Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 3. mars 2019 12:02 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar telur mikilvægt að stjórnvöld endurskoði skattatillögur sínar til að liðka fyrir í kjaradeilu. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til þriggja ára segir kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins vera mun pólitískari en fyrri kjaradeilur. „Deilan er harðari og að einhverju leiti pólitískari en fyrri kjaradeilur. Það er kannski ábyrgðarhluti og beinlínis ólöglegt af verkalýðshreyfingunni að beina verkfallsaðgerðum og kjaradeilu beint að stjórnvöldum eða pólitískum álitaefnum,“ segir Þorsteinn. Hins vegar þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar sem féllu ekki í kramið hjá fulltrúum stéttarfélaganna. „Það er líka gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld leggi eitthvert raunverulegt virði inn í kjaraviðræðurnar. Ætli þau sér á annað borð að vera þátttakendur við borðið. Það er ekki annað að sjá en skattatillögur þeirra hafi algjörlega fallið um sig sjálfar og ekki fengið neinar undirtektir að hálfu samningsaðila. Ég vona að stjórnvöld verði tilbúin að endurskoða tillögurnar ég held að það sé raunveruleg þörf á því við borðið að það verði skattabreytingar sem komi sérstaklega þeim tekjulægstu til góða ef þær eiga að vera raunverulegt framlag til lausnar,“ segir hann. Þá bendir hann á fleiri þætti sem gætu liðkað til við samningaborðið. „Við fengum kannanir sem sýna að matarkarfan hér er 30-50% dýrari en í nágrannalöndum okkar. Það myndi heldur betur vera búbót og kjarabót fyrir launþega ef tækist að breya því. Og auðvitað svo vaxtastigið í landinu, við erum með tvöfalt til þrefalt hærra vaxtastig hér en í nágrannalöndum okkar sem bitnar á öllu. Húsnæðiskostnaði og vöruverði. Það væri gríðarleg kjarabót ef stjórnvöld kæmu með raunverulegar lausnir til að lækka vaxtastigið og matarverðið og kæmu með skattbreytingar,“ segir Þorsteinn Verkföll eigi ekki að snúast um hvað stjórnvöld eigi að gera. Þau eigi að snúast um kaup og kjör. Mikilvægt sé að samningsaðilar ræði saman og finni lausn á deilunni því hagkerfið þoli illa verkföll á þessum tíma. „Á sama tíma og við sjáum þessi miklu merki kólnunar í hagkerfinu og vandræði í ferðaþjónustunni þá er afar alvarlegt að við séum að jafnframt að stefna í harðar kjaradeilur og verkföll,“ segir Þorsteinn að lokum. Kjaramál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til þriggja ára segir kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins vera mun pólitískari en fyrri kjaradeilur. „Deilan er harðari og að einhverju leiti pólitískari en fyrri kjaradeilur. Það er kannski ábyrgðarhluti og beinlínis ólöglegt af verkalýðshreyfingunni að beina verkfallsaðgerðum og kjaradeilu beint að stjórnvöldum eða pólitískum álitaefnum,“ segir Þorsteinn. Hins vegar þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar sem féllu ekki í kramið hjá fulltrúum stéttarfélaganna. „Það er líka gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld leggi eitthvert raunverulegt virði inn í kjaraviðræðurnar. Ætli þau sér á annað borð að vera þátttakendur við borðið. Það er ekki annað að sjá en skattatillögur þeirra hafi algjörlega fallið um sig sjálfar og ekki fengið neinar undirtektir að hálfu samningsaðila. Ég vona að stjórnvöld verði tilbúin að endurskoða tillögurnar ég held að það sé raunveruleg þörf á því við borðið að það verði skattabreytingar sem komi sérstaklega þeim tekjulægstu til góða ef þær eiga að vera raunverulegt framlag til lausnar,“ segir hann. Þá bendir hann á fleiri þætti sem gætu liðkað til við samningaborðið. „Við fengum kannanir sem sýna að matarkarfan hér er 30-50% dýrari en í nágrannalöndum okkar. Það myndi heldur betur vera búbót og kjarabót fyrir launþega ef tækist að breya því. Og auðvitað svo vaxtastigið í landinu, við erum með tvöfalt til þrefalt hærra vaxtastig hér en í nágrannalöndum okkar sem bitnar á öllu. Húsnæðiskostnaði og vöruverði. Það væri gríðarleg kjarabót ef stjórnvöld kæmu með raunverulegar lausnir til að lækka vaxtastigið og matarverðið og kæmu með skattbreytingar,“ segir Þorsteinn Verkföll eigi ekki að snúast um hvað stjórnvöld eigi að gera. Þau eigi að snúast um kaup og kjör. Mikilvægt sé að samningsaðilar ræði saman og finni lausn á deilunni því hagkerfið þoli illa verkföll á þessum tíma. „Á sama tíma og við sjáum þessi miklu merki kólnunar í hagkerfinu og vandræði í ferðaþjónustunni þá er afar alvarlegt að við séum að jafnframt að stefna í harðar kjaradeilur og verkföll,“ segir Þorsteinn að lokum.
Kjaramál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira