Davíð bíður enn eftir ölinu sem hann keypti Ari Brynjólfsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Davíð Scheving Thorsteinsson segir spaugilegt að líta í baksýnisspegilinn nú þegar bjórinn hefur verið leyfður í þrjá áratugi. Fréttablaðið/Ernir Í dag eru liðin 30 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Alls seldust 340 þúsund dósir þann dag, eða ein og hálf dós á hvern landsmann. Mikið gekk á áður en bjórinn var loks leyfður. Einn áfangi var þegar Davíð Scheving Thorsteinsson var á leið heim frá Lúxemborg árið 1980 og reyndi að fara með bjór inn í landið. „Dóttir mín var flugfreyja og hún mátti koma með bjór inn í landið fyrir mig, en ekki ég. Ég gat ekki séð að þetta samrýmdist stjórnarskrá Íslands að einhverjir kjarasamningar gætu leyft sjómönnum og flugliðum að flytja inn vöru, en ekki almenningi. Það fauk bara í mig,“ segir Davíð. Hann ákvað því að kaupa kippu af bjór í fríhöfninni. „Ég setti bjórinn ofan á töskuna mína og fór inn í tollinn. Þeir sögðu að það mætti ekki fara í gegn með bjór. Ég átti að skrifa undir sátt og greiða sekt. Ég sagði nei því ég var ekkert sáttur.“ Í beinu framhaldi af uppákomunni skrifaði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi ráðherra, undir reglugerð sem leyfði almenningi að fara með bjór inn í landið. „Það er hann sem á heiðurinn af því en ekki ég,“ segir Davíð. Stefán Pálsson sagnfræðingur.geirixBjór, eða sterkt öl, var mjög umdeildur á þessum tíma og munaði litlu að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Davíð segir skrítið að líta í baksýnisspegilinn á þessum tímamótum. „Þetta er svo absúrd allt saman. Bara spaugilegt.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur segir málið flóknara en svo e að uppátæki Davíðs hafi eitt orðið til þess að grafa undan bjórbanninu. Á þessum tíma hafi orðið viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu. „Það sem skiptir meira máli en bjórsalan á flugvellinum var að utanlandsferðir verða miklu algengari. Utanlandsferðir urðu til þess að viðhorf Íslendinga til áfengis breyttust mjög mikið. Fólk uppgötvaði bjór og léttvín sem er talsverð þróun frá því að drekka bara brennivín,“ segir Stefán. Hann bætir við að 30 ára afmæli bjórsins séu stærri tímamót en fyrri afmæli, bæði í ljósi þess að nú er uppgangur í efnahagslífinu, bjórmenningin er orðin mjög rík fyrir utan að nú lendir stórafmælið á föstudegi. Davíð er enn að bíða eftir að fá kippuna sína frá ríkinu. „Ég hef aldrei fengið þann bjór til baka. Ríkið skuldar mér hann enn. Þeir gerðu hann upptækan og hvað þeir gerðu við hann veit ég ekki. Ég er búinn að bíða í 30 ár eftir að fá þessar sex flöskur,“ segir hann og hlær. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Í dag eru liðin 30 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Alls seldust 340 þúsund dósir þann dag, eða ein og hálf dós á hvern landsmann. Mikið gekk á áður en bjórinn var loks leyfður. Einn áfangi var þegar Davíð Scheving Thorsteinsson var á leið heim frá Lúxemborg árið 1980 og reyndi að fara með bjór inn í landið. „Dóttir mín var flugfreyja og hún mátti koma með bjór inn í landið fyrir mig, en ekki ég. Ég gat ekki séð að þetta samrýmdist stjórnarskrá Íslands að einhverjir kjarasamningar gætu leyft sjómönnum og flugliðum að flytja inn vöru, en ekki almenningi. Það fauk bara í mig,“ segir Davíð. Hann ákvað því að kaupa kippu af bjór í fríhöfninni. „Ég setti bjórinn ofan á töskuna mína og fór inn í tollinn. Þeir sögðu að það mætti ekki fara í gegn með bjór. Ég átti að skrifa undir sátt og greiða sekt. Ég sagði nei því ég var ekkert sáttur.“ Í beinu framhaldi af uppákomunni skrifaði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi ráðherra, undir reglugerð sem leyfði almenningi að fara með bjór inn í landið. „Það er hann sem á heiðurinn af því en ekki ég,“ segir Davíð. Stefán Pálsson sagnfræðingur.geirixBjór, eða sterkt öl, var mjög umdeildur á þessum tíma og munaði litlu að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Davíð segir skrítið að líta í baksýnisspegilinn á þessum tímamótum. „Þetta er svo absúrd allt saman. Bara spaugilegt.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur segir málið flóknara en svo e að uppátæki Davíðs hafi eitt orðið til þess að grafa undan bjórbanninu. Á þessum tíma hafi orðið viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu. „Það sem skiptir meira máli en bjórsalan á flugvellinum var að utanlandsferðir verða miklu algengari. Utanlandsferðir urðu til þess að viðhorf Íslendinga til áfengis breyttust mjög mikið. Fólk uppgötvaði bjór og léttvín sem er talsverð þróun frá því að drekka bara brennivín,“ segir Stefán. Hann bætir við að 30 ára afmæli bjórsins séu stærri tímamót en fyrri afmæli, bæði í ljósi þess að nú er uppgangur í efnahagslífinu, bjórmenningin er orðin mjög rík fyrir utan að nú lendir stórafmælið á föstudegi. Davíð er enn að bíða eftir að fá kippuna sína frá ríkinu. „Ég hef aldrei fengið þann bjór til baka. Ríkið skuldar mér hann enn. Þeir gerðu hann upptækan og hvað þeir gerðu við hann veit ég ekki. Ég er búinn að bíða í 30 ár eftir að fá þessar sex flöskur,“ segir hann og hlær.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent