Bein útsending: Þegar arfgerð breytir meðferð Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 16. mars 2019 12:45 Jón Snædal, Hans Tómas Björnsson, Kári Stefánsson og Hilma Hólm flytja erindi á fræðslufundinum. Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining býður almenningi á fræðslufund um erfðavísindi og lyf laugardaginn 16. mars, klukkan 13:00. Fundinum verður streymt í gegnum Facebook og má sjá útsendinguna hér neðst í fréttinni. Umfjöllunarefni fundarins, sem stendur yfir til klukkan 14:30, er á hvaða hátt erfðafræðin hjálpar til við þróun lyfja. „Erfðafræðin hefur fært okkur verkfæri til að greina erfðabreytileika sem hafa áhrif á þætti í starfsemi frumna og líffæra sem hugsanlega er hægt að hafa áhrif á með lyfjum,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. „Þekking úr erfðafræðirannsóknum nýtist nú þegar til að þróa ný og virkari lyf. Á grundvelli uppgötvana Íslenskrar erfðagreiningar er til dæmis unnið að þróun lyfja við Alzheimerssjúkdómnum.“ Dagskrá fundarins er eftirfarandi samkvæmt tilkynningu:Jón Snædal öldrunarlæknir ætlar að fjalla um það hvernig erfðaupplýsingar gera okkur kleift að gera rannsóknir á nýjum lyfjum sem varla væru mögulegar annars. En erfðafræðin hefur ekki bara aukið möguleika okkar við að þróa ný lyf heldur felast í henni margvísleg sóknarfæri í betri heilbrigðisþjónustu. Erfðaupplýsingar gera læknum kleift að veita sjúklingum meðferð sem er sérsniðin að hverjum og einum, til dæmis með markvissari lyfjagjöf.Hilma Hólm hjartalæknir ætlar að fjalla um hvað erfðafræðin hefur kennt okkur um tengsl kólesteróls og kransæðasjúkdóms. Meðal annars ræðir hún af hverju lyf sem minnka vonda kólesterólið hafa áhrif á kransæðasjúkdóm en lyf sem auka góða kólesterólið gera það ekki og hvort erfðafræðin geti leiðbeint okkur um mataræði.Hans Tómas Björnsson barnalæknir ræðir um Kabuki heilkenni, sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem uppgötvaðist í gegnum háafkastaraðgreiningu fyrir 7 árum síðan en nú hefur hópur á hans vegum þróað mögulega meðferð. Hann mun einnig rekja fleiri dæmi um sjúkdóma þar sem greining einstaklinga í gegnum háafkastaraðgreiningu leiddi samstundis til meðferðarmöguleika sem annars hefðu ekki verið í boði.Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræðir hvernig má nota erfðir sjúkdóma til að meta líkur á svari við meðferð. Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Íslensk erfðagreining býður almenningi á fræðslufund um erfðavísindi og lyf laugardaginn 16. mars, klukkan 13:00. Fundinum verður streymt í gegnum Facebook og má sjá útsendinguna hér neðst í fréttinni. Umfjöllunarefni fundarins, sem stendur yfir til klukkan 14:30, er á hvaða hátt erfðafræðin hjálpar til við þróun lyfja. „Erfðafræðin hefur fært okkur verkfæri til að greina erfðabreytileika sem hafa áhrif á þætti í starfsemi frumna og líffæra sem hugsanlega er hægt að hafa áhrif á með lyfjum,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. „Þekking úr erfðafræðirannsóknum nýtist nú þegar til að þróa ný og virkari lyf. Á grundvelli uppgötvana Íslenskrar erfðagreiningar er til dæmis unnið að þróun lyfja við Alzheimerssjúkdómnum.“ Dagskrá fundarins er eftirfarandi samkvæmt tilkynningu:Jón Snædal öldrunarlæknir ætlar að fjalla um það hvernig erfðaupplýsingar gera okkur kleift að gera rannsóknir á nýjum lyfjum sem varla væru mögulegar annars. En erfðafræðin hefur ekki bara aukið möguleika okkar við að þróa ný lyf heldur felast í henni margvísleg sóknarfæri í betri heilbrigðisþjónustu. Erfðaupplýsingar gera læknum kleift að veita sjúklingum meðferð sem er sérsniðin að hverjum og einum, til dæmis með markvissari lyfjagjöf.Hilma Hólm hjartalæknir ætlar að fjalla um hvað erfðafræðin hefur kennt okkur um tengsl kólesteróls og kransæðasjúkdóms. Meðal annars ræðir hún af hverju lyf sem minnka vonda kólesterólið hafa áhrif á kransæðasjúkdóm en lyf sem auka góða kólesterólið gera það ekki og hvort erfðafræðin geti leiðbeint okkur um mataræði.Hans Tómas Björnsson barnalæknir ræðir um Kabuki heilkenni, sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem uppgötvaðist í gegnum háafkastaraðgreiningu fyrir 7 árum síðan en nú hefur hópur á hans vegum þróað mögulega meðferð. Hann mun einnig rekja fleiri dæmi um sjúkdóma þar sem greining einstaklinga í gegnum háafkastaraðgreiningu leiddi samstundis til meðferðarmöguleika sem annars hefðu ekki verið í boði.Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræðir hvernig má nota erfðir sjúkdóma til að meta líkur á svari við meðferð.
Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira