Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2019 11:31 Hrefna Rósa Sætran rekur áfram nokkra af vinsælustu veitingastöðum landsins. Vísir Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. Staðurinn opnaði í ágúst á síðasta ári. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Í tilkynningu frá Skelfiskmarkaðnum er haft eftir Hrefnu að allt hafi verið gert til að halda staðnum gangandi. Hún og viðskiptafélagar hennar hafi þó að á endanum þurft að taka ákvörðun um hvort réttast væri að reyna áfram og vona það besta, eða fara þá leið sem verður farin að loka staðnum. „Þetta er mjög erfið ákvörðun en blákaldur veruleikinn er sá að þetta ömurlega atvik sem kom upp í nóvember hafði það mikil áhrif að þetta er bara því miður staðan. Salan minnkaði um meira en helming eftir þetta og það setur strik í reikninginn. Eftir þriggja ára undirbúning opnuðum við staðinn á erfiðum tíma og ég held það hafi ekki farið fram hjá neinum undanfarið að það er ekki auðvelt að reka veitingastað í dag og hvað þá þegar atvik sem þetta kemur upp,“ segir Hrefna.Einbeitir sér að hinum Engu að síður segist Hrefna, sem áfram rekur veitingastaðina Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn, stolt af því sem henni tókst að gera með staðinn og sér ekki eftir því að hafa ráðist í reksturinn. „Eins og vitað er þá gengur ekki alltaf allt upp í viðskiptum og þannig var það í þetta skiptið. En þá er gáfulegt að einbeita sér að því sem gengur vel og það ætla ég einmitt að gera og setja alla mína starfsorku í að leyfa Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum að halda áfram að blómstra. Staðurinn er því formlega til sölu,“ segir Hrefna. Í sameiginlegri yfirlýsingu Matvælastofnunar, sóttvarnarlæknis og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem gefin var út vegna fyrrnefnds nóróveirutilfellis, kom fram að virkt móttökueftirlit og matvælaöryggiskerfi væri í gildi á Skelfiskmarkaðnum. Veitingastaðirnir þrír, Skelfiskmarkaðurinn, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn, eru reknir af aðskildum fyrirtækjum en meðeigendur Hrefnu að Skelfiskmarkaðnum eru Ágúst Reynisson, Guðlaugur Frímannsson, Axel B Clausen og Eysteinn Orri Valsson. Axel var framkvæmdastjóri og Eysteinn rekstrarstjóri staðarins. Heilbrigðismál Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Ostrur frá Spáni ollu matareitrun 48 viðskiptavina Skelfiskmarkaðarins Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. 28. nóvember 2018 13:28 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. Staðurinn opnaði í ágúst á síðasta ári. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Í tilkynningu frá Skelfiskmarkaðnum er haft eftir Hrefnu að allt hafi verið gert til að halda staðnum gangandi. Hún og viðskiptafélagar hennar hafi þó að á endanum þurft að taka ákvörðun um hvort réttast væri að reyna áfram og vona það besta, eða fara þá leið sem verður farin að loka staðnum. „Þetta er mjög erfið ákvörðun en blákaldur veruleikinn er sá að þetta ömurlega atvik sem kom upp í nóvember hafði það mikil áhrif að þetta er bara því miður staðan. Salan minnkaði um meira en helming eftir þetta og það setur strik í reikninginn. Eftir þriggja ára undirbúning opnuðum við staðinn á erfiðum tíma og ég held það hafi ekki farið fram hjá neinum undanfarið að það er ekki auðvelt að reka veitingastað í dag og hvað þá þegar atvik sem þetta kemur upp,“ segir Hrefna.Einbeitir sér að hinum Engu að síður segist Hrefna, sem áfram rekur veitingastaðina Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn, stolt af því sem henni tókst að gera með staðinn og sér ekki eftir því að hafa ráðist í reksturinn. „Eins og vitað er þá gengur ekki alltaf allt upp í viðskiptum og þannig var það í þetta skiptið. En þá er gáfulegt að einbeita sér að því sem gengur vel og það ætla ég einmitt að gera og setja alla mína starfsorku í að leyfa Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum að halda áfram að blómstra. Staðurinn er því formlega til sölu,“ segir Hrefna. Í sameiginlegri yfirlýsingu Matvælastofnunar, sóttvarnarlæknis og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem gefin var út vegna fyrrnefnds nóróveirutilfellis, kom fram að virkt móttökueftirlit og matvælaöryggiskerfi væri í gildi á Skelfiskmarkaðnum. Veitingastaðirnir þrír, Skelfiskmarkaðurinn, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn, eru reknir af aðskildum fyrirtækjum en meðeigendur Hrefnu að Skelfiskmarkaðnum eru Ágúst Reynisson, Guðlaugur Frímannsson, Axel B Clausen og Eysteinn Orri Valsson. Axel var framkvæmdastjóri og Eysteinn rekstrarstjóri staðarins.
Heilbrigðismál Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Ostrur frá Spáni ollu matareitrun 48 viðskiptavina Skelfiskmarkaðarins Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. 28. nóvember 2018 13:28 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41
Ostrur frá Spáni ollu matareitrun 48 viðskiptavina Skelfiskmarkaðarins Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. 28. nóvember 2018 13:28