Skipulag um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 19. mars 2019 08:00 Skipulagsákvarðanir móta umgjörð um okkar daglega líf, bæði okkar sem nú lifum og þeirra sem taka við. Byggingar og innviðir sem reist eru í dag eru líkleg til að standa í marga áratugi og jafnvel árhundruð. Ákvörðun sem tekin er í dag um nýja byggð, samgöngumannvirki eða ýmsa innviði aðra hefur þannig áhrif á hvernig við högum lífi okkar frá degi til dags til langrar framtíðar.Landsskipulagsstefna Þótt skipulagsgerð sé fyrst og fremst á ábyrgð sveitarfélaga er einnig sett fram stefna í skipulagsmálum á landsvísu. Landsskipulagsstefna er mótuð af Skipulagsstofnun fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra, í víðtæku samráðsferli. Landsskipulagsstefna er afgreidd af Alþingi sem þingsályktun. Gildandi landsskipulagsstefna var samþykkt á Alþingi árið 2016. Hún mótar almenna sýn í skipulagsmálum sem tekur til þéttbýlis, dreifbýlis, miðhálendisins og haf- og strandsvæða. Nú er að hefjast vinna við mótun viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem ætlunin er að beina sérstaklega sjónum að því hvernig best er hægt að vinna með loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í skipulagi byggðar og landnýtingar.Nýjar áherslur landsskipulagsstefnu Loftslagsbreytingar eru eins og þekkt er eitt brýnasta viðfangsefni samfélagsins á okkar tímum. Þar hafa skipulagsákvarðanir mikilvægt hlutverk. Með viðeigandi skipulagi getum við dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr ferðaþörf í daglegu lífi, auka hlut annarra ferðamáta en einkabílsins og styðja við orkuskipti. Við getum líka stuðlað að aukinni bindingu kolefnis með skipulagi sem leggur áherslu á varðveislu og endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt. Þá er ekki síður mikilvægt að skipulag taki á aðlögun að loftslagsbreytingum og tryggi viðnámsþol byggðar gagnvart þeim umhverfisbreytingum sem er að vænta vegna veðurfarsbreytinga, svo sem hækkaðs sjávarborðs. Landslag er einnig mikilvægt viðfangsefni skipulagsgerðar. Við alla mannvirkjagerð er mikilvægt að hugað sé að því hvernig staðbundin gæði sem felast í landslagi viðkomandi svæðis eru nýtt, sem og hvernig mannvirki falla að og sóma sér best í landi og skapa góða umgjörð um mannlíf á viðkomandi stað. Þetta á við hvort sem unnið er að skipulagsgerð í þéttbýli, dreifbýli eða óbyggðum. Skipulag byggðar hefur einnig áhrif á lýðheilsu með margvíslegum hætti. Útfærsla byggðar getur hvatt til útiveru og hreyfingar í daglegu lífi, stuðlað að vellíðan og skapað tækifæri til samveru, auk þess að tryggja heilnæmi umhverfisins almennt. Þetta getur birst í skipulagi göngu- og hjólastíga, í byggðamynstri sem styður almenningssamgöngur, í útivistarsvæðum, matjurtagörðum og aðgerðum til að bæta hljóðvist og loftgæði við stórar umferðaræðar. Einnig í aðgerðum til að tryggja umferðaröryggi og öryggi fólks gagnvart náttúruvá.Tækifæri til að taka þátt Núna í mars og fram í apríl verður til kynningar lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu þar sem sett er á blað hvernig fyrirhugað er að standa að mótun skipulagsstefnu um þessi þrjú mikilvægu viðfangsefni skipulagsmálanna – loftslag, landslag og lýðheilsu. Jafnframt verða haldnir samráðsfundir á sjö stöðum víðsvegar um landið, þar sem tækifæri gefst til að leggja á ráðin um þetta verkefni. Allir sem vilja láta sig þessi mál varða eru hvattir til að fylgjast með mótun landsskipulagsstefnu á landsskipulag.is og taka þátt í samráðsfundunum sem fram undan eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Skipulagsákvarðanir móta umgjörð um okkar daglega líf, bæði okkar sem nú lifum og þeirra sem taka við. Byggingar og innviðir sem reist eru í dag eru líkleg til að standa í marga áratugi og jafnvel árhundruð. Ákvörðun sem tekin er í dag um nýja byggð, samgöngumannvirki eða ýmsa innviði aðra hefur þannig áhrif á hvernig við högum lífi okkar frá degi til dags til langrar framtíðar.Landsskipulagsstefna Þótt skipulagsgerð sé fyrst og fremst á ábyrgð sveitarfélaga er einnig sett fram stefna í skipulagsmálum á landsvísu. Landsskipulagsstefna er mótuð af Skipulagsstofnun fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra, í víðtæku samráðsferli. Landsskipulagsstefna er afgreidd af Alþingi sem þingsályktun. Gildandi landsskipulagsstefna var samþykkt á Alþingi árið 2016. Hún mótar almenna sýn í skipulagsmálum sem tekur til þéttbýlis, dreifbýlis, miðhálendisins og haf- og strandsvæða. Nú er að hefjast vinna við mótun viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem ætlunin er að beina sérstaklega sjónum að því hvernig best er hægt að vinna með loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í skipulagi byggðar og landnýtingar.Nýjar áherslur landsskipulagsstefnu Loftslagsbreytingar eru eins og þekkt er eitt brýnasta viðfangsefni samfélagsins á okkar tímum. Þar hafa skipulagsákvarðanir mikilvægt hlutverk. Með viðeigandi skipulagi getum við dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr ferðaþörf í daglegu lífi, auka hlut annarra ferðamáta en einkabílsins og styðja við orkuskipti. Við getum líka stuðlað að aukinni bindingu kolefnis með skipulagi sem leggur áherslu á varðveislu og endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt. Þá er ekki síður mikilvægt að skipulag taki á aðlögun að loftslagsbreytingum og tryggi viðnámsþol byggðar gagnvart þeim umhverfisbreytingum sem er að vænta vegna veðurfarsbreytinga, svo sem hækkaðs sjávarborðs. Landslag er einnig mikilvægt viðfangsefni skipulagsgerðar. Við alla mannvirkjagerð er mikilvægt að hugað sé að því hvernig staðbundin gæði sem felast í landslagi viðkomandi svæðis eru nýtt, sem og hvernig mannvirki falla að og sóma sér best í landi og skapa góða umgjörð um mannlíf á viðkomandi stað. Þetta á við hvort sem unnið er að skipulagsgerð í þéttbýli, dreifbýli eða óbyggðum. Skipulag byggðar hefur einnig áhrif á lýðheilsu með margvíslegum hætti. Útfærsla byggðar getur hvatt til útiveru og hreyfingar í daglegu lífi, stuðlað að vellíðan og skapað tækifæri til samveru, auk þess að tryggja heilnæmi umhverfisins almennt. Þetta getur birst í skipulagi göngu- og hjólastíga, í byggðamynstri sem styður almenningssamgöngur, í útivistarsvæðum, matjurtagörðum og aðgerðum til að bæta hljóðvist og loftgæði við stórar umferðaræðar. Einnig í aðgerðum til að tryggja umferðaröryggi og öryggi fólks gagnvart náttúruvá.Tækifæri til að taka þátt Núna í mars og fram í apríl verður til kynningar lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu þar sem sett er á blað hvernig fyrirhugað er að standa að mótun skipulagsstefnu um þessi þrjú mikilvægu viðfangsefni skipulagsmálanna – loftslag, landslag og lýðheilsu. Jafnframt verða haldnir samráðsfundir á sjö stöðum víðsvegar um landið, þar sem tækifæri gefst til að leggja á ráðin um þetta verkefni. Allir sem vilja láta sig þessi mál varða eru hvattir til að fylgjast með mótun landsskipulagsstefnu á landsskipulag.is og taka þátt í samráðsfundunum sem fram undan eru.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun