Ekki greinst ný mislingasmit Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2019 14:12 Fimm hafa greinst með mislinga hér á landi síðan um miðjan febrúar. fréttablaðið/anton brink Á samráðsfundi sóttvarnayfirvalda í morgun kom fram að ekki hafa greinst ný tilfelli mislinga. Tíu þúsund skammtar af bóluefni eru komnir í dreifingu á heilbrigðisstofnanir um land allt. Greint er frá þessu í frétt á vef Landlæknisembættisins. Nánari upplýsingar varðandi framkvæmd bólusetninganna verður hægt að finna á heimasíðum einstakra heilsugæslustöðva þegar þær liggja fyrir. Þá er sérstaklega tekið fram að bólusetningar geti valdið mislingalíkum útbrotum í um það bil 5% tilfella. Útbrotin og önnur möguleg einkenni eru oftast væg og eru mjög litlar líkur á smiti til annarra í slíkum tilfellum. Fimm hafa greinst með mislinga síðan hér á landi síðan um miðjan febrúar.Framkvæmd bólusetninga Sóttvarnalæknir hefur í samráði við umdæmis- og svæðislækna ákveðið eftirfarandi:Á svæðum þar sem mislingar hafa verið að greinast eins og á Austfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu þá verður lögð áhersla á að allir/flestir óbólusettir á aldrinum 6 mánaða til 49 ára (fæddir eftir 1970) fái eina bólusetningu. Bólusettir einstaklingar á aldrinum 6-12 mánaða þurfa bólusetningu nr. 2 við 18 mánaða aldur. Eldri en 12 mánaða þurfa bara eina bólusetningu (og svo aftur við 12 ára).Útsettir einstaklingar fái bólusetningu innan 72 klst. eftir útsetningu fyrir mislingum til að minnka líkur á veikindum.Útsettir einstaklingar og náinn umgangshópur þeirra sem fer í sóttkví fái bólusetningu jafnvel þó að þeir hafi verið bólusettir áður.Ekki á að bólusetja einstaklinga eldri en 49 ára (fæddir fyrir 1970) þar sem miklar líkur eru á að þeir hafi fengið mislinga á sínum tíma.Á svæðum þar sem mislingar hafa ekki greinst er mælt með bólusetningu óbólusettra einstaklinga 12 mánaða og eldri (ekki 6-12 mánaða).Ekki er talin ástæða til að bólusetja börn yngri en 12 mánaða sérstaklega vegna ferðalaga erlendis, nema í undantekningartilvikum til landa þar sem mislingar eru algengir en eftirfarandi 10 lönd eru með hæstu tíðni mislinga skv. upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni: Madagaskar, Úkraína, Indland, Brasilía, Filipseyjar, Venesúela, Taíland, Pakistan, Yemen og Ísrael.Með ofangreindum tilmælum er ekki verið að breyta almennum bólusetningum á Íslandi. Reglubundnar bólusetningar gegn mislingum eru áfram við 18 mánaða aldur og seinni sprauta við 12 ára aldur.Rétt er að árétta að staðfest eggjaofnæmi er ekki frábending gegn bólusetningu nema ef viðkomandi er með sögu um lífshættuleg ofnæmisviðbrögð. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Nítján mánaða drengur mögulega með mislinga Fyrir hafa fimm einstaklingar greinst með mislinga hér á landi síðan um miðjan febrúar. 13. mars 2019 12:50 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Á samráðsfundi sóttvarnayfirvalda í morgun kom fram að ekki hafa greinst ný tilfelli mislinga. Tíu þúsund skammtar af bóluefni eru komnir í dreifingu á heilbrigðisstofnanir um land allt. Greint er frá þessu í frétt á vef Landlæknisembættisins. Nánari upplýsingar varðandi framkvæmd bólusetninganna verður hægt að finna á heimasíðum einstakra heilsugæslustöðva þegar þær liggja fyrir. Þá er sérstaklega tekið fram að bólusetningar geti valdið mislingalíkum útbrotum í um það bil 5% tilfella. Útbrotin og önnur möguleg einkenni eru oftast væg og eru mjög litlar líkur á smiti til annarra í slíkum tilfellum. Fimm hafa greinst með mislinga síðan hér á landi síðan um miðjan febrúar.Framkvæmd bólusetninga Sóttvarnalæknir hefur í samráði við umdæmis- og svæðislækna ákveðið eftirfarandi:Á svæðum þar sem mislingar hafa verið að greinast eins og á Austfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu þá verður lögð áhersla á að allir/flestir óbólusettir á aldrinum 6 mánaða til 49 ára (fæddir eftir 1970) fái eina bólusetningu. Bólusettir einstaklingar á aldrinum 6-12 mánaða þurfa bólusetningu nr. 2 við 18 mánaða aldur. Eldri en 12 mánaða þurfa bara eina bólusetningu (og svo aftur við 12 ára).Útsettir einstaklingar fái bólusetningu innan 72 klst. eftir útsetningu fyrir mislingum til að minnka líkur á veikindum.Útsettir einstaklingar og náinn umgangshópur þeirra sem fer í sóttkví fái bólusetningu jafnvel þó að þeir hafi verið bólusettir áður.Ekki á að bólusetja einstaklinga eldri en 49 ára (fæddir fyrir 1970) þar sem miklar líkur eru á að þeir hafi fengið mislinga á sínum tíma.Á svæðum þar sem mislingar hafa ekki greinst er mælt með bólusetningu óbólusettra einstaklinga 12 mánaða og eldri (ekki 6-12 mánaða).Ekki er talin ástæða til að bólusetja börn yngri en 12 mánaða sérstaklega vegna ferðalaga erlendis, nema í undantekningartilvikum til landa þar sem mislingar eru algengir en eftirfarandi 10 lönd eru með hæstu tíðni mislinga skv. upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni: Madagaskar, Úkraína, Indland, Brasilía, Filipseyjar, Venesúela, Taíland, Pakistan, Yemen og Ísrael.Með ofangreindum tilmælum er ekki verið að breyta almennum bólusetningum á Íslandi. Reglubundnar bólusetningar gegn mislingum eru áfram við 18 mánaða aldur og seinni sprauta við 12 ára aldur.Rétt er að árétta að staðfest eggjaofnæmi er ekki frábending gegn bólusetningu nema ef viðkomandi er með sögu um lífshættuleg ofnæmisviðbrögð.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Nítján mánaða drengur mögulega með mislinga Fyrir hafa fimm einstaklingar greinst með mislinga hér á landi síðan um miðjan febrúar. 13. mars 2019 12:50 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15
Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46
Nítján mánaða drengur mögulega með mislinga Fyrir hafa fimm einstaklingar greinst með mislinga hér á landi síðan um miðjan febrúar. 13. mars 2019 12:50