Eðlilegt að beina sjónum að stjórnvöldum varðandi skatta Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. mars 2019 08:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ, kemur hér af fundi þar sem skattatillögur stjórnvalda voru kynntar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Skattar eru auðvitað háðir lögum þannig að þetta hlýtur að beinast gegn ríkisvaldinu, hvernig lögum er breytt til að breyta skattbyrði. Við höfum svo sem ekkert farið í það hvort það sé skynsamlegt að hækka eða lækka útsvar,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Alþýðusambandið hefur beint tillögum um breytingar á skattkerfinu til stjórnvalda sem ganga út á að létta skattbyrði lág- og millitekjuhópa og jafnframt lýst yfir vonbrigðum með framkomnar skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Nokkur umræða hefur skapast undanfarið um hlutverk sveitarfélaga þegar kemur að aðgerðum til að liðka fyrir kjarasamningum. Í frétt blaðsins í síðustu viku höfnuðu þau Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, því að sveitarfélög gætu komið að lausn kjarasamninga með skattalækkunum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók undir það sjónarmið í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Öll þrjú eru þeirrar skoðunar að fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga sé með þeim hætti að ekki sé hægt að lækka tekjur sveitarfélaga nema með því að skerða þjónustu. Drífa bendir á að þótt sveitarfélögin ákveði útsvarsprósentuna þá ákveði ríkið skiptingu tekna, hámark útsvars og framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Þannig er það eðlilegt að beina sjónum sínum að stjórnvöldum.“ ASÍ telji að skoða mætti fjármagnstekjuskattinn þannig að þeir sem komi sér undan tekjuskatti með því að skapa sér fjármagnstekjur greiði líka útsvar. „Það hlýtur að vera svakalegt að vera að reka sveitarfélög og þessi hópur komist hjá því að greiða útsvar. Við höfum bent á það en að öðru leyti finnst okkur skattamálin vera á hendi ríkisins.“ Drífa segir að sveitarfélögin komi þó að málum í gegnum húsnæðis- og lóðamál. „Svo ætlumst við auðvitað til þess, þegar loksins tekst að landa kjarasamningum, að það verði ekki tekið til baka með einhverjum gjaldskrárhækkunum hjá sveitarfélögunum. Við munum fylgjast vel með því eins og verðlagseftirlit okkar ber gott vitni um.“ Miklar annir hafa verið hjá ríkissáttasemjara undanfarna daga en þar hafa farið fram vinnufundir hjá þeim aðilum sem enn sitja við samningaborðið. Þar eru undir þrír hópar sem semja við Samtök atvinnulífsins (SA). Þeir eru Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot iðnaðarmanna. „Þetta hefur bara unnist ágætlega og viðræðurnar líka. Við munum svo taka alla næstu viku og þess vegna lengur ef þarf,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari en aðilar funduðu alla helgina. Bryndís segir að væntanlega verði fundur í deilu SA og Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur á fimmtudag. Ekki sé búið að boða hann formlega en aðilar verði að hittast innan fjórtán daga frá viðræðuslitum en sá tímapunktur er á fimmtudag. „Það verður bara að koma í ljós hvað gerist á þeim fundi. Ég tek allavega stöðuna á málinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Meirihlutinn styður verkföll Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur. 4. mars 2019 06:00 Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Skattar eru auðvitað háðir lögum þannig að þetta hlýtur að beinast gegn ríkisvaldinu, hvernig lögum er breytt til að breyta skattbyrði. Við höfum svo sem ekkert farið í það hvort það sé skynsamlegt að hækka eða lækka útsvar,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Alþýðusambandið hefur beint tillögum um breytingar á skattkerfinu til stjórnvalda sem ganga út á að létta skattbyrði lág- og millitekjuhópa og jafnframt lýst yfir vonbrigðum með framkomnar skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Nokkur umræða hefur skapast undanfarið um hlutverk sveitarfélaga þegar kemur að aðgerðum til að liðka fyrir kjarasamningum. Í frétt blaðsins í síðustu viku höfnuðu þau Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, því að sveitarfélög gætu komið að lausn kjarasamninga með skattalækkunum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók undir það sjónarmið í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Öll þrjú eru þeirrar skoðunar að fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga sé með þeim hætti að ekki sé hægt að lækka tekjur sveitarfélaga nema með því að skerða þjónustu. Drífa bendir á að þótt sveitarfélögin ákveði útsvarsprósentuna þá ákveði ríkið skiptingu tekna, hámark útsvars og framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Þannig er það eðlilegt að beina sjónum sínum að stjórnvöldum.“ ASÍ telji að skoða mætti fjármagnstekjuskattinn þannig að þeir sem komi sér undan tekjuskatti með því að skapa sér fjármagnstekjur greiði líka útsvar. „Það hlýtur að vera svakalegt að vera að reka sveitarfélög og þessi hópur komist hjá því að greiða útsvar. Við höfum bent á það en að öðru leyti finnst okkur skattamálin vera á hendi ríkisins.“ Drífa segir að sveitarfélögin komi þó að málum í gegnum húsnæðis- og lóðamál. „Svo ætlumst við auðvitað til þess, þegar loksins tekst að landa kjarasamningum, að það verði ekki tekið til baka með einhverjum gjaldskrárhækkunum hjá sveitarfélögunum. Við munum fylgjast vel með því eins og verðlagseftirlit okkar ber gott vitni um.“ Miklar annir hafa verið hjá ríkissáttasemjara undanfarna daga en þar hafa farið fram vinnufundir hjá þeim aðilum sem enn sitja við samningaborðið. Þar eru undir þrír hópar sem semja við Samtök atvinnulífsins (SA). Þeir eru Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot iðnaðarmanna. „Þetta hefur bara unnist ágætlega og viðræðurnar líka. Við munum svo taka alla næstu viku og þess vegna lengur ef þarf,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari en aðilar funduðu alla helgina. Bryndís segir að væntanlega verði fundur í deilu SA og Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur á fimmtudag. Ekki sé búið að boða hann formlega en aðilar verði að hittast innan fjórtán daga frá viðræðuslitum en sá tímapunktur er á fimmtudag. „Það verður bara að koma í ljós hvað gerist á þeim fundi. Ég tek allavega stöðuna á málinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Meirihlutinn styður verkföll Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur. 4. mars 2019 06:00 Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02
Meirihlutinn styður verkföll Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur. 4. mars 2019 06:00
Yfir hundrað kjarasamningar losna hjá hinu opinbera í lok mánaðar Formaður BSRB, vonar að viðræður muni ganga vel jafnvel þótt mörg mál standi út af borðinu. Ólíklegt sé þó að samið verði áður en niðurstöður liggi fyrir í kjaradeilum á almenna markaðnum. 3. mars 2019 19:00