Þrúgur gleðinnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Sjálfsagt er dældum og ryðblettum á sál minni um að kenna að ég hef löngum heillast af átökum og illdeilum hvers konar. Helst samt þegar ég á ekki hlut að máli og get notið þess að fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð, nú eða skrifa um, þegar þeir einir eigast við að ég hirði aldrei þó að drepist. Ég hef upplifað nokkur verkföll á passlega langri ævi án þess þó að hafa þurft að leggja niður störf sjálfur. Líklega þess vegna sem mér finnst eitthvað ómótstæðilega heillandi við harðar vinnudeilur. Ég var þrettán ára þegar stóra BSRB-verkfallið skall á 1984 og á alveg sérstaklega hlýjar og rómantískar bernskuminningar frá þeim tíma. Eðlilega. Þetta var geggjað. Skólinn lokaður í mánuð og við krakkarnir nutum lífsins og frelsisins í botn. Ég varð helst var við neikvæðar afleiðingar verkfallsins þegar fór að bera á skorti á Winston-sígarettum. Þetta var í þá daga þegar börn gátu keypt sígarettur úti í sjoppu án þess að framvísa miða frá foreldrum. Í verkfallinu þurfti maður samt að hafa miða. Eða kannski frekar lista. Pabbi reykti Winston og ef þær voru ekki til þá átti ég fyrst að biðja um Gold Coast, síðan Royale en ekki kaupa Viceroy nema í algerri neyð. Sem betur fer minnir mig að verkfallinu hafi lokið áður en pabbi þurfti að reykja mikið af því ógeði. Þetta voru stórkostlegir umbrotatímar fyrir áhyggjulausa krakka en þegar maður sleppir bernskurómantíkinni þá eru verkföll helvítis fokkings fokk og að mér læðist sá illi grunur að ef allt fer hér í bál og brand á næstunni muni börnin mín ekki horfa til baka með glýju í augunum þegar þau nálgast fimmtugt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfsagt er dældum og ryðblettum á sál minni um að kenna að ég hef löngum heillast af átökum og illdeilum hvers konar. Helst samt þegar ég á ekki hlut að máli og get notið þess að fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð, nú eða skrifa um, þegar þeir einir eigast við að ég hirði aldrei þó að drepist. Ég hef upplifað nokkur verkföll á passlega langri ævi án þess þó að hafa þurft að leggja niður störf sjálfur. Líklega þess vegna sem mér finnst eitthvað ómótstæðilega heillandi við harðar vinnudeilur. Ég var þrettán ára þegar stóra BSRB-verkfallið skall á 1984 og á alveg sérstaklega hlýjar og rómantískar bernskuminningar frá þeim tíma. Eðlilega. Þetta var geggjað. Skólinn lokaður í mánuð og við krakkarnir nutum lífsins og frelsisins í botn. Ég varð helst var við neikvæðar afleiðingar verkfallsins þegar fór að bera á skorti á Winston-sígarettum. Þetta var í þá daga þegar börn gátu keypt sígarettur úti í sjoppu án þess að framvísa miða frá foreldrum. Í verkfallinu þurfti maður samt að hafa miða. Eða kannski frekar lista. Pabbi reykti Winston og ef þær voru ekki til þá átti ég fyrst að biðja um Gold Coast, síðan Royale en ekki kaupa Viceroy nema í algerri neyð. Sem betur fer minnir mig að verkfallinu hafi lokið áður en pabbi þurfti að reykja mikið af því ógeði. Þetta voru stórkostlegir umbrotatímar fyrir áhyggjulausa krakka en þegar maður sleppir bernskurómantíkinni þá eru verkföll helvítis fokkings fokk og að mér læðist sá illi grunur að ef allt fer hér í bál og brand á næstunni muni börnin mín ekki horfa til baka með glýju í augunum þegar þau nálgast fimmtugt.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar