Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 23:30 Michael Cohen svaraði spurningum þingmanna í um sjö tíma. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. Talið er víst að vitnisburður Cohen muni skaða Trump en lögmaðurinn gat þó ekki lagt fram óyggjandi sönnunargögn sem muni koma Trump í vanda, að því er fram kemur í samantekt Reuters.Meðal þess sem kom fram í málflutningi hans er að Donald Trump hafi vitað fyrirfram að Wikileaks hygðist leka tölvupóstum sem stolið var úr tölvukerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016. Einnig sýndi hann kvittanir fyrir greiðslu á peningum til tveggja kvenna sem hafa sagst átt í kynferðislegum samskiptum við Trump. Sagði Cohen að Trump hafi fyrirskipað honum að kaupa þögn kvennanna.Í máli Cohen kom einnig fram að hann hefði engin sönnunargögn undir höndum sem sýnt gætu fram á samráð forsetaframboðs Trump við Rússa í forsetakosningunum 2016 en það er meðal þess Robert Mueller, sérstakur saksóknari rannsakar.Þó hafi Trump sjálfur haft puttana í samningaviðræðum vegna fasteignaviðskipta í Moskvu á sama tíma og hann var í framboði. Sagði Cohen einnig að það væri „eitthvað skrýtið“ við samband Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Búist er við að vitnisburður Cohen komi sér ekki vel fyrir Trump, ekki síst í ljósi þess að fyrrverandi einkalögfræðing forsetans er að ræða. Repúblikanar í þingnefndinni komu forsetanum til varnar og eyddu mestu púðri í að reyna draga úr trúverðugleika Cohen. Cohen hefur játað nokkur brot, sem snúa meðal annars að því að ljúga að þingmönnum og brot á kosningalögum vegna greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Cohen mun hefja afplánun á þriggja ára dómi sínum í byrjun maí.„Ég er ekki viss um að Michael Cohen geti sagt sannleikann,“ sagði James Comer, þingmaður Repúblikana. Héldu þingmenn þeirra því fram að vitnisburður Cohen væri ekkert annað en örvæntingarfull tilraun Demókrata til þess að leggja drög að vantrausti á Trump. Þrátt fyrir að fundurinn stæði yfir í sjö tíma var Cohen rólegur og yfirvegaður á meðan fundinum stóð. Þá varaði hann þingmenn Repúblikana við að fylgja forsetanum í blindni, líkt og hann sjálfur hafi gert. „Ég gerði það sama og þið eruð að gera síðastliðin tíu ár. Ég verndaði herra Trump í tíu ár. Því fleiri sem fylgja Trump í jafn mikilli blindni og ég gerði, því fleiri muni hljóta mín örlög,“ sagði Cohen sem sagði að lokum að hollusta hans í garð Trump hefði kostað hann allt sem hann ætti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. Talið er víst að vitnisburður Cohen muni skaða Trump en lögmaðurinn gat þó ekki lagt fram óyggjandi sönnunargögn sem muni koma Trump í vanda, að því er fram kemur í samantekt Reuters.Meðal þess sem kom fram í málflutningi hans er að Donald Trump hafi vitað fyrirfram að Wikileaks hygðist leka tölvupóstum sem stolið var úr tölvukerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016. Einnig sýndi hann kvittanir fyrir greiðslu á peningum til tveggja kvenna sem hafa sagst átt í kynferðislegum samskiptum við Trump. Sagði Cohen að Trump hafi fyrirskipað honum að kaupa þögn kvennanna.Í máli Cohen kom einnig fram að hann hefði engin sönnunargögn undir höndum sem sýnt gætu fram á samráð forsetaframboðs Trump við Rússa í forsetakosningunum 2016 en það er meðal þess Robert Mueller, sérstakur saksóknari rannsakar.Þó hafi Trump sjálfur haft puttana í samningaviðræðum vegna fasteignaviðskipta í Moskvu á sama tíma og hann var í framboði. Sagði Cohen einnig að það væri „eitthvað skrýtið“ við samband Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Búist er við að vitnisburður Cohen komi sér ekki vel fyrir Trump, ekki síst í ljósi þess að fyrrverandi einkalögfræðing forsetans er að ræða. Repúblikanar í þingnefndinni komu forsetanum til varnar og eyddu mestu púðri í að reyna draga úr trúverðugleika Cohen. Cohen hefur játað nokkur brot, sem snúa meðal annars að því að ljúga að þingmönnum og brot á kosningalögum vegna greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Cohen mun hefja afplánun á þriggja ára dómi sínum í byrjun maí.„Ég er ekki viss um að Michael Cohen geti sagt sannleikann,“ sagði James Comer, þingmaður Repúblikana. Héldu þingmenn þeirra því fram að vitnisburður Cohen væri ekkert annað en örvæntingarfull tilraun Demókrata til þess að leggja drög að vantrausti á Trump. Þrátt fyrir að fundurinn stæði yfir í sjö tíma var Cohen rólegur og yfirvegaður á meðan fundinum stóð. Þá varaði hann þingmenn Repúblikana við að fylgja forsetanum í blindni, líkt og hann sjálfur hafi gert. „Ég gerði það sama og þið eruð að gera síðastliðin tíu ár. Ég verndaði herra Trump í tíu ár. Því fleiri sem fylgja Trump í jafn mikilli blindni og ég gerði, því fleiri muni hljóta mín örlög,“ sagði Cohen sem sagði að lokum að hollusta hans í garð Trump hefði kostað hann allt sem hann ætti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30