Frítt í strætó á næsta „gráa degi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 16:26 Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta "gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta „gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. Þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sem segist hafa fundið fyrir því að fólk sé mjög spennt fyrir hugmyndinni. Fulltrúar Strætó bs hafa undanfarna mánuði unnið með heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, umhverfisráðuneytinu og fleiri aðilum, sem sinna loftgæðamálum, að því að finna lausn á loftgæðavandanum í Reykjavíkurborg. Aðspurður hvers vegna þau vilji gefa borgarbúum frítt í strætó á næsta „gráa degi“ svarar Guðmundur því til að þau vilji breyta viðhorfum borgarbúa til loftgæðamála.Eina leiðin til að minnka mengun er að hvíla bílinn „Við viljum breyta viðhorfum til loftgæðamála og fá fleiri til þess að taka almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Þetta snýst ekki bara um svifrykið heldur líka um loftmengunina sem kemur algjörlega frá bílaumferð, það er köfnunarefnisoxíið. Eina leiðin til að minnka mengunina er að hvíla bílinn. Það er ekkert flóknara en það. Við viljum skapa hugrenningartengsl hjá fólki þannig að þegar svona „gráir dagar“ koma þá hugsi fólk um að skilja bílinn eftir og nýta góða veðrið frekar til að labba, hjóla eða taka strætó.“ Fyrst um sinn verður aðeins um eitt skipti að ræða en Guðmundur segir að ef vel tekst til og margir nýti sér dagspassann í smáforritinu gæti það vel farið svo að þeim fjölgi dögunum sem það verður ókeypis í Strætó þegar loftgæði eru slæm. Heilbrigðiseftirlitið mun láta fulltrúa Strætó vita með góðum fyrirvara þegar það stefnir í „gráan dag“ í Reykjavíkurborg. Borgarbúar verða látnir vita með að minnsta kosti dagsfyrirvara að frítt verði í strætó þannig að þeir geti verið búnir að ákveða að skilja bílinn eftir heilan dag. Leggja til að ókeypis verði í strætó þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lagði fram tillögu í borgarstjórn í dag en í henni felst að borgin myndi beina þeim tilmælum til Strætó Bs að hafa frítt í strætó á „gráum dögum“. Hugmyndin er ein af sex liðum í tillögu Sjálfstæðisflokksins sem miðar að því að efla loftgæðin í borginni. Lagt er til að borgarstjórn samþykki umrædda stefnumörkun í loftgæðamálum til að skerpa á þeirri samþykkt sem borgarstjórn kom sér saman um fyrir sex mánuðum þess efnis að koma í veg fyrir að svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir tillögunni en fulltrúar í borgarstjórn ræða tillöguna í borgarstjórn þessa stundina. Reykjavík Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Sjá meira
Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta „gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. Þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sem segist hafa fundið fyrir því að fólk sé mjög spennt fyrir hugmyndinni. Fulltrúar Strætó bs hafa undanfarna mánuði unnið með heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, umhverfisráðuneytinu og fleiri aðilum, sem sinna loftgæðamálum, að því að finna lausn á loftgæðavandanum í Reykjavíkurborg. Aðspurður hvers vegna þau vilji gefa borgarbúum frítt í strætó á næsta „gráa degi“ svarar Guðmundur því til að þau vilji breyta viðhorfum borgarbúa til loftgæðamála.Eina leiðin til að minnka mengun er að hvíla bílinn „Við viljum breyta viðhorfum til loftgæðamála og fá fleiri til þess að taka almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Þetta snýst ekki bara um svifrykið heldur líka um loftmengunina sem kemur algjörlega frá bílaumferð, það er köfnunarefnisoxíið. Eina leiðin til að minnka mengunina er að hvíla bílinn. Það er ekkert flóknara en það. Við viljum skapa hugrenningartengsl hjá fólki þannig að þegar svona „gráir dagar“ koma þá hugsi fólk um að skilja bílinn eftir og nýta góða veðrið frekar til að labba, hjóla eða taka strætó.“ Fyrst um sinn verður aðeins um eitt skipti að ræða en Guðmundur segir að ef vel tekst til og margir nýti sér dagspassann í smáforritinu gæti það vel farið svo að þeim fjölgi dögunum sem það verður ókeypis í Strætó þegar loftgæði eru slæm. Heilbrigðiseftirlitið mun láta fulltrúa Strætó vita með góðum fyrirvara þegar það stefnir í „gráan dag“ í Reykjavíkurborg. Borgarbúar verða látnir vita með að minnsta kosti dagsfyrirvara að frítt verði í strætó þannig að þeir geti verið búnir að ákveða að skilja bílinn eftir heilan dag. Leggja til að ókeypis verði í strætó þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lagði fram tillögu í borgarstjórn í dag en í henni felst að borgin myndi beina þeim tilmælum til Strætó Bs að hafa frítt í strætó á „gráum dögum“. Hugmyndin er ein af sex liðum í tillögu Sjálfstæðisflokksins sem miðar að því að efla loftgæðin í borginni. Lagt er til að borgarstjórn samþykki umrædda stefnumörkun í loftgæðamálum til að skerpa á þeirri samþykkt sem borgarstjórn kom sér saman um fyrir sex mánuðum þess efnis að koma í veg fyrir að svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir tillögunni en fulltrúar í borgarstjórn ræða tillöguna í borgarstjórn þessa stundina.
Reykjavík Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Sjá meira
Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45
Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34
Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00
Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38