Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2019 06:15 Mislingar hafa ekki haft mikil áhrif á bráðamóttöku Landspítalans. Fáir hafa sýkst. Fréttablaðið/Stefán Líklegt þykir að sjötta mislingasmitið sem talið er hafa komið fram í 19 mánaða dreng sé ekki smit af völdum mislinga heldur aðeins aukaverkun af bólusetningu sem drengurinn fór í þremur vikum áður. Drengurinn er ekki veikur að öðru leyti, til að mynda með hita eða eitthvað slíkt, heldur aðeins dauf útbrotseinkenni. Því telja yfirvöld líklegra að aðeins fimm tilfelli hafi greinst af mislingum en vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Aðeins minna er til af bóluefni gegn mislingum en vonast var til. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virðist einnig vera skortur á bóluefninu í Evrópu og ekki búið að útvega meira af því en það sem kemur til landsins í þessari viku vegna þessa. Leiðbeiningar verða gefnar út um dreifingu bóluefnisins. Að mörgu leyti hefur gengið afar vel að berjast við mislingana nú og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægður með árangurinn. „Þetta hefur tekist vel og heilsugæslurnar unnið frábært starf. Við getum hins vegar ekki fagnað of snemma því enn geta ný smit komið upp þar sem allt að þrjár vikur getur tekið fyrir sýktan einstakling að fá einkenni,“ segir Þórólfur. „Gríðarmargir hafa verið bólusettir og von er á því að fleiri verði bólusettir á næstu dögum og við erum ánægð með að allir í þessari keðju hafa staðið sig vel.“ Enn er verið að fylgjast með tugum einstaklinga sem eru í heimasóttkví bæði fyrir austan og á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að sem fæstir af þeim séu sýktir af mislingum. Landspítali, heilsugæslur og sóttvarnalæknir hafa haldið daglega fundi um faraldurinn til að ráða ráðum sínum. Þar eru menn enn á tánum enda sagt að hvert nýtt tilfelli færi stöðuna aftur á byrjunarreit, eða um þrjár vikur. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Líklegt þykir að sjötta mislingasmitið sem talið er hafa komið fram í 19 mánaða dreng sé ekki smit af völdum mislinga heldur aðeins aukaverkun af bólusetningu sem drengurinn fór í þremur vikum áður. Drengurinn er ekki veikur að öðru leyti, til að mynda með hita eða eitthvað slíkt, heldur aðeins dauf útbrotseinkenni. Því telja yfirvöld líklegra að aðeins fimm tilfelli hafi greinst af mislingum en vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Aðeins minna er til af bóluefni gegn mislingum en vonast var til. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virðist einnig vera skortur á bóluefninu í Evrópu og ekki búið að útvega meira af því en það sem kemur til landsins í þessari viku vegna þessa. Leiðbeiningar verða gefnar út um dreifingu bóluefnisins. Að mörgu leyti hefur gengið afar vel að berjast við mislingana nú og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægður með árangurinn. „Þetta hefur tekist vel og heilsugæslurnar unnið frábært starf. Við getum hins vegar ekki fagnað of snemma því enn geta ný smit komið upp þar sem allt að þrjár vikur getur tekið fyrir sýktan einstakling að fá einkenni,“ segir Þórólfur. „Gríðarmargir hafa verið bólusettir og von er á því að fleiri verði bólusettir á næstu dögum og við erum ánægð með að allir í þessari keðju hafa staðið sig vel.“ Enn er verið að fylgjast með tugum einstaklinga sem eru í heimasóttkví bæði fyrir austan og á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að sem fæstir af þeim séu sýktir af mislingum. Landspítali, heilsugæslur og sóttvarnalæknir hafa haldið daglega fundi um faraldurinn til að ráða ráðum sínum. Þar eru menn enn á tánum enda sagt að hvert nýtt tilfelli færi stöðuna aftur á byrjunarreit, eða um þrjár vikur.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00
Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30
Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46