Frostlögur er banvænn fyrir öll spendýr en hundurinn varð eins og gefur að skilja fárveikur og ekki útséð með hvort varanlegur skaði hefur orðið en hann hefur þurft mikla meðhöndlun eftir þetta og virðist á batavegi.
„Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur og við biðlum til allra að hafa augu og eyru opin varðandi umhverfi sitt og veiti lögreglu og MAST upplýsingar um grunsamlega hegðun sem geti bent til þess að viðkomandi sé viðriðinn þennan glæp,“ segir í færslu Dýraspítalans í Garðabæ á Facebook.
Eru eigendur hunda beðnir um að fylgjast vel með því hvar hundarnir þeirra eru að snuðra og kattaeigendur hvattir til að hafa augun hjá sér um grunsamlegt æti sem lagt er út.