Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2019 07:53 Frá vettvangi skammt frá annarri moskunni. vísir/epa Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. Búið er að taka myndbandið niður og hefur lögreglan hvatt almenning til að dreifa því ekki. Maðurinn er einn fjögurra sem er í haldi lögreglu en hann er ástralskur ríkisborgari. Að minnsta kosti 49 létust í skotárásinni sem var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma eða klukkan 02:40 að íslenskum tíma. Þá eru 48 slasaðir, þar á meðal ung börn, samkvæmt upplýsingum frá spítala í Christchurch. Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, lýsir árásinni sem hryðjuverki en hinir grunuðu eru taldir vera öfgahægrimenn. Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur.#BREAKING: Man who identified himself as Brenton Tarrant uploaded lengthy manifesto online before carrying out Christchurch, New Zealand shooting rampage https://t.co/3dwagifAuOpic.twitter.com/k4IIIa2Umy — Matthew Keys (@MatthewKeysLive) March 15, 2019Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur. Í yfirlýsingunni lýsir hann sjálfum sér sem venjulegum hvítum manni. Hann sé maður úr verkamannastétt sem hafi ákveðið að gera árás til að stemma stigu við straumi innflytjenda til Evrópulanda. Tarrant segist vilja „sýna innrásarmönnum að okkar lönd verði aldrei þeirra lönd, okkar heimalönd eru okkar, og á meðan að hvíti maðurinn lifir enn, þá munu þeir aldrei sigra okkar lönd og þeir munu aldrei koma í stað okkar fólks.“ Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Fréttin var uppfærð klukkan 08:10 með nýjum upplýsingum um fjölda látinna. Kommentakerfinu við þessa frétt hefur verið lokað. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. Búið er að taka myndbandið niður og hefur lögreglan hvatt almenning til að dreifa því ekki. Maðurinn er einn fjögurra sem er í haldi lögreglu en hann er ástralskur ríkisborgari. Að minnsta kosti 49 létust í skotárásinni sem var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma eða klukkan 02:40 að íslenskum tíma. Þá eru 48 slasaðir, þar á meðal ung börn, samkvæmt upplýsingum frá spítala í Christchurch. Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, lýsir árásinni sem hryðjuverki en hinir grunuðu eru taldir vera öfgahægrimenn. Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur.#BREAKING: Man who identified himself as Brenton Tarrant uploaded lengthy manifesto online before carrying out Christchurch, New Zealand shooting rampage https://t.co/3dwagifAuOpic.twitter.com/k4IIIa2Umy — Matthew Keys (@MatthewKeysLive) March 15, 2019Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur. Í yfirlýsingunni lýsir hann sjálfum sér sem venjulegum hvítum manni. Hann sé maður úr verkamannastétt sem hafi ákveðið að gera árás til að stemma stigu við straumi innflytjenda til Evrópulanda. Tarrant segist vilja „sýna innrásarmönnum að okkar lönd verði aldrei þeirra lönd, okkar heimalönd eru okkar, og á meðan að hvíti maðurinn lifir enn, þá munu þeir aldrei sigra okkar lönd og þeir munu aldrei koma í stað okkar fólks.“ Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Fréttin var uppfærð klukkan 08:10 með nýjum upplýsingum um fjölda látinna. Kommentakerfinu við þessa frétt hefur verið lokað.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31