Hvað mun sigra? Guðmundur Steingrímsson skrifar 4. mars 2019 07:00 Framlag Íslands í Júróvisjón í ár er hressandi. Það fær mann til að hugsa. Og hlæja. Og fara í stuð. Þetta er frábært atriði. Auðvitað er hægt að afgreiða lagið sem gjörning ungmenna, brosa pínulítið, hrista höfuðið og halda svo áfram að horfa á línulega dagskrá. Allt er þetta leikur. Afþreying. Eitthvað til að lyfta fólki upp í myrkrinu, yfir snakki og ídýfu. Kapítalisminn sigrar. En ég held að það sé meira í þessu en svo. Þetta er tundurskeyti í hversdagsleikann. Upplyfting í amstrinu. Við erum semsagt að fara að senda lag í Júróvisjón um hatur. Tja, hví ekki? Það tístir í manni við tilhugsunina, að við skulum ætla að senda svona grallaraspóa inn í þessa glimmerveröld. Þetta verður álíka spennandi og fyrir vísindamenn í Sviss að horfa á árekstur tveggja einda í hraðli. Hvað gerist? Mun allt springa? Verður til svarthol? Hjálparsveit skáta í Kópavogi getur glaðst yfir vissum sigri BDSM-lífsstílsins og kannski fær hann byr undir báða vængi nú á næstu misserum. Krókar í loftum víða. Aðrar vangaveltur eiga þó hug minn. Eftir að hafa horft á úrslitakvöldið í tölvunni með fjölskyldunni í útlöndum og við höfðum nokkurn veginn sameinast í fylgispekt okkar við Hatara, fór ég að velta fyrir mér spurningunni sem yngsti fjölskyldumeðlimurinn — ekki jafn reyndur í hótfyndni og kaldhæðni og við hin — lét falla í einlægni sinni: Hvað eiga þeir við? Af hverju mun hatrið sigra?Atlaga að útskýringu Ég, sem heimspekimenntaður, rýk alltaf til þegar svona spurningar gera vart við sig meðal afkvæma minna og lít á það sem heilaga skyldu, sprottna af hæfni, að útskýra vel og vandlega flóknari hliðar tilverunnar, þegar minnsti vottur af áhuga á slíku gerir vart við sig. Það er merkilegt hvað mér mistekst þetta oft. Eiginlega alltaf. Á því var engin breyting nú. Ég gat ekki útskýrt almennilega hvað þeir eiga við, þessir menn. Mun hatrið sigra? Stundum, sonur sæll, segir fólk hið þveröfuga á við það sem það vonar samt sjálft innst inni að gerist, skilurðu. Maður sem vonar að ástin muni sigra getur talið það góða leið til þess að vekja aðra til umhugsunar að klæða sig í þröngt plast og reipi og öskra að hatrið muni sigra. Eða eitthvað. Samskipti fólks eru flókin. Listin er margbrotin. Nú skulum við bursta tennurnar.Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson.Fréttablaðið/Sigtryggur AriKafað dýpra Hver er þá hin mikla undirliggjandi heimspekilega sögn Hatara? Mér finnst hið bitastæða vera þetta: Svartsýnisspámaðurinn Matthías tekur sér stöðu á goðsagnakenndu sviði og hrópar hið fornkveðna, eins og ótal bölsýnisspámenn fyrri tíma hafa gert, að heimurinn muni kollsteypa sér í hörmungar og myrkur, að allt sé fánýtt gagnvart eyðingarmætti hatursins. Mótsöngvarinn — með hárgreiðslu sem ég reyndi einu sinni að fá mér sjálfur með ömurlegum afleiðingum — er svo táknmynd hins eilífa og viðkvæma blóms fegurðarinnar, sem er fórnað á eyðingaraltari myrkursins. Þetta er sterk mynd. Þetta öskur hefur oft verið hrópað. Það sem blasir við í mínum huga er hins vegar sú niðurstaða, að þrátt fyrir máttugt öskur hatursins, þá mun hatrið aldrei sigra. Það má sín líka lítils, eins og fegurðin og ástin. Af hverju? Jú, vegna þess að veröldin heldur alltaf áfram. Tíminn stoppar ekki. Hatrið sigrar einu sinni. Ástin næst. Og svo endalaust, koll af kolli. Ekkert mun sigra. Ekki einu sinni dauðinn, því af honum sprettur líf. Í texta Hatara er þetta viðurkennt. „Rísið úr öskunni,“ hrópar spámaðurinn. „Sameinuð sem eitt.“ Í þessu felst vonin. Í áframhaldinu — svo lengi sem það slokknar ekki á sólinni (sem yrði bömmer) — felst alltaf von. Mannkynssagan, eins og margir magnaðir heimspekingar hafa bent á, er barátta andstæðna, sem hættir aldrei.Spurning laganna tveggja En hvað ef tíminn er afmarkaður, eins og í tilviki einstaklinga? Manni er skaffað eitt líf. Innan þess ramma getur hatrið vissulega sigrað, ekki satt? Lögin tvö sem kepptu til úrslita mynduðu þannig spurningu sem er mjög umhugsunarverð: Hvað ef ég get ekki elskað og hatrið mun sigra? Barátta kærleika og haturs þar sem annað aflið getur í raun og veru unnið fullnaðarsigur á sér stað í hjörtum manna. Í hinni einstaklingsbundnu baráttu fólks við sjálft sig og kringumstæður sínar. Þess vegna er frábært að senda þetta lag til Ísrael. Í Ísrael býr fullt af góðu fólki, en manni sýnist stundum að þar sé líka þónokkuð af áhrifafólki sem hefur ákveðið að láta hatur ráða ákvörðunum sínum. Framlag Íslands er einhvers konar öfug sálfræði inn í þessar kringumstæður, svipað og maður notar stundum á börn. Farðu þá bara ekki að sofa! Látið þá bara hatrið sigra! Kannski vakna einhverjir til umhugsunar og skynja ádeiluna, beiðnina, sem í þessu felst. Þetta er nefnilega ekki bara grín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Framlag Íslands í Júróvisjón í ár er hressandi. Það fær mann til að hugsa. Og hlæja. Og fara í stuð. Þetta er frábært atriði. Auðvitað er hægt að afgreiða lagið sem gjörning ungmenna, brosa pínulítið, hrista höfuðið og halda svo áfram að horfa á línulega dagskrá. Allt er þetta leikur. Afþreying. Eitthvað til að lyfta fólki upp í myrkrinu, yfir snakki og ídýfu. Kapítalisminn sigrar. En ég held að það sé meira í þessu en svo. Þetta er tundurskeyti í hversdagsleikann. Upplyfting í amstrinu. Við erum semsagt að fara að senda lag í Júróvisjón um hatur. Tja, hví ekki? Það tístir í manni við tilhugsunina, að við skulum ætla að senda svona grallaraspóa inn í þessa glimmerveröld. Þetta verður álíka spennandi og fyrir vísindamenn í Sviss að horfa á árekstur tveggja einda í hraðli. Hvað gerist? Mun allt springa? Verður til svarthol? Hjálparsveit skáta í Kópavogi getur glaðst yfir vissum sigri BDSM-lífsstílsins og kannski fær hann byr undir báða vængi nú á næstu misserum. Krókar í loftum víða. Aðrar vangaveltur eiga þó hug minn. Eftir að hafa horft á úrslitakvöldið í tölvunni með fjölskyldunni í útlöndum og við höfðum nokkurn veginn sameinast í fylgispekt okkar við Hatara, fór ég að velta fyrir mér spurningunni sem yngsti fjölskyldumeðlimurinn — ekki jafn reyndur í hótfyndni og kaldhæðni og við hin — lét falla í einlægni sinni: Hvað eiga þeir við? Af hverju mun hatrið sigra?Atlaga að útskýringu Ég, sem heimspekimenntaður, rýk alltaf til þegar svona spurningar gera vart við sig meðal afkvæma minna og lít á það sem heilaga skyldu, sprottna af hæfni, að útskýra vel og vandlega flóknari hliðar tilverunnar, þegar minnsti vottur af áhuga á slíku gerir vart við sig. Það er merkilegt hvað mér mistekst þetta oft. Eiginlega alltaf. Á því var engin breyting nú. Ég gat ekki útskýrt almennilega hvað þeir eiga við, þessir menn. Mun hatrið sigra? Stundum, sonur sæll, segir fólk hið þveröfuga á við það sem það vonar samt sjálft innst inni að gerist, skilurðu. Maður sem vonar að ástin muni sigra getur talið það góða leið til þess að vekja aðra til umhugsunar að klæða sig í þröngt plast og reipi og öskra að hatrið muni sigra. Eða eitthvað. Samskipti fólks eru flókin. Listin er margbrotin. Nú skulum við bursta tennurnar.Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson.Fréttablaðið/Sigtryggur AriKafað dýpra Hver er þá hin mikla undirliggjandi heimspekilega sögn Hatara? Mér finnst hið bitastæða vera þetta: Svartsýnisspámaðurinn Matthías tekur sér stöðu á goðsagnakenndu sviði og hrópar hið fornkveðna, eins og ótal bölsýnisspámenn fyrri tíma hafa gert, að heimurinn muni kollsteypa sér í hörmungar og myrkur, að allt sé fánýtt gagnvart eyðingarmætti hatursins. Mótsöngvarinn — með hárgreiðslu sem ég reyndi einu sinni að fá mér sjálfur með ömurlegum afleiðingum — er svo táknmynd hins eilífa og viðkvæma blóms fegurðarinnar, sem er fórnað á eyðingaraltari myrkursins. Þetta er sterk mynd. Þetta öskur hefur oft verið hrópað. Það sem blasir við í mínum huga er hins vegar sú niðurstaða, að þrátt fyrir máttugt öskur hatursins, þá mun hatrið aldrei sigra. Það má sín líka lítils, eins og fegurðin og ástin. Af hverju? Jú, vegna þess að veröldin heldur alltaf áfram. Tíminn stoppar ekki. Hatrið sigrar einu sinni. Ástin næst. Og svo endalaust, koll af kolli. Ekkert mun sigra. Ekki einu sinni dauðinn, því af honum sprettur líf. Í texta Hatara er þetta viðurkennt. „Rísið úr öskunni,“ hrópar spámaðurinn. „Sameinuð sem eitt.“ Í þessu felst vonin. Í áframhaldinu — svo lengi sem það slokknar ekki á sólinni (sem yrði bömmer) — felst alltaf von. Mannkynssagan, eins og margir magnaðir heimspekingar hafa bent á, er barátta andstæðna, sem hættir aldrei.Spurning laganna tveggja En hvað ef tíminn er afmarkaður, eins og í tilviki einstaklinga? Manni er skaffað eitt líf. Innan þess ramma getur hatrið vissulega sigrað, ekki satt? Lögin tvö sem kepptu til úrslita mynduðu þannig spurningu sem er mjög umhugsunarverð: Hvað ef ég get ekki elskað og hatrið mun sigra? Barátta kærleika og haturs þar sem annað aflið getur í raun og veru unnið fullnaðarsigur á sér stað í hjörtum manna. Í hinni einstaklingsbundnu baráttu fólks við sjálft sig og kringumstæður sínar. Þess vegna er frábært að senda þetta lag til Ísrael. Í Ísrael býr fullt af góðu fólki, en manni sýnist stundum að þar sé líka þónokkuð af áhrifafólki sem hefur ákveðið að láta hatur ráða ákvörðunum sínum. Framlag Íslands er einhvers konar öfug sálfræði inn í þessar kringumstæður, svipað og maður notar stundum á börn. Farðu þá bara ekki að sofa! Látið þá bara hatrið sigra! Kannski vakna einhverjir til umhugsunar og skynja ádeiluna, beiðnina, sem í þessu felst. Þetta er nefnilega ekki bara grín.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun