Rúmar heimildir til að setja lög um makrílinn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. mars 2019 07:15 Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl. Fréttablaðið/GVA Gildandi lög sníða ráðherra þröngan stakk við úthlutun aflahlutdeilda í makríl. Löggjafinn hefur hins vegar rúmar heimildir til að ákveða veiðistjórnun og úthlutun hlutdeilda samkvæmt eigin mati að áliti starfshóps sjávarútvegsráðherra um aflahlutdeild í makríl. Starfshópinn skipaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, til að gera tillögur að viðbrögðum við dómum Hæstaréttar sem féllu í desember síðastliðnum um bótaskyldu ríkisins gagnvart útgerðarfélögum sem fengið höfðu minni úthlutun en skylt var á árunum 2011 til 2014 á grundvelli reglugerðar sem miðaði að því að opna á úthlutun til útgerða sem ekki höfðu veiðireynslu. Var þetta í ráðherratíð Jóns Bjarnasonar úr Vinstri grænum í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Samkvæmt samandregnum ályktunum starfshópsins er ráðherra aðeins heimilt að ákveða með reglugerð að miða aflahlutdeild í makríl við veiðireynslu þriggja bestu veiðitímabila af síðustu sex árum. Ef hann hins vegar gæfi út reglugerð sem miðaði við veiðireynslu allra þessara ára væri líklegt að hann skapaði ríkinu skaðabótaskyldu. Þrátt fyrir að slík reglugerð byggðist á fullnægjandi lagastoð myndi hún viðhalda því ólögmæta ástandi sem dómar Hæstaréttar grundvallast á að mati starfshópsins. Að mati starfshópsins hefur löggjafinn rúmar heimildir til veiðistjórnunar með vísan til fyrirvara í lögum um varanleika þeirra réttinda sem felast í úthlutun aflaheimilda. Þannig myndi lagasetning sem fæli í sér hóflega skerðingu á úthlutuðum eða væntum aflahlutdeildum, á grundvelli lögmætra markmiða og reist væri á efnislegum mælikvarða, ekki vera til þess fallin að skapa ríkinu bótaskyldu. Í áliti sínu reifar starfshópurinn fjóra valkosti um útfærslu slíkra lagabreytinga. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Gildandi lög sníða ráðherra þröngan stakk við úthlutun aflahlutdeilda í makríl. Löggjafinn hefur hins vegar rúmar heimildir til að ákveða veiðistjórnun og úthlutun hlutdeilda samkvæmt eigin mati að áliti starfshóps sjávarútvegsráðherra um aflahlutdeild í makríl. Starfshópinn skipaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, til að gera tillögur að viðbrögðum við dómum Hæstaréttar sem féllu í desember síðastliðnum um bótaskyldu ríkisins gagnvart útgerðarfélögum sem fengið höfðu minni úthlutun en skylt var á árunum 2011 til 2014 á grundvelli reglugerðar sem miðaði að því að opna á úthlutun til útgerða sem ekki höfðu veiðireynslu. Var þetta í ráðherratíð Jóns Bjarnasonar úr Vinstri grænum í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Samkvæmt samandregnum ályktunum starfshópsins er ráðherra aðeins heimilt að ákveða með reglugerð að miða aflahlutdeild í makríl við veiðireynslu þriggja bestu veiðitímabila af síðustu sex árum. Ef hann hins vegar gæfi út reglugerð sem miðaði við veiðireynslu allra þessara ára væri líklegt að hann skapaði ríkinu skaðabótaskyldu. Þrátt fyrir að slík reglugerð byggðist á fullnægjandi lagastoð myndi hún viðhalda því ólögmæta ástandi sem dómar Hæstaréttar grundvallast á að mati starfshópsins. Að mati starfshópsins hefur löggjafinn rúmar heimildir til veiðistjórnunar með vísan til fyrirvara í lögum um varanleika þeirra réttinda sem felast í úthlutun aflaheimilda. Þannig myndi lagasetning sem fæli í sér hóflega skerðingu á úthlutuðum eða væntum aflahlutdeildum, á grundvelli lögmætra markmiða og reist væri á efnislegum mælikvarða, ekki vera til þess fallin að skapa ríkinu bótaskyldu. Í áliti sínu reifar starfshópurinn fjóra valkosti um útfærslu slíkra lagabreytinga.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira