Umdeilt lögbannsmál gegn Stundinni tekið fyrir í Hæstarétti í dag Sylvía Hall skrifar 15. mars 2019 10:36 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar. vísir/ernir Málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf. gegn útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavík Media fer nú fram í Hæstarétti og hófst málflutningurinn klukkan níu. Ætla má að málflutningi ljúki nærri 11:30. Málið snýr að umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggir á gögnum úr þrotabúi Glitnis. Blaðið hafði fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Glitnir HoldCo, eignarhaldsfélagið sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, fór fram á lögbann á umfjöllunina á grundvelli bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og var það sett á þann 13. október 2017, tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar það sama ár. „Stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum“ Lögbannið var afar umdeilt og sagði stjórn Blaðamannafélags Íslands það vera fullkomlega óskiljanlegt. Í ályktun stjórnarinnar var fullyrt að engir hagsmunir væru í húfi sem réttlættu slíkar aðgerðir og væri með þeim verið að leggja hömlur á tjáningarfrelsið í landinu. Slíkt væri sérstaklega alvarlegt í aðdraganda þingkosninga. „Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Það er ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum.“Forsíða Stundarinnar eftir að lögbann hafði verið sett á umfjöllun miðilsins úr gögnum Glitnis HoldCo.StundinTvöfaldur sigur Stundarinnar innan dómskerfisins Í kjölfarið höfðaði Glitnir HoldCo staðfestingarmál vegna lögbannsins á síðasta degi málshöfðunarfrestsins og var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af þeirri kröfu félagsins að afhenda gögnin og lögbannið dæmt ólögmætt í ljósi þess að umfjöllunin var sögð eiga erindi til almennings í aðdraganda kosninga. Eftir að dómur var kveðinn upp í málinu sagði Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavík Media, niðurstöðuna vera mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu. Lögbannið hélt þó áfram gildi út áfrýjunarfrestinn og ákvað Glitnir HoldCo að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. Þar var niðurstaða héraðsdóms staðfest og sagði í niðurstöðu dómsins að óskýrt væri hvaða gögn miðlinum bæri að afhenda þar sem ekki lægi fyrir að þau gögn sem félagið færi fram á væru þau sömu og fjölmiðlarnir hefðu undir höndum.Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/ElínHæstiréttur tekur málið fyrir Stundin hélt umfjöllun áfram eftir niðurstöðu Landsréttar þrátt fyrir að áfrýjunarfrestur væri ekki liðinn og var Bjarni Benediktsson á næstu forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni „Bannaðar fréttir birtar“. Þar var fjallað um viðskipti hans í aðdraganda hrunsins og sögðu ritstjórar Stundarinnar þá ákvörðun byggja á bæði lögfræðilegum og siðferðilegum grunni og einnig þeirri staðreynd að ekki væri gert ráð fyrir tilvist Landsréttar í lögbannslögum. Í lok nóvember á síðasta ári féllst Hæstiréttur á beiðni Glitnis HoldCo um að málið yrði tekið fyrir, rúmu ári eftir að lögbannið tók gildi. Hæstiréttur leit svo á að lögbannið sjálft væri fallið úr gildi og því væri ekki hægt að krefjast þess að lögbannið yrði staðfest með dómi. Hæstiréttur mun því taka fyrir þá kröfu félagsins um að viðurkennt verði að fjölmiðlum sé óheimilt að byggja á gögnunum í fréttaflutningi og að Stundinni og Reykjavík Media beri að afhenda gögnin. Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Gjaldþrota bankar hafi ekki ritstjórnarvald "Bannaðar fréttir birtar.“ Með þessum orðum kynnti Stundin áframhaldandi umfjöllun sína upp úr gögnum úr gamla Glitni, rúmu ári eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins úr Glitnisskjölunum. 