 skipti miklu máli. Enn stærra skref var tekið þegar gömlu húsin við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 voru endurgerð af miklum metnaði eftir brunann mikla þar á horninu árið 2007. Kostnaðurinn var mikill og framkvæmdin umdeild. Í dag eru flestir ánægðir með þessi fallegu nýju/gömlu hús.
Síðustu misserin hafa einkaaðilar staðið fyrir metnaðarfullri endurgerð gamalla húsa við Hafnarstræti. Svolítið vestar, við Tryggvagötu, er búið að endurbyggja gömlu Fiskhöllina og Exeterhúsið. Til mikillar prýði.
Margt fleira mætti nefna. Þyrping gamalla húsa við Vitastíg, milli Laugavegs og Hverfisgötu, er að þéttast og ganga í endurnýjun lífdaga sinna. Sama er að segja um timburhúsaröðina við Vallarstræti. Tímabærar endurbætur glerskálans á Hlemmtorgi, sem varð 40 ára í fyrra, hafa heppnast vel, jafnvel þótt sú framkvæmd hafi verið kostnaðarsamari en til stóð, líkt og endurgert Gröndalshús. Nýlega stóð borgin ásamt HR fyrir endurbyggingu húsaþyrpingar frá stríðsárunum við Nauthólsveg sem hefur verið kölluð „bragginn“. Eins og frægt er.
Skoðun

Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu
Einar Steingrímsson skrifar

Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi
Bjarni Már Magnússon skrifar

Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl
Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu?
Þorri Snæbjörnsson skrifar

Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda
Grace Achieng skrifar

Sokkar og Downs heilkenni
Guðmundur Ármann Pétursson skrifar

Heilsugæslan í vanda
Teitur Guðmundsson skrifar

Aðeins um undirskriftir
G. Jökull Gíslason skrifar

Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn
Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar

Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Vannýttur vegkafli í G-dúr
Jens Garðar Helgason skrifar

„Stoltir af því að fórna píslarvottum“
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Misþyrming mannanafna
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Svar óskast
Hólmgeir Baldursson skrifar

Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu
Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar

Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna?
Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar

Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Misskilningur frú Sæland
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra!
Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar

Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja?
Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar

Strandveiðar - afvegaleidd umræða
Magnús Jónsson skrifar

Öll börn eiga rétt á öryggi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi
Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar

Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur
Magnús Magnússon skrifar

Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin?
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar

Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35
Haraldur Ólafsson skrifar