Yfir þúsund á aldrinum 21-24 ára á vanskilaskrá Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. mars 2019 19:45 Yfir þúsund manns á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fjögurra ára eru á vanskilaskrá. Þá hefur nýskráningum á vanskilaskrá farið fjölgandi á síðustu mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Lögfræðingur Credit info segir þróunina áhyggjuefni, leggja þurfi meiri áherslu á gott fjármálauppeldi. Í dag eru tæplega nítján þúsund manns á vanskilaskrá en fjöldinn hefur farið minnkandi undanfarin ár. Þar sem aðilar geta verið mislengi á vanskilaskrá gefa nýskráningar ef til vill betri mynd af þróun í samfélaginu. Á síðustu sex mánuðum hefur nýskráningum á vanskilaskrá verið að fjölga. Fjölgunin er nokkuð sambærileg í öllum aldursflokkum, nema í flokknum 60-69 ára en þar hefur nýskráningum fækkað. „Við erum að sjá fyrstu vísbendingar um það að fjölgun nýskráninga sé orðin að veruleika,” segir Sigríður Laufey Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Creditinfo. „Og það er í raun eftir að nýskráningum hefur fækkað síðustu ár þannig þetta er teikn um einhverjar breytingar akkúrat núna. Það ber að taka það fram að hún er lítil en sem komið er en þetta getur gefið vísbendingar um það sem koma skal.“ Flestar nýskráningar eru í hópnum 25 til 29 ára en á síðustu sex mánuðum voru þær 469 en þær voru 388 á sama tímabili fyrir ári. Þá fjölgaði nýskráðum í hópnum 18 til 20 ára úr 124 í 146 á milli ára. Athygli vekur að 166 ungmenni á aldrinum 18 - 20 ára eru á vanskilaskrá eins og staðan er í dag og yfir þúsund manns á aldrinum 21-24 ára. „Vissulega er þetta áhyggjuefni og þetta tengist til þess að við þurfum að fara horfa meira til fjármálalæsis og eins og ég vil kannski kalla fjármálauppeldi,” segir Sigríður Laufey. Unga fólkið sé ekki nógu meðvitað um að skráning á vanskilaskrá geti haft slæmar afleiðingar til framtíðar en Creditinfo hefur heimild til að nota fyrrum skráningar við gerð lánshæfismats í allt að fjögur ár. „Það er ekki þannig að þegar þú ert búin að borga viðkomandi kröfu og farin af vanskilaskránni þá sé sagan þín horfin.“ Hún telur að ein ástæða þróunarinnar sé gríðarleg fjölgun lánamöguleika en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru nú um fjörutíu lánveitendur hér á landi. „Það er orðin meiri sjálfvirkni í lánveitingum og slíkt þannig að aðgengið er orðið mun meira en það sem áður var.” Neytendur Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Yfir þúsund manns á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fjögurra ára eru á vanskilaskrá. Þá hefur nýskráningum á vanskilaskrá farið fjölgandi á síðustu mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Lögfræðingur Credit info segir þróunina áhyggjuefni, leggja þurfi meiri áherslu á gott fjármálauppeldi. Í dag eru tæplega nítján þúsund manns á vanskilaskrá en fjöldinn hefur farið minnkandi undanfarin ár. Þar sem aðilar geta verið mislengi á vanskilaskrá gefa nýskráningar ef til vill betri mynd af þróun í samfélaginu. Á síðustu sex mánuðum hefur nýskráningum á vanskilaskrá verið að fjölga. Fjölgunin er nokkuð sambærileg í öllum aldursflokkum, nema í flokknum 60-69 ára en þar hefur nýskráningum fækkað. „Við erum að sjá fyrstu vísbendingar um það að fjölgun nýskráninga sé orðin að veruleika,” segir Sigríður Laufey Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Creditinfo. „Og það er í raun eftir að nýskráningum hefur fækkað síðustu ár þannig þetta er teikn um einhverjar breytingar akkúrat núna. Það ber að taka það fram að hún er lítil en sem komið er en þetta getur gefið vísbendingar um það sem koma skal.“ Flestar nýskráningar eru í hópnum 25 til 29 ára en á síðustu sex mánuðum voru þær 469 en þær voru 388 á sama tímabili fyrir ári. Þá fjölgaði nýskráðum í hópnum 18 til 20 ára úr 124 í 146 á milli ára. Athygli vekur að 166 ungmenni á aldrinum 18 - 20 ára eru á vanskilaskrá eins og staðan er í dag og yfir þúsund manns á aldrinum 21-24 ára. „Vissulega er þetta áhyggjuefni og þetta tengist til þess að við þurfum að fara horfa meira til fjármálalæsis og eins og ég vil kannski kalla fjármálauppeldi,” segir Sigríður Laufey. Unga fólkið sé ekki nógu meðvitað um að skráning á vanskilaskrá geti haft slæmar afleiðingar til framtíðar en Creditinfo hefur heimild til að nota fyrrum skráningar við gerð lánshæfismats í allt að fjögur ár. „Það er ekki þannig að þegar þú ert búin að borga viðkomandi kröfu og farin af vanskilaskránni þá sé sagan þín horfin.“ Hún telur að ein ástæða þróunarinnar sé gríðarleg fjölgun lánamöguleika en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru nú um fjörutíu lánveitendur hér á landi. „Það er orðin meiri sjálfvirkni í lánveitingum og slíkt þannig að aðgengið er orðið mun meira en það sem áður var.”
Neytendur Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira