Breiða sáttin Guðmundur Steingrímsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Þegar ríkisstjórnin var mynduð var mikið talað um það af forsprökkum hennar að skapa ætti breiða sátt. Um væri að ræða ákaflega ólíka flokka og því heyrði það til mikilla tímamóta að þeir skyldu hafa ákveðið að slíðra sverðin og starfa saman pólanna á milli, eins og kallað var. Það er merkilegt hvað lítið hefur orðið úr þessari breiðu sátt. Katrín virðist kannski sátt við Bjarna og Svandís við Sigurð. Það er gott og blessað. Fólkið er ekki að munnhöggvast á þingi, eins og það væri væntanlega að gera núna ef það væri ekki saman í ríkisstjórn. Svo langt nær sáttin. En hún nær ekki mikið lengra.Mótmæli úti um allt Breiða sáttin átti væntanlega að ná út í þjóðfélagið. Það er ekki að sjá. Þvert á móti virðist ríkja mjög breitt ósætti. Hælisleitendur mótmæla á degi hverjum. Verkafólk er í baráttuhug og mundar verkfallsvopnið af áður óþekktri löngun, líkt og ósættið hafi soðið undir um árabil og sé loks að gjósa upp. Grunnskólanemar skrópa í skólum á föstudögum og fjölmenna niður í bæ til að mótmæla þeirri alvarlegu staðreynd að mannkynið er að kæfa sig sjálft í gróðurhúsalofttegundum og framtíðarútlit unga fólksins því vægast sagt dökkt. Satt að segja veit ég ekki almennilega hvort það sé hægt að finna beinlínis manneskju á Íslandi í dag sem er sátt. Hinn glaði Íslendingur er vandfundinn. Manni líður stundum eins og sá síðasti hressi á opinberum vettvangi hafi verið Hemmi Gunn.Vont einkenni Þetta er bagalegt einkenni á samfélagi. Sérstaklega forríku örsamfélagi norður í hafsauga. Það ætti að vera hægt að skapa nokkuð umfangsmikla sátt meðal hinna sárafáu íbúa með réttum áherslum og aðferðum. Það fer mikil orka í það að vera ósáttur. Dæs er orkusuga. Maður vill treysta samfélagi sínu. Maður vill búa í samfélagi þar sem málefnum hælisleitenda er sinnt af mannúð og víðsýni, en ekki piparúða. Maður vill tilheyra þjóðfélagi sem lítur á það sem frumskyldu að sjá til þess að vinnandi fólk geti lifað af launum sínum. Maður vill tilheyra þjóð sem er í fararbroddi í umhverfismálum og setur allt kapp á að vera öðrum þjóðum fordæmi. Ég gleymi því ekki þegar ég sat á þingi og nýkrýndur forsætisráðherra ákvað að ýta metnaðarfullum, og áður samþykktum tillögum um uppbyggingu græns hagkerfis á Íslandi til hliðar og setja fjármagnið í varðveislu torfbæja. Í ræðu sinni sagði hann að fátt væri grænna en torfbæir.Hvað og hvernig? Það er þetta sem ég á við. Augljósum kröfum tímans er mætt með skætingi. Deilur eru dyggð. Hungri er mætt með hagtölum. Neyð með kylfum. Dómur mannréttindadómstóls, sem hefur það hlutverk að vernda borgarana gegn valdmiklum stjórnvöldum sem ætíð hafa tilhneigingu til að misnota stöðu sína, er mætt með hundshaus. Spurningamerki reist við niðurstöðuna. Lítið um auðmýkt. Hvernig verður meiri sátt til? Jú, ég held að hún verði til dæmis sköpuð með því að ríkisstjórn sem sagðist ætla að skapa meiri sátt fari að íhuga af meiri þunga og alvöru hvernig hún geti náð því markmiði sínu. Eitt held ég að geti verið leiðarljós í þeirri vinnu: Að hlusta. Til að gera eitthvað af viti þarf að skilja og til að skilja þarf að hlusta. Hlusta á tif tíðarandans. Hlusta á fólk falla í fátæktargildrur. Hlusta á einstaklinga flýja til Íslands og mygla úr afskiptaleysi á Ásbrú. Hlusta á leiðann sem grípur um sig þegar ákvarðanir eru ekki réttar, þegar viðbrögð eru röng. Hlusta á vonbrigðin sem aðgerðarleysi getur valdið og særindin sem aðgerðir geta valdið. Hlusta á áhyggjur annarra. Hlusta á jörðina hitna. Hlusta á framtíðina versna.