26. október 2018 09:59 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Forsíða Stundarinnar svört Forsíða Stundarinnar er með óhefðbundnu sniði í dag. 20. október 2017 07:58 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf. gegn útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavík Media fer nú fram í Hæstarétti og hófst málflutningurinn klukkan níu. Ætla má að málflutningi ljúki nærri 11:30. Málið snýr að umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggir á gögnum úr þrotabúi Glitnis. Blaðið hafði fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Glitnir HoldCo, eignarhaldsfélagið sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, fór fram á lögbann á umfjöllunina á grundvelli bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og var það sett á þann 13. október 2017, tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar það sama ár. „Stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum“ Lögbannið var afar umdeilt og sagði stjórn Blaðamannafélags Íslands það vera fullkomlega óskiljanlegt. Í ályktun stjórnarinnar var fullyrt að engir hagsmunir væru í húfi sem réttlættu slíkar aðgerðir og væri með þeim verið að leggja hömlur á tjáningarfrelsið í landinu. Slíkt væri sérstaklega alvarlegt í aðdraganda þingkosninga. „Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Það er ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum.“Forsíða Stundarinnar eftir að lögbann hafði verið sett á umfjöllun miðilsins úr gögnum Glitnis HoldCo.StundinTvöfaldur sigur Stundarinnar innan dómskerfisins Í kjölfarið höfðaði Glitnir HoldCo staðfestingarmál vegna lögbannsins á síðasta degi málshöfðunarfrestsins og var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af þeirri kröfu félagsins að afhenda gögnin og lögbannið dæmt ólögmætt í ljósi þess að umfjöllunin var sögð eiga erindi til almennings í aðdraganda kosninga. Eftir að dómur var kveðinn upp í málinu sagði Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavík Media, niðurstöðuna vera mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu. Lögbannið hélt þó áfram gildi út áfrýjunarfrestinn og ákvað Glitnir HoldCo að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. Þar var niðurstaða héraðsdóms staðfest og sagði í niðurstöðu dómsins að óskýrt væri hvaða gögn miðlinum bæri að afhenda þar sem ekki lægi fyrir að þau gögn sem félagið færi fram á væru þau sömu og fjölmiðlarnir hefðu undir höndum.Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/ElínHæstiréttur tekur málið fyrir Stundin hélt umfjöllun áfram eftir niðurstöðu Landsréttar þrátt fyrir að áfrýjunarfrestur væri ekki liðinn og var Bjarni Benediktsson á næstu forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni „Bannaðar fréttir birtar“. Þar var fjallað um viðskipti hans í aðdraganda hrunsins og sögðu ritstjórar Stundarinnar þá ákvörðun byggja á bæði lögfræðilegum og siðferðilegum grunni og einnig þeirri staðreynd að ekki væri gert ráð fyrir tilvist Landsréttar í lögbannslögum. Í lok nóvember á síðasta ári féllst Hæstiréttur á beiðni Glitnis HoldCo um að málið yrði tekið fyrir, rúmu ári eftir að lögbannið tók gildi. Hæstiréttur leit svo á að lögbannið sjálft væri fallið úr gildi og því væri ekki hægt að krefjast þess að lögbannið yrði staðfest með dómi. Hæstiréttur mun því taka fyrir þá kröfu félagsins um að viðurkennt verði að fjölmiðlum sé óheimilt að byggja á gögnunum í fréttaflutningi og að Stundinni og Reykjavík Media beri að afhenda gögnin.
Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Gjaldþrota bankar hafi ekki ritstjórnarvald "Bannaðar fréttir birtar.“ Með þessum orðum kynnti Stundin áframhaldandi umfjöllun sína upp úr gögnum úr gamla Glitni, rúmu ári eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins úr Glitnisskjölunum. 26. október 2018 09:59 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Forsíða Stundarinnar svört Forsíða Stundarinnar er með óhefðbundnu sniði í dag. 20. október 2017 07:58 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30
Gjaldþrota bankar hafi ekki ritstjórnarvald "Bannaðar fréttir birtar.“ Með þessum orðum kynnti Stundin áframhaldandi umfjöllun sína upp úr gögnum úr gamla Glitni, rúmu ári eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins úr Glitnisskjölunum. 26. október 2018 09:59
Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42
Forsíða Stundarinnar svört Forsíða Stundarinnar er með óhefðbundnu sniði í dag. 20. október 2017 07:58