Formaður VR segir verkalýðsfélög nauðbeygð í aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 14:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir verkalýðsfélögunum nauðugur sá kostur að boða til verkfalla til að þrýsta á körfur sínar gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Stærstu hótel landsins og hópbifreiðafyrirtækin séu mikilvæg í samfélaginu og vonandi dragi verkfallsboðun hjá þeim atvinnurekendur aftur að samningaborðinu. VR og Efling hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um röð verkfalla hjá tuttugu stærstu hótelunum og hópbifreiðafyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og í Hvergagerði. Aðgerðirnar munu fyrst um sinn standa yfir í einn dag og síðan þrjá og enda með allsherjarverkfalli hinn fyrsta maí. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til allsherjarverkfalls í apríl. Fyrstu sameiginlegu aðgerðir Eflingar og VR verða hinn 22. mars þegar félagsmenn félaganna fara í eins dags verkfall verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu, sem Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boðað verði til í næstu viku. Áhrif aðgerðanna yrðu mikil þar sem þær munu ná yfir stóran hluta starfsmanna tuttugu stærstu hótelanna sem og hópferðabílafyrirtækja og má því segja að ferðaþjónustan lamist. Aðgerðirnar stigmagnast síðan með tveggja daga verkfalli hinn 28. mars, þriggja daga verkföllum sem myndu hefjast 3., 9., 15. og 23. mars og enda í ótímabundnu verkfalli hinn 1. maí hafi ekki samist. Ragnar Þór segir ekki tilviljun að aðgerðir beinist að þessum hópi fyrirtækja. „Fyrst og fremst vegna þess að þarna myndi ég segja að hafi verið gríðarlegur uppgangur á kostnað vinnuaflsins. Þarna er launastrúktúrinn nánast byggður upp á strípuðum töxtum,” segir Ragnar Þór. Aðeins starfsmenn sem verkföllin munu ná til greiða atkvæði um verkföllin. En þau munu til að mynda ná til Fosshótela, Íslandshótela, Flugleiðahótela, KEA og fleiri stórra hótela. Ragnar Þór segir þetta vera fyrirtæki sem séu það mikilvæg í íslensku samfélagi að aðgerðir gegn þeim muni þrýsta viðsemjendum aftur að borðinu. „Þetta snýst í rauninni ekki um að fara í verkföll bara til að fara í verkföll. Þetta er mjög alvarlegur hlutur og það er enginn að leika sér í þessu. Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um boðun allsherjarverkfalls félagsmanna sinna. Atkvæðagreiðslan hefst hinn 29. mars og stendur til 5. apríl og ef verkfallsboðun verður samþykkt hæfist allsherjarverkfall félagsmanna á Akranesi hinn 12. apríl. Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Formaður VR segir verkalýðsfélögunum nauðugur sá kostur að boða til verkfalla til að þrýsta á körfur sínar gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Stærstu hótel landsins og hópbifreiðafyrirtækin séu mikilvæg í samfélaginu og vonandi dragi verkfallsboðun hjá þeim atvinnurekendur aftur að samningaborðinu. VR og Efling hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um röð verkfalla hjá tuttugu stærstu hótelunum og hópbifreiðafyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og í Hvergagerði. Aðgerðirnar munu fyrst um sinn standa yfir í einn dag og síðan þrjá og enda með allsherjarverkfalli hinn fyrsta maí. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til allsherjarverkfalls í apríl. Fyrstu sameiginlegu aðgerðir Eflingar og VR verða hinn 22. mars þegar félagsmenn félaganna fara í eins dags verkfall verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu, sem Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boðað verði til í næstu viku. Áhrif aðgerðanna yrðu mikil þar sem þær munu ná yfir stóran hluta starfsmanna tuttugu stærstu hótelanna sem og hópferðabílafyrirtækja og má því segja að ferðaþjónustan lamist. Aðgerðirnar stigmagnast síðan með tveggja daga verkfalli hinn 28. mars, þriggja daga verkföllum sem myndu hefjast 3., 9., 15. og 23. mars og enda í ótímabundnu verkfalli hinn 1. maí hafi ekki samist. Ragnar Þór segir ekki tilviljun að aðgerðir beinist að þessum hópi fyrirtækja. „Fyrst og fremst vegna þess að þarna myndi ég segja að hafi verið gríðarlegur uppgangur á kostnað vinnuaflsins. Þarna er launastrúktúrinn nánast byggður upp á strípuðum töxtum,” segir Ragnar Þór. Aðeins starfsmenn sem verkföllin munu ná til greiða atkvæði um verkföllin. En þau munu til að mynda ná til Fosshótela, Íslandshótela, Flugleiðahótela, KEA og fleiri stórra hótela. Ragnar Þór segir þetta vera fyrirtæki sem séu það mikilvæg í íslensku samfélagi að aðgerðir gegn þeim muni þrýsta viðsemjendum aftur að borðinu. „Þetta snýst í rauninni ekki um að fara í verkföll bara til að fara í verkföll. Þetta er mjög alvarlegur hlutur og það er enginn að leika sér í þessu. Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um boðun allsherjarverkfalls félagsmanna sinna. Atkvæðagreiðslan hefst hinn 29. mars og stendur til 5. apríl og ef verkfallsboðun verður samþykkt hæfist allsherjarverkfall félagsmanna á Akranesi hinn 12. apríl.
Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24