Að missa barn úr fíkniefnaneyslu er einu barni of mikið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. mars 2019 18:12 Félags- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á barnaverndarkerfinu sem meðal annars gera það að verkum að hægt verði að grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni leiðast út í fíkniefnaneyslu. Hann segir að hvert barn sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti sé einu barni of mikið.Sjá einnig:Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fréttastofan hefur fjallað um fíknivanda barna og ungmenna en helmingi fleiri unglingar yngri en 18 ára höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við árin þar á undan. Þá hafa þrefalt fleiri ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára leitað til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið þar á undan. Forvarnaraðilar segja ástandið grafalvarlegt og tekur félags og barnamálaráðherra undir áhyggjur Barnaverndarstofu, SÁÁ og Rauða krossins.Ásmundur Einar Daðason.Vísir/Stöð 2„Þetta er ofsalega dapurlegt og ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að samfélagið í heild taki höndum saman til þess að, bæði að bregðast hratt við þegar það snýr að meðferðum og öðru og eins gagnvart forvörnum, sagði Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu nú síðdegis.Áformað að styrkja meðferðarhlutann enn frekar Ásmundur segir að áformað sé að styrkja enn frekar meðferðarhlutann meðal annars í framkvæmdaáætlun um barnavernd sem ráðherra ætlar að leggja fram á næstu vikum, en með breytingum á barnaverndarkerfinu er meðal annars til skoðunar með hvaða hætti er hægt grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni eru í neyslu. „Heilt yfir held ég að við þurfum bara almennt að auka framboð á úrræðum til ungs fólks sem að leitar sér aðstoðar. Það er það sem við höfum verið að leita eftir að gera, bæði með því að vera styrkja við ný úrræði. Styrkja við úrræði eins og Hugarafl og fleiri aðila þannig að við getum gripið þessa krakka þegar að þau leita sér hjálpar og hjálpin og aðstoðin sé nærri,“ segir Ásmundur. Starfsmenn Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnið Rauða krossins á Íslandi að störfum í miðborginniVísir/Stöð 2Að missa ungan einstakling út af braut í lífinu með þessum hætti er einu barni of mikið Aldurshópurinn 18-20 ára, sem í raun er fallinn út úr eftirliti og út úr barnaverndarkerfinu er til sérstakrar skoðunar hjá ráðuneytinu. „Samkvæmt barnaverndarlögum að þá er heimilt að fylgja einstaklingum eftir sem hafa byrjað meðferð áður en þeir verða átján ára. Þetta er eitt af því sem við erum að skoða núna,“ segir Ásmundur. Til skoðunar er með hvaða hætti er hægt að bjóða úrræði innan barnaverndarkerfisins lengur heldur en orðið er. „Það er þannig að hvert barn sem að við missum og ungur einstaklingur sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti að það er einu barni of mikið,“ segir Ásmundur. Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. 19. mars 2019 11:00 Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. 17. mars 2019 22:15 Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á barnaverndarkerfinu sem meðal annars gera það að verkum að hægt verði að grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni leiðast út í fíkniefnaneyslu. Hann segir að hvert barn sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti sé einu barni of mikið.Sjá einnig:Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fréttastofan hefur fjallað um fíknivanda barna og ungmenna en helmingi fleiri unglingar yngri en 18 ára höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við árin þar á undan. Þá hafa þrefalt fleiri ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára leitað til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið þar á undan. Forvarnaraðilar segja ástandið grafalvarlegt og tekur félags og barnamálaráðherra undir áhyggjur Barnaverndarstofu, SÁÁ og Rauða krossins.Ásmundur Einar Daðason.Vísir/Stöð 2„Þetta er ofsalega dapurlegt og ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að samfélagið í heild taki höndum saman til þess að, bæði að bregðast hratt við þegar það snýr að meðferðum og öðru og eins gagnvart forvörnum, sagði Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu nú síðdegis.Áformað að styrkja meðferðarhlutann enn frekar Ásmundur segir að áformað sé að styrkja enn frekar meðferðarhlutann meðal annars í framkvæmdaáætlun um barnavernd sem ráðherra ætlar að leggja fram á næstu vikum, en með breytingum á barnaverndarkerfinu er meðal annars til skoðunar með hvaða hætti er hægt grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni eru í neyslu. „Heilt yfir held ég að við þurfum bara almennt að auka framboð á úrræðum til ungs fólks sem að leitar sér aðstoðar. Það er það sem við höfum verið að leita eftir að gera, bæði með því að vera styrkja við ný úrræði. Styrkja við úrræði eins og Hugarafl og fleiri aðila þannig að við getum gripið þessa krakka þegar að þau leita sér hjálpar og hjálpin og aðstoðin sé nærri,“ segir Ásmundur. Starfsmenn Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnið Rauða krossins á Íslandi að störfum í miðborginniVísir/Stöð 2Að missa ungan einstakling út af braut í lífinu með þessum hætti er einu barni of mikið Aldurshópurinn 18-20 ára, sem í raun er fallinn út úr eftirliti og út úr barnaverndarkerfinu er til sérstakrar skoðunar hjá ráðuneytinu. „Samkvæmt barnaverndarlögum að þá er heimilt að fylgja einstaklingum eftir sem hafa byrjað meðferð áður en þeir verða átján ára. Þetta er eitt af því sem við erum að skoða núna,“ segir Ásmundur. Til skoðunar er með hvaða hætti er hægt að bjóða úrræði innan barnaverndarkerfisins lengur heldur en orðið er. „Það er þannig að hvert barn sem að við missum og ungur einstaklingur sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti að það er einu barni of mikið,“ segir Ásmundur.
Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. 19. mars 2019 11:00 Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. 17. mars 2019 22:15 Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. 19. mars 2019 11:00
Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. 17. mars 2019 22:15
Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15