Sprenging er í sölu á blómkáli. Stærsti innflutningsaðili grænmetis á landinu, Bananar ehf., þurfti á dögunum að flytja blómkál með flugvél beint frá Hollandi.
Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana, segist áætla að salan hafi aukist um helming, jafnvel 50-60 prósent. „Það kom ein vika sem það kláraðist hjá okkur. En það er enginn skortur á framboði,“ segir hann um markaðinn í Evrópu.
Talið er að skyndilega aukna ásókn Íslendinga í blómkál megi rekja til ketó-mataræðis og/eða vinsælda lágkolvetnafæðis.
Fleiri tegundir grænmetis eru þessum eiginleikum gæddar, til dæmis spergilkál. Sala á því jókst hjá Innnesi um 19 prósent í janúar og febrúar. Merkjanleg aukning sé líka í sölu á kúrbít og eggaldinum. Hvort tveggja er afurð með mjög litlu kolvetnainnihaldi.
