Segir Cohen mögulega hafa skemmt fund hans og Kim Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2019 08:59 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir vitnisburð Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns hans til áratugar, hafa „mögulega“ skemmt fyrir fundi hans og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu í síðustu viku. Á sama tíma og Trump og Kim voru að ræða mögulega kjarnafvopnun Norður-Kóreu var Cohen meðal annars að saka Trump um lögbrot, þar sem hann ræddi við þingmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Eftir fund hans og Kim hafði Trump lýst því yfir að hann hefði gengið frá samningaborðinu fyrr en stóð til vegna kröfu Kim um að létt yrði á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu áður en hann léti vopn sín af hendi. Forsetinn gagnrýnir einnig Demókrata fyrir að hafa haldið nefndarfundinn á sama tíma og hann hafi staðið í mikilvægum viðræðum við Kim. Í tísti í nótt segir Trump einnig að Cohen sé dæmdur „lygari og svindlari“ en Cohen hefur meðal annars verið dæmdur fyrir að ljúga að þingmönnum um viðræður um byggingu Trump-turns í Moskvu og hefur afplánun vegna þriggja ára dóms í næsta mánuði. Hann var einnig dæmdur fyrir brot á kosningalögum vegna þagnargreiðslu til klámstjörnu sem Cohen segir Trump hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni með. Cohen greiddi Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo hún myndi ekki segja sögu sína opinberlega.Sjá einnig: Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindniCohen heldur því fram að Trump hafi endurgreitt honum fyrir þagnargreiðsluna eftir að hann tók við embætti og sýndi hann þingmönnum afrit af ávísun frá forsetanum sem hann sagði að hann hefði fengið sem endurgreiðslu.For the Democrats to interview in open hearings a convicted liar & fraudster, at the same time as the very important Nuclear Summit with North Korea, is perhaps a new low in American politics and may have contributed to the “walk.” Never done when a president is overseas. Shame! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2019 Eftirlits- og stjórnskipunarnefndin hafði margsinnis áður reynt að halda vitnaleiðslur yfir Cohen en fresta þurfti fundunum ítrekað og meðal annars var vitnaði í „ógnanir“ sem sneru að Cohen og fjölskyldu hans. Upprunalega átti vitnaleiðslan að fara fram þann 7. febrúar en dagsetning fundar Trump og Kim var opinberuð þann 5. febrúar, samkvæmt Washington Post.Trump hefur varið miklum tíma frá því hann yfirgaf Víetnam í að kvarta undan þeim fjölmörgu rannsóknum sem að honum snúa og gagnrýna Demókrata fyrir það sem hann kallar „áreitni“. Það hefur hann bæði ítrekað gert á Twitter og meðal annars í langri ræðu hans á ráðstefnu Repúblikana um helgina þar sem forsetinn fór heldur frjálslega með sannleikann.After more than two years of Presidential Harassment, the only things that have been proven is that Democrats and other broke the law. The hostile Cohen testimony, given by a liar to reduce his prison time, proved no Collusion! His just written book manuscript showed what he..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2019...said was a total lie, but Fake Media won’t show it. I am an innocent man being persecuted by some very bad, conflicted & corrupt people in a Witch Hunt that is illegal & should never have been allowed to start - And only because I won the Election! Despite this, great success! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2019 Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Trump sagður hafa falsað skjöl er hann reyndi að kaupa NFL-félag Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, kom víða við á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 28. febrúar 2019 14:30 Trump hafi misskilið kröfur Norður-Kóreu Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. 1. mars 2019 08:00 Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir vitnisburð Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns hans til áratugar, hafa „mögulega“ skemmt fyrir fundi hans og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu í síðustu viku. Á sama tíma og Trump og Kim voru að ræða mögulega kjarnafvopnun Norður-Kóreu var Cohen meðal annars að saka Trump um lögbrot, þar sem hann ræddi við þingmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Eftir fund hans og Kim hafði Trump lýst því yfir að hann hefði gengið frá samningaborðinu fyrr en stóð til vegna kröfu Kim um að létt yrði á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu áður en hann léti vopn sín af hendi. Forsetinn gagnrýnir einnig Demókrata fyrir að hafa haldið nefndarfundinn á sama tíma og hann hafi staðið í mikilvægum viðræðum við Kim. Í tísti í nótt segir Trump einnig að Cohen sé dæmdur „lygari og svindlari“ en Cohen hefur meðal annars verið dæmdur fyrir að ljúga að þingmönnum um viðræður um byggingu Trump-turns í Moskvu og hefur afplánun vegna þriggja ára dóms í næsta mánuði. Hann var einnig dæmdur fyrir brot á kosningalögum vegna þagnargreiðslu til klámstjörnu sem Cohen segir Trump hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni með. Cohen greiddi Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo hún myndi ekki segja sögu sína opinberlega.Sjá einnig: Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindniCohen heldur því fram að Trump hafi endurgreitt honum fyrir þagnargreiðsluna eftir að hann tók við embætti og sýndi hann þingmönnum afrit af ávísun frá forsetanum sem hann sagði að hann hefði fengið sem endurgreiðslu.For the Democrats to interview in open hearings a convicted liar & fraudster, at the same time as the very important Nuclear Summit with North Korea, is perhaps a new low in American politics and may have contributed to the “walk.” Never done when a president is overseas. Shame! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2019 Eftirlits- og stjórnskipunarnefndin hafði margsinnis áður reynt að halda vitnaleiðslur yfir Cohen en fresta þurfti fundunum ítrekað og meðal annars var vitnaði í „ógnanir“ sem sneru að Cohen og fjölskyldu hans. Upprunalega átti vitnaleiðslan að fara fram þann 7. febrúar en dagsetning fundar Trump og Kim var opinberuð þann 5. febrúar, samkvæmt Washington Post.Trump hefur varið miklum tíma frá því hann yfirgaf Víetnam í að kvarta undan þeim fjölmörgu rannsóknum sem að honum snúa og gagnrýna Demókrata fyrir það sem hann kallar „áreitni“. Það hefur hann bæði ítrekað gert á Twitter og meðal annars í langri ræðu hans á ráðstefnu Repúblikana um helgina þar sem forsetinn fór heldur frjálslega með sannleikann.After more than two years of Presidential Harassment, the only things that have been proven is that Democrats and other broke the law. The hostile Cohen testimony, given by a liar to reduce his prison time, proved no Collusion! His just written book manuscript showed what he..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2019...said was a total lie, but Fake Media won’t show it. I am an innocent man being persecuted by some very bad, conflicted & corrupt people in a Witch Hunt that is illegal & should never have been allowed to start - And only because I won the Election! Despite this, great success! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2019
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Trump sagður hafa falsað skjöl er hann reyndi að kaupa NFL-félag Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, kom víða við á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 28. febrúar 2019 14:30 Trump hafi misskilið kröfur Norður-Kóreu Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. 1. mars 2019 08:00 Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52
Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39
Trump sagður hafa falsað skjöl er hann reyndi að kaupa NFL-félag Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, kom víða við á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 28. febrúar 2019 14:30
Trump hafi misskilið kröfur Norður-Kóreu Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. 1. mars 2019 08:00
Fjölskylda Otto Warmbier gagnrýnir Trump fyrir að verja Kim Trump hefur hrósað Kim duglega í aðdraganda og kjölfar fundar þeirra tveggja í Víetnam í vikunni. Þá sagðist Trump trúa Kim þegar hann sagðist ekki hafa vitað af raunum Warmbier. 1. mars 2019 16:30
Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00