Þjóðfélagshvíslari Góð stjórnmálamanneskja er eins og þjóðfélagshvíslari. Hún horfir. Hún heyrir. Hún rýnir í. Hún leitar eftir. Hún trúir því líka — og þetta er erfitt á stundum — að innan um allan orðaflauminn, skoðanirnar, hrópin, köllin, jafnvel hatrið, birtist ætíð um síðir ákvörðun sem er kristaltær í sannleika sínum. Setningar verða til, aðgerðir verða til og þær eru góðar af einni og aðeins einni ástæðu: Þær gera heiminn betri, núna og til framtíðar. Þær auka sátt. Ég held að fólk á þingi hafi mismikla trú á því að þetta sé hægt. Ég gruna suma um að skeyta litlu um svona markmið. Á sumum bæjum virðist tilgangurinn fremur að halda völdum og skipta gæðum. Ég veit þó líka hitt, að á meðal forystufólks þjóðarinnar eru manneskjur sem vita vel að markmið stjórnmála er æðra og merkilegra en stundargróði fárra eða gæsla úreltra hagsmuna. Það veit vel að stjórnmál geta verið ægifögur. Staðreyndin er hins vegar sú að margt af þessu fólki er upptekið þessa stundina við að halda saman ríkisstjórn hinnar breiðu sáttar á meðan þjóðfélagið logar í ósætti. Það kalla ég rangan fókus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórnin var mynduð var mikið talað um það af forsprökkum hennar að skapa ætti breiða sátt. Um væri að ræða ákaflega ólíka flokka og því heyrði það til mikilla tímamóta að þeir skyldu hafa ákveðið að slíðra sverðin og starfa saman pólanna á milli, eins og kallað var. Það er merkilegt hvað lítið hefur orðið úr þessari breiðu sátt. Katrín virðist kannski sátt við Bjarna og Svandís við Sigurð. Það er gott og blessað. Fólkið er ekki að munnhöggvast á þingi, eins og það væri væntanlega að gera núna ef það væri ekki saman í ríkisstjórn. Svo langt nær sáttin. En hún nær ekki mikið lengra.Mótmæli úti um allt Breiða sáttin átti væntanlega að ná út í þjóðfélagið. Það er ekki að sjá. Þvert á móti virðist ríkja mjög breitt ósætti. Hælisleitendur mótmæla á degi hverjum. Verkafólk er í baráttuhug og mundar verkfallsvopnið af áður óþekktri löngun, líkt og ósættið hafi soðið undir um árabil og sé loks að gjósa upp. Grunnskólanemar skrópa í skólum á föstudögum og fjölmenna niður í bæ til að mótmæla þeirri alvarlegu staðreynd að mannkynið er að kæfa sig sjálft í gróðurhúsalofttegundum og framtíðarútlit unga fólksins því vægast sagt dökkt. Satt að segja veit ég ekki almennilega hvort það sé hægt að finna beinlínis manneskju á Íslandi í dag sem er sátt. Hinn glaði Íslendingur er vandfundinn. Manni líður stundum eins og sá síðasti hressi á opinberum vettvangi hafi verið Hemmi Gunn.Vont einkenni Þetta er bagalegt einkenni á samfélagi. Sérstaklega forríku örsamfélagi norður í hafsauga. Það ætti að vera