Er mennt máttur? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Það hefur verið almenn skoðun á Íslandi að menntun borgi sig, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Menntun er talin auka verðmætasköpun, framleiðslu og um leið almenna velmegun í samfélaginu. Hvað einstaklinginn snertir eykur menntun möguleika á vinnumarkaði. Það er spurning um hvort aukin menntun leiði til hærri tekna á Íslandi. Bent hefur verið á að háskólamenntun leiðir til einhverrar launahækkunar en ekki svo að hún borgi sig fjárhagslega. Langflestir sem stunda og hafa klárað háskólanám taka námslán til að framfleyta sér á meðan á námi stendur. Almenna reglan er að fólk byrjar að greiða af námslánum tveimur árum eftir námslok. Þeir sem greiða afborganir af námslánum mega búast við því að greiða ein útborguð mánaðarlaun á ári í afborganir og vexti þar sem afborganirnar eru tekjutengdar. Það getur verið þungur baggi að bera fyrir ungt fólk sem hefur varið nokkrum árum í háskólanám, að skulda milljónir í námslán og hefja endurgreiðslur sem samsvara einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Þetta sama fólk er oft í „pakkanum“, það er að koma sér upp húsnæði, eignast börn og vinnur langan vinnudag. Að skulda námslán getur dregið úr möguleikum fólks á að standast greiðslumat vegna fasteignakaupa. Ég legg því til að fólk sem borgar afborganir af námslánum fái að draga þær greiðslur að hluta til eða að öllu leyti frá skatti. Ég tel þetta fyrirkomulag auðvelda til muna fólki að eignast þak yfir höfuðið og það hvetur einnig ungt fólk í frekara nám sem kemur öllu samfélaginu til góða. Fyrir mér er þetta réttlætismál, að létta undir með ungu fólki sem er að nýta sína þekkingu samfélaginu til góða. Því skora ég á stéttarfélög, þó sérstaklega BHM, að fara fram á að afborgarnir af námslánum verði frádráttarbærar frá skatti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Það hefur verið almenn skoðun á Íslandi að menntun borgi sig, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Menntun er talin auka verðmætasköpun, framleiðslu og um leið almenna velmegun í samfélaginu. Hvað einstaklinginn snertir eykur menntun möguleika á vinnumarkaði. Það er spurning um hvort aukin menntun leiði til hærri tekna á Íslandi. Bent hefur verið á að háskólamenntun leiðir til einhverrar launahækkunar en ekki svo að hún borgi sig fjárhagslega. Langflestir sem stunda og hafa klárað háskólanám taka námslán til að framfleyta sér á meðan á námi stendur. Almenna reglan er að fólk byrjar að greiða af námslánum tveimur árum eftir námslok. Þeir sem greiða afborganir af námslánum mega búast við því að greiða ein útborguð mánaðarlaun á ári í afborganir og vexti þar sem afborganirnar eru tekjutengdar. Það getur verið þungur baggi að bera fyrir ungt fólk sem hefur varið nokkrum árum í háskólanám, að skulda milljónir í námslán og hefja endurgreiðslur sem samsvara einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Þetta sama fólk er oft í „pakkanum“, það er að koma sér upp húsnæði, eignast börn og vinnur langan vinnudag. Að skulda námslán getur dregið úr möguleikum fólks á að standast greiðslumat vegna fasteignakaupa. Ég legg því til að fólk sem borgar afborganir af námslánum fái að draga þær greiðslur að hluta til eða að öllu leyti frá skatti. Ég tel þetta fyrirkomulag auðvelda til muna fólki að eignast þak yfir höfuðið og það hvetur einnig ungt fólk í frekara nám sem kemur öllu samfélaginu til góða. Fyrir mér er þetta réttlætismál, að létta undir með ungu fólki sem er að nýta sína þekkingu samfélaginu til góða. Því skora ég á stéttarfélög, þó sérstaklega BHM, að fara fram á að afborgarnir af námslánum verði frádráttarbærar frá skatti.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar