Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Andri Eysteinsson skrifar 17. mars 2019 10:10 Vinir Zakaraia Bhuiyan, sem er enn saknað halda uppi myndum af honum í Christchurch. EPA/AAP Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. Lögreglan hefur ekki gefið út lista yfir fórnarlömb hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, en ljóst er að stór hluti fórnarlambanna voru flóttafólk sem taldi sig hafa fundið öruggt athvarf í Nýja Sjálandi.Höfðu sest að í Nýja Sjálandi í leit að betra lífi Egypsk yfirvöld hafa staðfest að fjórir egypskir ríkisborgarar, hafi látið lífið og sama má segja um jórdönsk yfirvöld. Þá hafa yfirvöld í Pakistan staðfest að sex ríkisborgarar hafi látið lífið, þar á meðal hinn fimmtíu ára gamli Naeem Rashid, sem sést á öryggismyndavélum Al Noor moskunnar gera tilraun til að fella byssumanninn Tarrant.Rashid, sem víða hefur verið kallaður hetja, starfaði sem kennari í Christchurch. Rashid var staddur í moskunni ásamt sonum sínum. Annar sona hans, hinn 21 árs gamli Talha Rashid var einnig myrtur en hinn liggur nú á sjúkrahúsi. Samfélag Sýrlendinga í Nýja Sjálandi staðfesti einnig að einn hinna látnu væri Khaled Mustafa, sem flúði ófremdarástandið í heimalandinu í fyrra og taldi sig hafa fundið öruggan stað til að vera á.Mustafa var einnig í moskunni ásamt sonum sínum, annar þeirra er illa særður og þurfti á skurðaðgerð að halda en ekki hefur tekist að hafa upp á hinum.Yngsta fórnarlambið þriggja ára drengur Þá var yngsta fórnarlamb hryðjuverkamannsins hinn þriggja ára gamli Mucad Ibrahim. Mucad var í moskunni ásamt eldri bróður sínum og föður sem báðir náðu að flýja af vettvangi árásarinnar.Ibrahim fjölskyldan hefur leitað að Mucad á sjúkrahúsum borgarinnar en án árangurs, telja þau því líklegast að Mucad, sem þau lýsa sem glaðlegum orkubolta, sé meðal hinna látnu. Lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt barn hafi látið lífið en fjöldi slasast, Cashmere HS skólinn í Christchurch hefur staðfest að tveir núverandi nemendur og einn fyrrum nemandi séu meðal þeirra sem er saknað. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12 Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Breska konungsfjölskyldan um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi: „Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað“ Hertogahjónin af Camebridge og Sussex hafa vottað aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í Nýja-Sjálandi samúð sína . 16. mars 2019 16:31 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. Lögreglan hefur ekki gefið út lista yfir fórnarlömb hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, en ljóst er að stór hluti fórnarlambanna voru flóttafólk sem taldi sig hafa fundið öruggt athvarf í Nýja Sjálandi.Höfðu sest að í Nýja Sjálandi í leit að betra lífi Egypsk yfirvöld hafa staðfest að fjórir egypskir ríkisborgarar, hafi látið lífið og sama má segja um jórdönsk yfirvöld. Þá hafa yfirvöld í Pakistan staðfest að sex ríkisborgarar hafi látið lífið, þar á meðal hinn fimmtíu ára gamli Naeem Rashid, sem sést á öryggismyndavélum Al Noor moskunnar gera tilraun til að fella byssumanninn Tarrant.Rashid, sem víða hefur verið kallaður hetja, starfaði sem kennari í Christchurch. Rashid var staddur í moskunni ásamt sonum sínum. Annar sona hans, hinn 21 árs gamli Talha Rashid var einnig myrtur en hinn liggur nú á sjúkrahúsi. Samfélag Sýrlendinga í Nýja Sjálandi staðfesti einnig að einn hinna látnu væri Khaled Mustafa, sem flúði ófremdarástandið í heimalandinu í fyrra og taldi sig hafa fundið öruggan stað til að vera á.Mustafa var einnig í moskunni ásamt sonum sínum, annar þeirra er illa særður og þurfti á skurðaðgerð að halda en ekki hefur tekist að hafa upp á hinum.Yngsta fórnarlambið þriggja ára drengur Þá var yngsta fórnarlamb hryðjuverkamannsins hinn þriggja ára gamli Mucad Ibrahim. Mucad var í moskunni ásamt eldri bróður sínum og föður sem báðir náðu að flýja af vettvangi árásarinnar.Ibrahim fjölskyldan hefur leitað að Mucad á sjúkrahúsum borgarinnar en án árangurs, telja þau því líklegast að Mucad, sem þau lýsa sem glaðlegum orkubolta, sé meðal hinna látnu. Lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt barn hafi látið lífið en fjöldi slasast, Cashmere HS skólinn í Christchurch hefur staðfest að tveir núverandi nemendur og einn fyrrum nemandi séu meðal þeirra sem er saknað.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12 Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Breska konungsfjölskyldan um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi: „Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað“ Hertogahjónin af Camebridge og Sussex hafa vottað aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í Nýja-Sjálandi samúð sína . 16. mars 2019 16:31 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Breska konungsfjölskyldan um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi: „Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað“ Hertogahjónin af Camebridge og Sussex hafa vottað aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í Nýja-Sjálandi samúð sína . 16. mars 2019 16:31