Hræðast áhrif yfirvofandi verkfallsaðgerða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2019 20:00 Ferðaþjónustuaðilar óttast að yfirvofandi verkfallsaðgerðir skaði samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum markaði. Þegar hafa borist afbókanir á hótel og spurst út til ferðamanna að hætta sé á verkföllum á næstunni. Áætlaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR munu hafa mikil áhrif á starfsemi tuttugu stærstu hótela og rútufyrirtækja. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Excursion, segir ferðaþjónustuna í alþjóðlegri samkeppni og hræðist að samkeppnishæfni Íslands verði slæm. Ferðamenn séu mikið að bóka ferðir á þessum tíma og þegar hafi spurst út fyrir landsteinana að hætta sé á verkfallsaðgerðum hér á landi. „Aðgerðunum er svolítið beint gegn því að valda dálítið miklum skaða áákveðnum álagstímum í okkar þjónustu. Það auðvitað kemur illa við okkur. Í tillögunum er til dæmis gert ráð fyrir að starfsmenn komi til vinnu í hádeginu. Eins og viðþekkjum þá koma flugvélarnar á morgnanna og svo auðvitað seinni partinn koma vélarnar inn. Þetta hefur vissulega mikil áhrif og getur skaðað okkur,“ segir Björn. Kristófer Oliversson, formaður félags í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/EgillHóteleigendur sem fréttastofa ræddi við í dag ætla nokkrir að bíða átekta eftir niðurstöðu félagsdóms, þá hvort atkvæðagreiðslan verði dæmd ólögleg. Aðrir hafa hafið undirbúning til að bregðast við verkfallinu 8. mars, svo gestir þeirra finni sem minnst fyrir því, þó án þess að brjóta verkfallslög. Borið hefur á afbókunum en þó ekki í miklu magni enn sem komið er að þeirra sögn. Vonin sé þó að ekki komi til verkfalla. „Auðvitað óttumst við það að markaðurinn verður skemmdur til lengdar. Það er það sem við óttumst. Þetta er mjög viðkvæmur markaður og mjög slæmur tími. Auðvitað er allur tími slæmur fyrir verkföll, en það er eiginlega staða sem getur ekki komið upp að fólki sé meinað aðgangur að hótelum þegar það er komið hingað til landsins,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar óttast að yfirvofandi verkfallsaðgerðir skaði samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum markaði. Þegar hafa borist afbókanir á hótel og spurst út til ferðamanna að hætta sé á verkföllum á næstunni. Áætlaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR munu hafa mikil áhrif á starfsemi tuttugu stærstu hótela og rútufyrirtækja. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Excursion, segir ferðaþjónustuna í alþjóðlegri samkeppni og hræðist að samkeppnishæfni Íslands verði slæm. Ferðamenn séu mikið að bóka ferðir á þessum tíma og þegar hafi spurst út fyrir landsteinana að hætta sé á verkfallsaðgerðum hér á landi. „Aðgerðunum er svolítið beint gegn því að valda dálítið miklum skaða áákveðnum álagstímum í okkar þjónustu. Það auðvitað kemur illa við okkur. Í tillögunum er til dæmis gert ráð fyrir að starfsmenn komi til vinnu í hádeginu. Eins og viðþekkjum þá koma flugvélarnar á morgnanna og svo auðvitað seinni partinn koma vélarnar inn. Þetta hefur vissulega mikil áhrif og getur skaðað okkur,“ segir Björn. Kristófer Oliversson, formaður félags í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/EgillHóteleigendur sem fréttastofa ræddi við í dag ætla nokkrir að bíða átekta eftir niðurstöðu félagsdóms, þá hvort atkvæðagreiðslan verði dæmd ólögleg. Aðrir hafa hafið undirbúning til að bregðast við verkfallinu 8. mars, svo gestir þeirra finni sem minnst fyrir því, þó án þess að brjóta verkfallslög. Borið hefur á afbókunum en þó ekki í miklu magni enn sem komið er að þeirra sögn. Vonin sé þó að ekki komi til verkfalla. „Auðvitað óttumst við það að markaðurinn verður skemmdur til lengdar. Það er það sem við óttumst. Þetta er mjög viðkvæmur markaður og mjög slæmur tími. Auðvitað er allur tími slæmur fyrir verkföll, en það er eiginlega staða sem getur ekki komið upp að fólki sé meinað aðgangur að hótelum þegar það er komið hingað til landsins,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24