Ísraelar sakaðir um að svipta Palestínumenn drykkjarvatni Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2019 12:35 Palestínskur drengur fær sér vatn. Vísir/EPA Sérstakur eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að ísraelsk stjórnvöld svipti Palestínumenn aðgangi að drykkjarvatni og stundi rányrkju á jörðum þeirra. Útþenslustefna ísraelsku ríkisstjórnarinnar á Vesturbakkanum haldi áfram á fullum dampi. Í ávarpi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf sagði Michael Lynk, sérstakur erindreki SÞ um mannréttinda á landsvæðum Palestínumanna, að á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm þúsund landtökumenn settust að á palestínsku landi á hverju ári. Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi ríkja telja landtöku Ísraelsmanna ólöglega. Lynk sagði að gengið hefði verið á vatnsbirgðir Palestínumanna og auðlindir. Vatnsskortur stuðlaði nú að heilbrigðisvandamálum hjá tveimur milljónum Palestínumanna á Gasaströndinni. Benti hann á að ísraelsk námufyrirtæki ynnu um sautján milljónir tonna af steini úr jörðum Palestínumanna á ári þrátt fyrir að alþjóðalög banni herveldum að nýta auðlindir hersetinna svæða. „Dauðahafið og ofgnótt náttúrulegra auðlinda þar, sem liggur að hluta innan hernuminna landsvæða Palestínumanna, mega Palestínumenn ekki nýta á sama tíma og ísraelsk fyrirtæki fá að nýta steinefnin í því sem virðist rányrkja,“ sagði Lynk. Sendinefnd Ísraela var ekki viðstödd ávarp Lynk og vísuðu til meintrar hlutdrægni gegn þeim. Sakaði hún Lynk um að vera þekktur málsvari Palestínumanna. „Í nýjustu farsakenndu skýrslu hans nær herra Lynk nýjum lægðum og sakar ríki gyðinga um þjófnað,“ sagði nefndin um ávarpið í yfirlýsingu til Reuters-fréttastofunnar. Ibrahim Khraishi, sendiherra Palestínumanna, hvatti Ísraela aftur á móti til þess að láta af rányrkju og það sem hann kallaði „þjófnað“ á landsvæðum Palestínumanna. Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Sérstakur eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að ísraelsk stjórnvöld svipti Palestínumenn aðgangi að drykkjarvatni og stundi rányrkju á jörðum þeirra. Útþenslustefna ísraelsku ríkisstjórnarinnar á Vesturbakkanum haldi áfram á fullum dampi. Í ávarpi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf sagði Michael Lynk, sérstakur erindreki SÞ um mannréttinda á landsvæðum Palestínumanna, að á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm þúsund landtökumenn settust að á palestínsku landi á hverju ári. Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi ríkja telja landtöku Ísraelsmanna ólöglega. Lynk sagði að gengið hefði verið á vatnsbirgðir Palestínumanna og auðlindir. Vatnsskortur stuðlaði nú að heilbrigðisvandamálum hjá tveimur milljónum Palestínumanna á Gasaströndinni. Benti hann á að ísraelsk námufyrirtæki ynnu um sautján milljónir tonna af steini úr jörðum Palestínumanna á ári þrátt fyrir að alþjóðalög banni herveldum að nýta auðlindir hersetinna svæða. „Dauðahafið og ofgnótt náttúrulegra auðlinda þar, sem liggur að hluta innan hernuminna landsvæða Palestínumanna, mega Palestínumenn ekki nýta á sama tíma og ísraelsk fyrirtæki fá að nýta steinefnin í því sem virðist rányrkja,“ sagði Lynk. Sendinefnd Ísraela var ekki viðstödd ávarp Lynk og vísuðu til meintrar hlutdrægni gegn þeim. Sakaði hún Lynk um að vera þekktur málsvari Palestínumanna. „Í nýjustu farsakenndu skýrslu hans nær herra Lynk nýjum lægðum og sakar ríki gyðinga um þjófnað,“ sagði nefndin um ávarpið í yfirlýsingu til Reuters-fréttastofunnar. Ibrahim Khraishi, sendiherra Palestínumanna, hvatti Ísraela aftur á móti til þess að láta af rányrkju og það sem hann kallaði „þjófnað“ á landsvæðum Palestínumanna.
Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira