Eiginmaður Shamimu Begum vill setjast að með henni í Hollandi Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 16:52 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Eiginmaður Shamimu Begum, táningsins sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS og hefur verið í fréttum undanfarið vegna tilrauna hennar til að snúa til baka, hefur lýst því yfir að hann vilji að hjónin fari ásamt syni sínum til Hollands og setjist þar að. Eiginmaður Begum, hinn 27 ára gamli Yago Riedijk greindi frá þeim draumum sínum í samtali við BBC en hann situr nú í kúrdísku fangelsi í norðurhluta Sýrlands. Riedijk sagði í sama viðtali hafa hafnað íslamska ríkinu og sagðist hafa þurft að þola pyntingar vegna gruns um að hann væri hollenskur njósnari. Riedijk og Begum eru talin hafa flúið borgina Baghuz sem var eitt síðasta vígi ISIS í austurhluta Sýrlands.Giftist Shamimu Begum þegar hún var fimmtán ára Riedijk giftist Begum nokkrum dögum eftir að hún kom til Sýrlands, þá var hún 15 ára gömul en Riedijk 23. Riedijk var boðið að giftast henni en spurður að því hvort honum fyndist það eðilegt að giftast 15 ára gamalli stúlku sagðist hann í fyrstu viljað hafna tilboðinu sökum aldurs hennar en eftir samtal við hana snerist honum hugur. Begum og Riedijk hafa eignast þrjú börn en tvö þeirra eru látin. Þriðja barnið, fæddist í síðasta mánuði en Begum hefur óskað eftir því að fá að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands, með barnið. Því hefur hinsvegar verið hafnað af stjórnvöldum og hefur innanríkisráðherrann Sajid Javid meðal annars hótað að svipta hana ríkisborgararétti. Begum hefur engan annan ríkisborgararétt og því væri slíkt óheimilt samkvæmt lögum Sameinuðu Þjóðanna.Á yfir höfði sér fangelsi snúi hann aftur til HollandsSamkvæmt Guardian hefur utanríkisráðuneyti Hollands lýst því yfir að ríkið veiti hollendingum sem barist hafa fyrir íslamska ríkið, enga aðstoð vilji þeir snúa heim að nýju. Komi til þess að hollenskur fyrrum vígamaður ISIS komi og leiti sér aðstoðar í sendiráði Hollands verði hann fluttur til landsins og sóttur til saka. Yago Riedijk sem hélt til Sýrlands frá borginni Arnhem hefur játað að hafa barist fyrir ISIS og ætti því von á sex ára fangelsisdómi snúi hann aftur til Hollands. Riedijk og Begum dvelja ekki á sama stað en eins og áður sagði er Riedijk í kúrdísku fangelsi en talið er að Begum hafi nýlega yfirgefið al-Hawl flóttamannabúðirnar eftir að henni voru sendar líflátshótanir. Bretland Holland Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Eiginmaður Shamimu Begum, táningsins sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS og hefur verið í fréttum undanfarið vegna tilrauna hennar til að snúa til baka, hefur lýst því yfir að hann vilji að hjónin fari ásamt syni sínum til Hollands og setjist þar að. Eiginmaður Begum, hinn 27 ára gamli Yago Riedijk greindi frá þeim draumum sínum í samtali við BBC en hann situr nú í kúrdísku fangelsi í norðurhluta Sýrlands. Riedijk sagði í sama viðtali hafa hafnað íslamska ríkinu og sagðist hafa þurft að þola pyntingar vegna gruns um að hann væri hollenskur njósnari. Riedijk og Begum eru talin hafa flúið borgina Baghuz sem var eitt síðasta vígi ISIS í austurhluta Sýrlands.Giftist Shamimu Begum þegar hún var fimmtán ára Riedijk giftist Begum nokkrum dögum eftir að hún kom til Sýrlands, þá var hún 15 ára gömul en Riedijk 23. Riedijk var boðið að giftast henni en spurður að því hvort honum fyndist það eðilegt að giftast 15 ára gamalli stúlku sagðist hann í fyrstu viljað hafna tilboðinu sökum aldurs hennar en eftir samtal við hana snerist honum hugur. Begum og Riedijk hafa eignast þrjú börn en tvö þeirra eru látin. Þriðja barnið, fæddist í síðasta mánuði en Begum hefur óskað eftir því að fá að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands, með barnið. Því hefur hinsvegar verið hafnað af stjórnvöldum og hefur innanríkisráðherrann Sajid Javid meðal annars hótað að svipta hana ríkisborgararétti. Begum hefur engan annan ríkisborgararétt og því væri slíkt óheimilt samkvæmt lögum Sameinuðu Þjóðanna.Á yfir höfði sér fangelsi snúi hann aftur til HollandsSamkvæmt Guardian hefur utanríkisráðuneyti Hollands lýst því yfir að ríkið veiti hollendingum sem barist hafa fyrir íslamska ríkið, enga aðstoð vilji þeir snúa heim að nýju. Komi til þess að hollenskur fyrrum vígamaður ISIS komi og leiti sér aðstoðar í sendiráði Hollands verði hann fluttur til landsins og sóttur til saka. Yago Riedijk sem hélt til Sýrlands frá borginni Arnhem hefur játað að hafa barist fyrir ISIS og ætti því von á sex ára fangelsisdómi snúi hann aftur til Hollands. Riedijk og Begum dvelja ekki á sama stað en eins og áður sagði er Riedijk í kúrdísku fangelsi en talið er að Begum hafi nýlega yfirgefið al-Hawl flóttamannabúðirnar eftir að henni voru sendar líflátshótanir.
Bretland Holland Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29
Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00