Bandaríkin krefja Pakistan um svör vegna herflugvélar Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 19:01 Hér má sjá F-16 herflugvél á flugi. Getty/Anadolu Agency Bandarísk stjórnvöld leita svara við fyrirspurn sinni um hvort F-16 herflugvél, sem smíðuð er í Bandaríkjunum, hafi verið notuð af pakistanska hernum til að skjóta niður indverska herflugvél síðasta miðvikudag. Reuters greinir frá. Hafi svo verið þykir það brjóta gegn samkomulagi milli Bandaríkjanna og Pakistan sem sett var vegna vopnasölu milli þjóðanna. Mikil átök hafa geisað milli Indlands og Pakistan í Kashmir-héraði. Báðar þjóðir hafa varpað sprengjum í vikunni og í miðri viku var indverskri vél grandað og flugmaður hennar handtekinn af Pakistönum. Tveimur dögum síðar var flugmanninn þó sleppt og þótti það til marks um að draga myndi úr átökunum. Ástandið er þó enn eldfimt.Indverjar segja bara F-16 koma til greina Sama dag og indversku vélinni var grandað neitaði talsmaður pakistanska hersins því að F-16 vél hafi skotið indversku vélina niður. F-16 vélar eru smíðaðar af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin og keyptu Pakistönsk yfirvöld slíkar vélar frá Bandarískum kollegum sínum. Bandaríkin seldu Pakistönum vélarnar en settu takmörk á í hvaða tilgangi vélarnar má nota. Degi eftir að vélin var skotin niður birtu indversk stjórnvöld gögn sem benda til þess að loftskeytið sem grandaði indversku vélinni geti einungis hafa komið úr F-16 herflugvél en ekki frá kínverskri JF-17 vél, en pakistanski herinn hefur einungis tvær gerðir herflugvéla. Bandaríkjastjórn leitar nú frekari upplýsinga um málið og lítur það alvarlegum augum. Bandaríkin Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld leita svara við fyrirspurn sinni um hvort F-16 herflugvél, sem smíðuð er í Bandaríkjunum, hafi verið notuð af pakistanska hernum til að skjóta niður indverska herflugvél síðasta miðvikudag. Reuters greinir frá. Hafi svo verið þykir það brjóta gegn samkomulagi milli Bandaríkjanna og Pakistan sem sett var vegna vopnasölu milli þjóðanna. Mikil átök hafa geisað milli Indlands og Pakistan í Kashmir-héraði. Báðar þjóðir hafa varpað sprengjum í vikunni og í miðri viku var indverskri vél grandað og flugmaður hennar handtekinn af Pakistönum. Tveimur dögum síðar var flugmanninn þó sleppt og þótti það til marks um að draga myndi úr átökunum. Ástandið er þó enn eldfimt.Indverjar segja bara F-16 koma til greina Sama dag og indversku vélinni var grandað neitaði talsmaður pakistanska hersins því að F-16 vél hafi skotið indversku vélina niður. F-16 vélar eru smíðaðar af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin og keyptu Pakistönsk yfirvöld slíkar vélar frá Bandarískum kollegum sínum. Bandaríkin seldu Pakistönum vélarnar en settu takmörk á í hvaða tilgangi vélarnar má nota. Degi eftir að vélin var skotin niður birtu indversk stjórnvöld gögn sem benda til þess að loftskeytið sem grandaði indversku vélinni geti einungis hafa komið úr F-16 herflugvél en ekki frá kínverskri JF-17 vél, en pakistanski herinn hefur einungis tvær gerðir herflugvéla. Bandaríkjastjórn leitar nú frekari upplýsinga um málið og lítur það alvarlegum augum.
Bandaríkin Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00