Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2019 11:31 Hrefna Rósa Sætran rekur áfram nokkra af vinsælustu veitingastöðum landsins. Vísir Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. Staðurinn opnaði í ágúst á síðasta ári. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Í tilkynningu frá Skelfiskmarkaðnum er haft eftir Hrefnu að allt hafi verið gert til að halda staðnum gangandi. Hún og viðskiptafélagar hennar hafi þó að á endanum þurft að taka ákvörðun um hvort réttast væri að reyna áfram og vona það besta, eða fara þá leið sem verður farin að loka staðnum. „Þetta er mjög erfið ákvörðun en blákaldur veruleikinn er sá að þetta ömurlega atvik sem kom upp í nóvember hafði það mikil áhrif að þetta er bara því miður staðan. Salan minnkaði um meira en helming eftir þetta og það setur strik í reikninginn. Eftir þriggja ára undirbúning opnuðum við staðinn á erfiðum tíma og ég held það hafi ekki farið fram hjá neinum undanfarið að það er ekki auðvelt að reka veitingastað í dag og hvað þá þegar atvik sem þetta kemur upp,“ segir Hrefna.Einbeitir sér að hinum Engu að síður segist Hrefna, sem áfram rekur veitingastaðina Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn, stolt af því sem henni tókst að gera með staðinn og sér ekki eftir því að hafa ráðist í reksturinn. „Eins og vitað er þá gengur ekki alltaf allt upp í viðskiptum og þannig var það í þetta skiptið. En þá er gáfulegt að einbeita sér að því sem gengur vel og það ætla ég einmitt að gera og setja alla mína starfsorku í að leyfa Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum að halda áfram að blómstra. Staðurinn er því formlega til sölu,“ segir Hrefna. Í sameiginlegri yfirlýsingu Matvælastofnunar, sóttvarnarlæknis og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem gefin var út vegna fyrrnefnds nóróveirutilfellis, kom fram að virkt móttökueftirlit og matvælaöryggiskerfi væri í gildi á Skelfiskmarkaðnum. Veitingastaðirnir þrír, Skelfiskmarkaðurinn, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn, eru reknir af aðskildum fyrirtækjum en meðeigendur Hrefnu að Skelfiskmarkaðnum eru Ágúst Reynisson, Guðlaugur Frímannsson, Axel B Clausen og Eysteinn Orri Valsson. Axel var framkvæmdastjóri og Eysteinn rekstrarstjóri staðarins. Heilbrigðismál Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Ostrur frá Spáni ollu matareitrun 48 viðskiptavina Skelfiskmarkaðarins Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. 28. nóvember 2018 13:28 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. Staðurinn opnaði í ágúst á síðasta ári. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Í tilkynningu frá Skelfiskmarkaðnum er haft eftir Hrefnu að allt hafi verið gert til að halda staðnum gangandi. Hún og viðskiptafélagar hennar hafi þó að á endanum þurft að taka ákvörðun um hvort réttast væri að reyna áfram og vona það besta, eða fara þá leið sem verður farin að loka staðnum. „Þetta er mjög erfið ákvörðun en blákaldur veruleikinn er sá að þetta ömurlega atvik sem kom upp í nóvember hafði það mikil áhrif að þetta er bara því miður staðan. Salan minnkaði um meira en helming eftir þetta og það setur strik í reikninginn. Eftir þriggja ára undirbúning opnuðum við staðinn á erfiðum tíma og ég held það hafi ekki farið fram hjá neinum undanfarið að það er ekki auðvelt að reka veitingastað í dag og hvað þá þegar atvik sem þetta kemur upp,“ segir Hrefna.Einbeitir sér að hinum Engu að síður segist Hrefna, sem áfram rekur veitingastaðina Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn, stolt af því sem henni tókst að gera með staðinn og sér ekki eftir því að hafa ráðist í reksturinn. „Eins og vitað er þá gengur ekki alltaf allt upp í viðskiptum og þannig var það í þetta skiptið. En þá er gáfulegt að einbeita sér að því sem gengur vel og það ætla ég einmitt að gera og setja alla mína starfsorku í að leyfa Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum að halda áfram að blómstra. Staðurinn er því formlega til sölu,“ segir Hrefna. Í sameiginlegri yfirlýsingu Matvælastofnunar, sóttvarnarlæknis og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem gefin var út vegna fyrrnefnds nóróveirutilfellis, kom fram að virkt móttökueftirlit og matvælaöryggiskerfi væri í gildi á Skelfiskmarkaðnum. Veitingastaðirnir þrír, Skelfiskmarkaðurinn, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn, eru reknir af aðskildum fyrirtækjum en meðeigendur Hrefnu að Skelfiskmarkaðnum eru Ágúst Reynisson, Guðlaugur Frímannsson, Axel B Clausen og Eysteinn Orri Valsson. Axel var framkvæmdastjóri og Eysteinn rekstrarstjóri staðarins.
Heilbrigðismál Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Ostrur frá Spáni ollu matareitrun 48 viðskiptavina Skelfiskmarkaðarins Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. 28. nóvember 2018 13:28 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41
Ostrur frá Spáni ollu matareitrun 48 viðskiptavina Skelfiskmarkaðarins Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. 28. nóvember 2018 13:28