hægt að skapa nokkuð umfangsmikla sátt meðal hinna sárafáu íbúa með réttum áherslum og aðferðum. Það fer mikil orka í það að vera ósáttur. Dæs er orkusuga. Maður vill treysta samfélagi sínu. Maður vill búa í samfélagi þar sem málefnum hælisleitenda er sinnt af mannúð og víðsýni, en ekki piparúða. Maður vill tilheyra þjóðfélagi sem lítur á það sem frumskyldu að sjá til þess að vinnandi fólk geti lifað af launum sínum. Maður vill tilheyra þjóð sem er í fararbroddi í umhverfismálum og setur allt kapp á að vera öðrum þjóðum fordæmi. Ég gleymi því ekki þegar ég sat á þingi og nýkrýndur forsætisráðherra ákvað að ýta metnaðarfullum, og áður samþykktum tillögum um uppbyggingu græns hagkerfis á Íslandi til hliðar og setja fjármagnið í varðveislu torfbæja. Í ræðu sinni sagði hann að fátt væri grænna en torfbæir.Hvað og hvernig? Það er þetta sem ég á við. Augljósum kröfum tímans er mætt með skætingi. Deilur eru dyggð. Hungri er mætt með hagtölum. Neyð með kylfum. Dómur mannréttindadómstóls, sem hefur það hlutverk að vernda borgarana gegn valdmiklum stjórnvöldum sem ætíð hafa tilhneigingu til að misnota stöðu sína, er mætt með hundshaus. Spurningamerki reist við niðurstöðuna. Lítið um auðmýkt. Hvernig verður meiri sátt til? Jú, ég held að hún verði til dæmis sköpuð með því að ríkisstjórn sem sagðist ætla að skapa meiri sátt fari að íhuga af meiri þunga og alvöru hvernig hún geti náð því markmiði sínu. Eitt held ég að geti verið leiðarljós í þeirri vinnu: Að hlusta. Til að gera eitthvað af viti þarf að skilja og til að skilja þarf að hlusta. Hlusta á tif tíðarandans. Hlusta á fólk falla í fátæktargildrur. Hlusta á einstaklinga flýja til Íslands og mygla úr afskiptaleysi á Ásbrú. Hlusta á leiðann sem grípur um sig þegar ákvarðanir eru ekki réttar, þegar viðbrögð eru röng. Hlusta á vonbrigðin sem aðgerðarleysi getur valdið og særindin sem aðgerðir geta valdið. Hlusta á áhyggjur annarra. Hlusta á jörðina hitna. Hlusta á framtíðina versna.Þjóðfélagshvíslari Góð stjórnmálamanneskja er eins og þjóðfélagshvíslari. Hún horfir. Hún heyrir. Hún rýnir í. Hún leitar eftir. Hún trúir því líka — og þetta er erfitt á stundum — að innan um allan orðaflauminn, skoðanirnar, hrópin, köllin, jafnvel hatrið, birtist ætíð um síðir ákvörðun sem er kristaltær í sannleika sínum. Setningar verða til, aðgerðir verða til og þær eru góðar af einni og aðeins einni ástæðu: Þær gera heiminn betri, núna og til framtíðar. Þær auka sátt. Ég held að fólk á þingi hafi mismikla trú á því að þetta sé hægt. Ég gruna suma um að skeyta litlu um svona markmið. Á sumum bæjum virðist tilgangurinn fremur að halda völdum og skipta gæðum. Ég veit þó líka hitt, að á meðal forystufólks þjóðarinnar eru manneskjur sem vita vel að markmið stjórnmála er æðra og merkilegra en stundargróði fárra eða gæsla úreltra hagsmuna. Það veit vel að stjórnmál geta verið ægifögur. Staðreyndin er hins vegar sú að margt af þessu fólki er upptekið þessa stundina við að halda saman ríkisstjórn hinnar breiðu sáttar á meðan þjóðfélagið logar í ósætti. Það kalla ég rangan fókus.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun