Gunnar kláraði þann bardaga með hengingartaki sem kemur lítið á óvart þar sem hann hefur unnið þrettán af sautján bardögum sínum sem atvinnumaður í gólfinu með því að hengja menn.
Afgreiðslan á Oliveira var sjöunda hengingartakið sem Gunnar klárar bardaga með UFC sem er met í veltivigtinni. Enginn hefur klárað fleiri bardaga í veltivigt UFC með slíkri aðferð.
Til heiðurs Gunnari og afburða getu hans í gólfglímu birti Facebook-síðu UFC skemmtilegt myndband í dag þar sem farið er yfir fimm bestu hengingartök Gunnars.
Það besta kom í sigrinum á Alan Jouban í Lundúnum á sama kvöldi fyrir tveimur árum. Gunnar náði þar góðu höggi í andlit Jouban, sparkaði hann svo í gólfið áður en hann tók fallöxina á Bandaríkjamanninn og kláraði bardagann.
Hér að neðan má sjá fimm bestu afgreiðslur Gunnars í UFC.