Bandaríkin krefja Pakistan um svör vegna herflugvélar Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 19:01 Hér má sjá F-16 herflugvél á flugi. Getty/Anadolu Agency Bandarísk stjórnvöld leita svara við fyrirspurn sinni um hvort F-16 herflugvél, sem smíðuð er í Bandaríkjunum, hafi verið notuð af pakistanska hernum til að skjóta niður indverska herflugvél síðasta miðvikudag. Reuters greinir frá. Hafi svo verið þykir það brjóta gegn samkomulagi milli Bandaríkjanna og Pakistan sem sett var vegna vopnasölu milli þjóðanna. Mikil átök hafa geisað milli Indlands og Pakistan í Kashmir-héraði. Báðar þjóðir hafa varpað sprengjum í vikunni og í miðri viku var indverskri vél grandað og flugmaður hennar handtekinn af Pakistönum. Tveimur dögum síðar var flugmanninn þó sleppt og þótti það til marks um að draga myndi úr átökunum. Ástandið er þó enn eldfimt.Indverjar segja bara F-16 koma til greina Sama dag og indversku vélinni var grandað neitaði talsmaður pakistanska hersins því að F-16 vél hafi skotið indversku vélina niður. F-16 vélar eru smíðaðar af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin og keyptu Pakistönsk yfirvöld slíkar vélar frá Bandarískum kollegum sínum. Bandaríkin seldu Pakistönum vélarnar en settu takmörk á í hvaða tilgangi vélarnar má nota. Degi eftir að vélin var skotin niður birtu indversk stjórnvöld gögn sem benda til þess að loftskeytið sem grandaði indversku vélinni geti einungis hafa komið úr F-16 herflugvél en ekki frá kínverskri JF-17 vél, en pakistanski herinn hefur einungis tvær gerðir herflugvéla. Bandaríkjastjórn leitar nú frekari upplýsinga um málið og lítur það alvarlegum augum. Bandaríkin Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld leita svara við fyrirspurn sinni um hvort F-16 herflugvél, sem smíðuð er í Bandaríkjunum, hafi verið notuð af pakistanska hernum til að skjóta niður indverska herflugvél síðasta miðvikudag. Reuters greinir frá. Hafi svo verið þykir það brjóta gegn samkomulagi milli Bandaríkjanna og Pakistan sem sett var vegna vopnasölu milli þjóðanna. Mikil átök hafa geisað milli Indlands og Pakistan í Kashmir-héraði. Báðar þjóðir hafa varpað sprengjum í vikunni og í miðri viku var indverskri vél grandað og flugmaður hennar handtekinn af Pakistönum. Tveimur dögum síðar var flugmanninn þó sleppt og þótti það til marks um að draga myndi úr átökunum. Ástandið er þó enn eldfimt.Indverjar segja bara F-16 koma til greina Sama dag og indversku vélinni var grandað neitaði talsmaður pakistanska hersins því að F-16 vél hafi skotið indversku vélina niður. F-16 vélar eru smíðaðar af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin og keyptu Pakistönsk yfirvöld slíkar vélar frá Bandarískum kollegum sínum. Bandaríkin seldu Pakistönum vélarnar en settu takmörk á í hvaða tilgangi vélarnar má nota. Degi eftir að vélin var skotin niður birtu indversk stjórnvöld gögn sem benda til þess að loftskeytið sem grandaði indversku vélinni geti einungis hafa komið úr F-16 herflugvél en ekki frá kínverskri JF-17 vél, en pakistanski herinn hefur einungis tvær gerðir herflugvéla. Bandaríkjastjórn leitar nú frekari upplýsinga um málið og lítur það alvarlegum augum.
Bandaríkin Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00