Skipulag um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 19. mars 2019 08:00 Skipulagsákvarðanir móta umgjörð um okkar daglega líf, bæði okkar sem nú lifum og þeirra sem taka við. Byggingar og innviðir sem reist eru í dag eru líkleg til að standa í marga áratugi og jafnvel árhundruð. Ákvörðun sem tekin er í dag um nýja byggð, samgöngumannvirki eða ýmsa innviði aðra hefur þannig áhrif á hvernig við högum lífi okkar frá degi til dags til langrar framtíðar.Landsskipulagsstefna Þótt skipulagsgerð sé fyrst og fremst á ábyrgð sveitarfélaga er einnig sett fram stefna í skipulagsmálum á landsvísu. Landsskipulagsstefna er mótuð af Skipulagsstofnun fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra, í víðtæku samráðsferli. Landsskipulagsstefna er afgreidd af Alþingi sem þingsályktun. Gildandi landsskipulagsstefna var samþykkt á Alþingi árið 2016. Hún mótar almenna sýn í skipulagsmálum sem tekur til þéttbýlis, dreifbýlis, miðhálendisins og haf- og strandsvæða. Nú er að hefjast vinna við mótun viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem ætlunin er að beina sérstaklega sjónum að því hvernig best er hægt að vinna með loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í skipulagi byggðar og landnýtingar.Nýjar áherslur landsskipulagsstefnu Loftslagsbreytingar eru eins og þekkt er eitt brýnasta viðfangsefni samfélagsins á okkar tímum. Þar hafa skipulagsákvarðanir mikilvægt hlutverk. Með viðeigandi skipulagi getum við dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr ferðaþörf í daglegu lífi, auka hlut annarra ferðamáta en einkabílsins og styðja við orkuskipti. Við getum líka stuðlað að aukinni bindingu kolefnis með skipulagi sem leggur áherslu á varðveislu og endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt. Þá er ekki síður mikilvægt að skipulag taki á aðlögun að loftslagsbreytingum og tryggi viðnámsþol byggðar gagnvart þeim umhverfisbreytingum sem er að vænta vegna veðurfarsbreytinga, svo sem hækkaðs sjávarborðs. Landslag er einnig mikilvægt viðfangsefni skipulagsgerðar. Við alla mannvirkjagerð er mikilvægt að hugað sé að því hvernig staðbundin gæði sem felast í landslagi viðkomandi svæðis eru nýtt, sem og hvernig mannvirki falla að og sóma sér best í landi og skapa góða umgjörð um mannlíf á viðkomandi stað. Þetta á við hvort sem unnið er að skipulagsgerð í þéttbýli, dreifbýli eða óbyggðum. Skipulag byggðar hefur einnig áhrif á lýðheilsu með margvíslegum hætti. Útfærsla byggðar getur hvatt til útiveru og hreyfingar í daglegu lífi, stuðlað að vellíðan og skapað tækifæri til samveru, auk þess að tryggja heilnæmi umhverfisins almennt. Þetta getur birst í skipulagi göngu- og hjólastíga, í byggðamynstri sem styður almenningssamgöngur, í útivistarsvæðum, matjurtagörðum og aðgerðum til að bæta hljóðvist og loftgæði við stórar umferðaræðar. Einnig í aðgerðum til að tryggja umferðaröryggi og öryggi fólks gagnvart náttúruvá.Tækifæri til að taka þátt Núna í mars og fram í apríl verður til kynningar lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu þar sem sett er á blað hvernig fyrirhugað er að standa að mótun skipulagsstefnu um þessi þrjú mikilvægu viðfangsefni skipulagsmálanna – loftslag, landslag og lýðheilsu. Jafnframt verða haldnir samráðsfundir á sjö stöðum víðsvegar um landið, þar sem tækifæri gefst til að leggja á ráðin um þetta verkefni. Allir sem vilja láta sig þessi mál varða eru hvattir til að fylgjast með mótun landsskipulagsstefnu á landsskipulag.is og taka þátt í samráðsfundunum sem fram undan eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Sjá meira
Skipulagsákvarðanir móta umgjörð um okkar daglega líf, bæði okkar sem nú lifum og þeirra sem taka við. Byggingar og innviðir sem reist eru í dag eru líkleg til að standa í marga áratugi og jafnvel árhundruð. Ákvörðun sem tekin er í dag um nýja byggð, samgöngumannvirki eða ýmsa innviði aðra hefur þannig áhrif á hvernig við högum lífi okkar frá degi til dags til langrar framtíðar.Landsskipulagsstefna Þótt skipulagsgerð sé fyrst og fremst á ábyrgð sveitarfélaga er einnig sett fram stefna í skipulagsmálum á landsvísu. Landsskipulagsstefna er mótuð af Skipulagsstofnun fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra, í víðtæku samráðsferli. Landsskipulagsstefna er afgreidd af Alþingi sem þingsályktun. Gildandi landsskipulagsstefna var samþykkt á Alþingi árið 2016. Hún mótar almenna sýn í skipulagsmálum sem tekur til þéttbýlis, dreifbýlis, miðhálendisins og haf- og strandsvæða. Nú er að hefjast vinna við mótun viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem ætlunin er að beina sérstaklega sjónum að því hvernig best er hægt að vinna með loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í skipulagi byggðar og landnýtingar.Nýjar áherslur landsskipulagsstefnu Loftslagsbreytingar eru eins og þekkt er eitt brýnasta viðfangsefni samfélagsins á okkar tímum. Þar hafa skipulagsákvarðanir mikilvægt hlutverk. Með viðeigandi skipulagi getum við dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr ferðaþörf í daglegu lífi, auka hlut annarra ferðamáta en einkabílsins og styðja við orkuskipti. Við getum líka stuðlað að aukinni bindingu kolefnis með skipulagi sem leggur áherslu á varðveislu og endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt. Þá er ekki síður mikilvægt að skipulag taki á aðlögun að loftslagsbreytingum og tryggi viðnámsþol byggðar gagnvart þeim umhverfisbreytingum sem er að vænta vegna veðurfarsbreytinga, svo sem hækkaðs sjávarborðs. Landslag er einnig mikilvægt viðfangsefni skipulagsgerðar. Við alla mannvirkjagerð er mikilvægt að hugað sé að því hvernig staðbundin gæði sem felast í landslagi viðkomandi svæðis eru nýtt, sem og hvernig mannvirki falla að og sóma sér best í landi og skapa góða umgjörð um mannlíf á viðkomandi stað. Þetta á við hvort sem unnið er að skipulagsgerð í þéttbýli, dreifbýli eða óbyggðum. Skipulag byggðar hefur einnig áhrif á lýðheilsu með margvíslegum hætti. Útfærsla byggðar getur hvatt til útiveru og hreyfingar í daglegu lífi, stuðlað að vellíðan og skapað tækifæri til samveru, auk þess að tryggja heilnæmi umhverfisins almennt. Þetta getur birst í skipulagi göngu- og hjólastíga, í byggðamynstri sem styður almenningssamgöngur, í útivistarsvæðum, matjurtagörðum og aðgerðum til að bæta hljóðvist og loftgæði við stórar umferðaræðar. Einnig í aðgerðum til að tryggja umferðaröryggi og öryggi fólks gagnvart náttúruvá.Tækifæri til að taka þátt Núna í mars og fram í apríl verður til kynningar lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu þar sem sett er á blað hvernig fyrirhugað er að standa að mótun skipulagsstefnu um þessi þrjú mikilvægu viðfangsefni skipulagsmálanna – loftslag, landslag og lýðheilsu. Jafnframt verða haldnir samráðsfundir á sjö stöðum víðsvegar um landið, þar sem tækifæri gefst til að leggja á ráðin um þetta verkefni. Allir sem vilja láta sig þessi mál varða eru hvattir til að fylgjast með mótun landsskipulagsstefnu á landsskipulag.is og taka þátt í samráðsfundunum sem fram undan eru.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun