Aleksandra Dulkiewicz, fyrrverandi aðstoðarborgarstjóri pólsku borgarinnar Gdansk, vann stórsigur í borgarstjórakosningum um helgina sem fram fóru tæpum tveimur mánuðum eftir morðið á borgarstjóranum Pawel Adamowicz.
Tilkynnt var um úrslit kosninganna í morgun og var þá ljóst að Dulkiewicz hafði fengið um 82 prósent atkvæða. Þátttaka í kosningunum mældist tæp 50 prósent.
27 ára karlmaður stakk Adamowicz á góðgerðarsamkonmu í miðborg Gdansk þann 14. janúar síðastliðinn, en borgarstjórinn lést af sárum sínum nokkrum klukkustundum síðar. Adamowicz var frjálslyndur í skoðunum og gagnrýndi reglulega stefnu Póllandsstjórnar í málefnum innflytjenda.
Dulkiewicz sagðist ánægð með kosningaþátttökuna í þessum „óvenjulegu og sérstöku kosningum sem enginn átti von á“. „Ég tel að á síðustu sjö vikum hafi íbúar Gdansk staðist prófið, ekki einungis sem manneskjur heldur einnig sem borgarar,“ segir Dulkiewicz.
Í frétt Reuters segir að stærstu flokkar Póllands hafi ekki boðið fram í kosningunum um helgina, og voru einu mótframbjóðendur Dulkiewicz því hægriöfgamennirnir Grzegorz Braun og Marek Skiba.
Næstráðandinn vann stórsigur í Gdansk

Tengdar fréttir

Þúsundir komu saman til að kveðja Paweł Adamowicz í Gdansk
Útför Paweł Adamowicz, borgarstjóra í pólsku borginni Gdansk, fer fram í dag.

Pólska samfélagið á Íslandi slegið yfir morðinu á borgarstjóra Gdansk: „Ég var orðlaus“
Formaður Samtaka Pólverja á Íslandi er harmi sleginn eftir morðið á Pawl Adamowicz, borgarstjóranum í Gdansk en hann þekkti borgarstjórann persónulega. Hann hafi verið brosmildur og góður maður sem hafi verið opinn fyrir að hlusta á sjónarmið allra.

Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk
Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall.