Þín aðstoð við að móta stefnu í málefnum barna Ásmundur Einar Daðason skrifar 15. mars 2019 07:15 Öll getum við verið sammála um að börnin okkar séu besta fjárfesting samfélagsins. Um leið og við sammælumst um þá staðreynd þurfum við sem samfélag að mæta þeirri áskorun af festu að tryggja öllum börnum sem best uppvaxtarskilyrði. Við þurfum að grípa börn í áhættu áður en það er um seinan, bregðast við með viðeigandi hætti og tryggja þeim stuðning og nauðsynlega þjónustu svo þau geti tekið virkan þátt í samfélaginu frá bernsku til fullorðinsára. Um síðustu áramót varð sú breyting á stjórnskipan að félagsmálaráðuneytið setti aukna og sérstaka áherslu á málefni barna. Mikil vinna er í gangi í tengslum við þessar breytingar og hluti af henni er endurskoðun barnaverndarlaga sem og endurskoðun á félagslegri umgjörð og stuðningi við börn á Íslandi. Við vinnuna er lögð áhersla á víðtækt samstarf og samvinnu, hvort sem um ræðir breytingar á lögum, á reglugerðum eða framkvæmd þjónustu. Ég hef skipað þverpólitíska nefnd þingmanna til að hafa yfirumsjón með mótun þessarar vinnu. Hún starfar með fagfólki og notendum kerfisins víða að. Samhliða því hefur verið settur upp stýrihópur stjórnarráðsins í málefnum barna sem skipaður er fulltrúum sex ráðuneyta enda hafa þessi mál snertifleti víða í samfélaginu og þvert á kerfi. Með það að markmiði að fá sem flesta að borðinu og ná fram heildarsýn í því hvernig eigi að stuðla að aukinni velferð barna á Íslandi sendi ég út bréf til aðila sem hafa málefni barna með höndum, eða til um 600 viðtakenda. Í bréfinu var óskað eftir athugasemdum, ábendingum og þátttöku viðtakenda og annarra í opnum hliðarhópum sérfræðinga um tiltekin málefni. Í þeirri vinnu sem fram fer er ekki síst mikilvægt að hlusta á raddir sem sjaldan fá að heyrast. Ég vil hvetja alla sem vilja koma skoðunum á framfæri til að fara inn á vef félagsmálaráðuneytisins en þar má finna frekari upplýsingar um vinnuna og koma ábendingum á framfæri. Á vormánuðum eru fyrirhugaðir opnir fundir þar sem fyrstu útlínur vinnunnar verða kynntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Öll getum við verið sammála um að börnin okkar séu besta fjárfesting samfélagsins. Um leið og við sammælumst um þá staðreynd þurfum við sem samfélag að mæta þeirri áskorun af festu að tryggja öllum börnum sem best uppvaxtarskilyrði. Við þurfum að grípa börn í áhættu áður en það er um seinan, bregðast við með viðeigandi hætti og tryggja þeim stuðning og nauðsynlega þjónustu svo þau geti tekið virkan þátt í samfélaginu frá bernsku til fullorðinsára. Um síðustu áramót varð sú breyting á stjórnskipan að félagsmálaráðuneytið setti aukna og sérstaka áherslu á málefni barna. Mikil vinna er í gangi í tengslum við þessar breytingar og hluti af henni er endurskoðun barnaverndarlaga sem og endurskoðun á félagslegri umgjörð og stuðningi við börn á Íslandi. Við vinnuna er lögð áhersla á víðtækt samstarf og samvinnu, hvort sem um ræðir breytingar á lögum, á reglugerðum eða framkvæmd þjónustu. Ég hef skipað þverpólitíska nefnd þingmanna til að hafa yfirumsjón með mótun þessarar vinnu. Hún starfar með fagfólki og notendum kerfisins víða að. Samhliða því hefur verið settur upp stýrihópur stjórnarráðsins í málefnum barna sem skipaður er fulltrúum sex ráðuneyta enda hafa þessi mál snertifleti víða í samfélaginu og þvert á kerfi. Með það að markmiði að fá sem flesta að borðinu og ná fram heildarsýn í því hvernig eigi að stuðla að aukinni velferð barna á Íslandi sendi ég út bréf til aðila sem hafa málefni barna með höndum, eða til um 600 viðtakenda. Í bréfinu var óskað eftir athugasemdum, ábendingum og þátttöku viðtakenda og annarra í opnum hliðarhópum sérfræðinga um tiltekin málefni. Í þeirri vinnu sem fram fer er ekki síst mikilvægt að hlusta á raddir sem sjaldan fá að heyrast. Ég vil hvetja alla sem vilja koma skoðunum á framfæri til að fara inn á vef félagsmálaráðuneytisins en þar má finna frekari upplýsingar um vinnuna og koma ábendingum á framfæri. Á vormánuðum eru fyrirhugaðir opnir fundir þar sem fyrstu útlínur vinnunnar verða kynntar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar