Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2019 13:00 Styttan af Jóni Sigurðssyni hlaðin skiltum á Austurvelli í gær. Vísir/vilhelm Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. Sagnfræðingur bendir á að slíkt sé engin nýlunda en ýmsir hópar, allt frá gamla Alþýðuflokknum til nasistahreyfingarinnar, hafa notfært sér ímynd Jóns í málflutningi og mótmælum frá því snemma á 20. öld. Hælisleitendur og flóttamenn hafa mótmælt á Austurvelli síðustu daga en tilkynntu um það í gær að þeir þyrftu frá að hverfa. Það vakti svo töluverða athygli, þennan síðasta dag mótmælanna, þegar mótmælendur settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli. Á skiltinu stóð „I‘m surrounded by marvelous people“ á ensku, eða „ég er umkringdur stórkostlegu fólki“ upp á íslensku.„Ótrúleg ósvífni“ og „til háborinnar skammar“ Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins birti mynd af styttunni með skiltið á Facebook í gær og sagði útganginn á henni „til háborinnar skammar“. Þá lýsti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, málinu sem „ótrúlegri ósvífni og ögrun“ og sagði það „óþolandi að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli […]“.Lögreglan verður að fá stuðning frá stjórnvöldum. Það er óþolandi, að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og misnoti íslenska fánann.— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) March 18, 2019 Aðrir bentu þó á að það væri engin nýlunda að Jón Sigurðsson væri notaður í mótmælum á Austurvelli. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar spurði í færslu á Facebook í gær hvort að gagnrýni þingmannanna skrifaðist ef til vill á það hverjir, þ.e. hælisleitendur, standi að mótmælunum. „Það er ekki móðgun við arfleifð okkar sem þjóðar þótt Jón fái tímabundið hlutverk í slíkum mótmælum. Austurvöllur og styttan af Jóni er táknmynd sjálfstæðis- og frelsisbaráttu okkar sem þjóðar. Það er ágætt að muna að rétturinn til að mótmæla er grundvallarréttur sem tryggður er, m.a. í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem við ræðum nú í þinginu af öðrum ástæðum. Við eigum alltaf að virða rétt allra til þess, óháð uppruna, kynþætti eða öðru,“ skrifaði Þorsteinn.Vafinn álpappír og klæddur bleiku Páll Björnsson sagnfræðingur er höfundur bókarinnar Jón forseti allur? sem kom út árið 2011. Í bókinni fer Páll yfir það hvernig landsmenn hafa nýtt sér minningu Jóns Sigurðssonar með fjölbreyttum hætti frá andláti hans árið 1879, m.a. með minnismerkjum, minjagripum og í pólitískum deilum.Baráttusamtökin Neyðarstjórn kvenna klæddu Jón Sigurðsson í bleikt haustið 2008. Konurnar mótmæltu á Austurvelli í kjölfar efnahagshrunsins og kröfðust aukinnar þátttöku kvenna í samfélaginu.Fréttablaðið/DaníelPáll tekur undir það sem áður hefur komið fram, þ.e. að það sé ekkert nýtt að fólk notfæri sér táknmynd Jóns forseta við mótmæli ýmiss konar. „Þetta eru orðnir einhverjir áratugir. Menn byrjuðu strax að vera með mótmæli við styttuna og það var strax þegar hún stóð við Stjórnarráðið. Þarna upp úr 1930 var hún flutt á Austurvöll. Til dæmis í mótmælunum í sambandi við fánamálið 1913 þá notuðu menn styttuna, voru með fána alveg við hana og í kringum hana. Svo eru menn alltaf með mótmælafundi við styttuna eftir að hún kemur á Austurvöll og eru þá með fánaborgir og annað við hana,“ segir Páll. „Til dæmis árið 1985 þá eru nemendur, framhaldsskólanemar, að mótmæla við styttuna og setja skólatösku upp á hana í fánalitunum og láta þá Jón tala fyrir sig. Það var 2002 sem hann var klæddur í álpappír gegn stóriðju og það var Neyðarstjórn kvenna sem klæddi hann í bleikt, það hefur verið haustið 2008. Og svo hafa menn verið að breyta styttunni með Photoshop, láta styttuna fella tár og hann hefur verið látinn vera í hjólastól. En það gera menn náttúrulega í blaðaauglýsingum og slíku.“Vilja meina að Jón væri í sínum flokki Þannig hafi Jón strax orðið að tákni snemma á 20. öld og fjölmargir mismunandi hópar notfært sér hann, bæði í mótmælum og í málflutningi. Í því samhengi hafi stjórnmálamenn gjarnan litið svo á að væri Jón enn á lífi, væri hann í þeirra flokki.Styttan á Austurvelli er ekki eina minnismerkið um Jón Sigurðsson sem notað hefur verið í pólitískum tilgangi. Kommúnistar sneru styttunni til veggjar eftir að stofnaðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu var samþykkt.Skjáskot/Timarit.is„Menn hafa verið með málflutning þar sem talað er jákvætt um Jón og lofsamað hann. Og litið svo á sjálfa sig sem eftirmenn hans, að Jón sé svona sporgöngumaður, og að viðkomandi sé að halda uppi fána hans. Þá skiptir það ekki máli hvort það hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, Framsókn, eða gamla Alþýðuflokknum, Sósíalistaflokknum eða jafnvel nasistahreyfingunni árin á milli stríða.“ Aðspurður segist Páll ekki hafa fjallað sérstaklega um gagnrýni í garð þeirra sem hafa notfært sér styttuna af Jóni á Austurvelli, og ímynd hans í öðrum myndum, í mótmælaskyni. Vel geti þó verið að eitthvað hafi verið um slíkt í gegnum tíðina líkt og nú. Alþingi Hælisleitendur Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. Sagnfræðingur bendir á að slíkt sé engin nýlunda en ýmsir hópar, allt frá gamla Alþýðuflokknum til nasistahreyfingarinnar, hafa notfært sér ímynd Jóns í málflutningi og mótmælum frá því snemma á 20. öld. Hælisleitendur og flóttamenn hafa mótmælt á Austurvelli síðustu daga en tilkynntu um það í gær að þeir þyrftu frá að hverfa. Það vakti svo töluverða athygli, þennan síðasta dag mótmælanna, þegar mótmælendur settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli. Á skiltinu stóð „I‘m surrounded by marvelous people“ á ensku, eða „ég er umkringdur stórkostlegu fólki“ upp á íslensku.„Ótrúleg ósvífni“ og „til háborinnar skammar“ Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins birti mynd af styttunni með skiltið á Facebook í gær og sagði útganginn á henni „til háborinnar skammar“. Þá lýsti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, málinu sem „ótrúlegri ósvífni og ögrun“ og sagði það „óþolandi að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli […]“.Lögreglan verður að fá stuðning frá stjórnvöldum. Það er óþolandi, að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og misnoti íslenska fánann.— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) March 18, 2019 Aðrir bentu þó á að það væri engin nýlunda að Jón Sigurðsson væri notaður í mótmælum á Austurvelli. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar spurði í færslu á Facebook í gær hvort að gagnrýni þingmannanna skrifaðist ef til vill á það hverjir, þ.e. hælisleitendur, standi að mótmælunum. „Það er ekki móðgun við arfleifð okkar sem þjóðar þótt Jón fái tímabundið hlutverk í slíkum mótmælum. Austurvöllur og styttan af Jóni er táknmynd sjálfstæðis- og frelsisbaráttu okkar sem þjóðar. Það er ágætt að muna að rétturinn til að mótmæla er grundvallarréttur sem tryggður er, m.a. í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem við ræðum nú í þinginu af öðrum ástæðum. Við eigum alltaf að virða rétt allra til þess, óháð uppruna, kynþætti eða öðru,“ skrifaði Þorsteinn.Vafinn álpappír og klæddur bleiku Páll Björnsson sagnfræðingur er höfundur bókarinnar Jón forseti allur? sem kom út árið 2011. Í bókinni fer Páll yfir það hvernig landsmenn hafa nýtt sér minningu Jóns Sigurðssonar með fjölbreyttum hætti frá andláti hans árið 1879, m.a. með minnismerkjum, minjagripum og í pólitískum deilum.Baráttusamtökin Neyðarstjórn kvenna klæddu Jón Sigurðsson í bleikt haustið 2008. Konurnar mótmæltu á Austurvelli í kjölfar efnahagshrunsins og kröfðust aukinnar þátttöku kvenna í samfélaginu.Fréttablaðið/DaníelPáll tekur undir það sem áður hefur komið fram, þ.e. að það sé ekkert nýtt að fólk notfæri sér táknmynd Jóns forseta við mótmæli ýmiss konar. „Þetta eru orðnir einhverjir áratugir. Menn byrjuðu strax að vera með mótmæli við styttuna og það var strax þegar hún stóð við Stjórnarráðið. Þarna upp úr 1930 var hún flutt á Austurvöll. Til dæmis í mótmælunum í sambandi við fánamálið 1913 þá notuðu menn styttuna, voru með fána alveg við hana og í kringum hana. Svo eru menn alltaf með mótmælafundi við styttuna eftir að hún kemur á Austurvöll og eru þá með fánaborgir og annað við hana,“ segir Páll. „Til dæmis árið 1985 þá eru nemendur, framhaldsskólanemar, að mótmæla við styttuna og setja skólatösku upp á hana í fánalitunum og láta þá Jón tala fyrir sig. Það var 2002 sem hann var klæddur í álpappír gegn stóriðju og það var Neyðarstjórn kvenna sem klæddi hann í bleikt, það hefur verið haustið 2008. Og svo hafa menn verið að breyta styttunni með Photoshop, láta styttuna fella tár og hann hefur verið látinn vera í hjólastól. En það gera menn náttúrulega í blaðaauglýsingum og slíku.“Vilja meina að Jón væri í sínum flokki Þannig hafi Jón strax orðið að tákni snemma á 20. öld og fjölmargir mismunandi hópar notfært sér hann, bæði í mótmælum og í málflutningi. Í því samhengi hafi stjórnmálamenn gjarnan litið svo á að væri Jón enn á lífi, væri hann í þeirra flokki.Styttan á Austurvelli er ekki eina minnismerkið um Jón Sigurðsson sem notað hefur verið í pólitískum tilgangi. Kommúnistar sneru styttunni til veggjar eftir að stofnaðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu var samþykkt.Skjáskot/Timarit.is„Menn hafa verið með málflutning þar sem talað er jákvætt um Jón og lofsamað hann. Og litið svo á sjálfa sig sem eftirmenn hans, að Jón sé svona sporgöngumaður, og að viðkomandi sé að halda uppi fána hans. Þá skiptir það ekki máli hvort það hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, Framsókn, eða gamla Alþýðuflokknum, Sósíalistaflokknum eða jafnvel nasistahreyfingunni árin á milli stríða.“ Aðspurður segist Páll ekki hafa fjallað sérstaklega um gagnrýni í garð þeirra sem hafa notfært sér styttuna af Jóni á Austurvelli, og ímynd hans í öðrum myndum, í mótmælaskyni. Vel geti þó verið að eitthvað hafi verið um slíkt í gegnum tíðina líkt og nú.
Alþingi Hælisleitendur Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00
Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55