Forsætisráðherra segir þjóðina stadda í miðri á fjórðu iðnbyltingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2019 13:02 Ný tegund sjálfvirknivæðingar leiðir til uppbrots og verulegra breytinga á vinnumarkaði að mati nefndar forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna. Ráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld setji sér aðgerðaráætlun til lengri tíma enda muni breytingarnar hafa áhrif á nánast öll störf. Nefnd sem forsætisráðherra skipaði um mitt ár í fyrra og var falið að rýna umræðu um fjórðu iðnbyltinguna á alþjóðavettvangi, afleiðingar hennar fyrir íslenskt samfélag og tækifæri Íslands í þeim breytingum sem framunan eru greindi frá niðurstöðum sínum í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aukin aukna sjálfvirknivæðingu þegar hafna og muni hafa áhrif á nánast öll störf í framtíðinni. „Við erum bara í miðri á. Ég tel hins vegar að það sem við gerum núna muni geta skipt sköpum fyrir þá sem byggja íslenskt samfélag eftir tuttugu til þrjátíu á. Það skiptir máli hvaða ákvarðanir við tökum núna og að við séum að hugsa til lengri tíma,“ segir Katrín. Mikilvægt sé að stjórnvöld setji sér markmið til lengri tíma á fjölbreyttum sviðum. „Það skiptir máli að þessar áherslur skili sér inn í menntastefnuna. Það skiptir máli að við mótum okkar stefnu hvað varðar rannsóknir og nýsköpun út frá því hvernig við ætlum að takast á við tæknibyltinguna og sjálfvirknivæðinguna. Síðast en ekki síst skiptir máli hvernig við ætlum að leggja línurnar til að takast á við þær breytingar sem munu verða á vinnumarkaði,“ segir forsætisráðherra. En allar spár geri ráð fyrir að þær verði mjög miklar og því sé lögð áhersla á mikilvægi símenntunar í skýrslu nefndarinnar. „Þannig að fólk geti bætt við sig námi alla ævi og menntakerfið standi opið fyrir fólk. Síðan munum við sjá miklar breytingar á ýmsum öðrum störfum en þeim sem þegar er farið að sjálfvirknivæða. Það skiptir líka máli að vera meðvitaður um að það munu líka verða til ný störf,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Stj.mál Tækni Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Ný tegund sjálfvirknivæðingar leiðir til uppbrots og verulegra breytinga á vinnumarkaði að mati nefndar forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna. Ráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld setji sér aðgerðaráætlun til lengri tíma enda muni breytingarnar hafa áhrif á nánast öll störf. Nefnd sem forsætisráðherra skipaði um mitt ár í fyrra og var falið að rýna umræðu um fjórðu iðnbyltinguna á alþjóðavettvangi, afleiðingar hennar fyrir íslenskt samfélag og tækifæri Íslands í þeim breytingum sem framunan eru greindi frá niðurstöðum sínum í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aukin aukna sjálfvirknivæðingu þegar hafna og muni hafa áhrif á nánast öll störf í framtíðinni. „Við erum bara í miðri á. Ég tel hins vegar að það sem við gerum núna muni geta skipt sköpum fyrir þá sem byggja íslenskt samfélag eftir tuttugu til þrjátíu á. Það skiptir máli hvaða ákvarðanir við tökum núna og að við séum að hugsa til lengri tíma,“ segir Katrín. Mikilvægt sé að stjórnvöld setji sér markmið til lengri tíma á fjölbreyttum sviðum. „Það skiptir máli að þessar áherslur skili sér inn í menntastefnuna. Það skiptir máli að við mótum okkar stefnu hvað varðar rannsóknir og nýsköpun út frá því hvernig við ætlum að takast á við tæknibyltinguna og sjálfvirknivæðinguna. Síðast en ekki síst skiptir máli hvernig við ætlum að leggja línurnar til að takast á við þær breytingar sem munu verða á vinnumarkaði,“ segir forsætisráðherra. En allar spár geri ráð fyrir að þær verði mjög miklar og því sé lögð áhersla á mikilvægi símenntunar í skýrslu nefndarinnar. „Þannig að fólk geti bætt við sig námi alla ævi og menntakerfið standi opið fyrir fólk. Síðan munum við sjá miklar breytingar á ýmsum öðrum störfum en þeim sem þegar er farið að sjálfvirknivæða. Það skiptir líka máli að vera meðvitaður um að það munu líka verða til ný störf,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Stj.mál Tækni Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira