Þruman er að boða okkur stríð Bubbi Morthens skrifar 5. mars 2019 07:00 Hvernig geta menn verið hissa á því að það sé lítil sem engin virðing borin fyrir alþingismönnum eða ráðherrum? Við verðum ítrekað vitni að mögnuðum atvikum sem vekja upp sorg og vanmátt sem brýst út og verður oft að reiði. Auðkýfingur með ítök og tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn skrifar sjávarútvegsráðherra bréf og biður hann um að koma því í kring að hann geti stundað sínar hvalveiðar. Honum verður að ósk sinni eins og ekkert sé. Annar auðmaður ásamt fyrrverandi forseta Alþingis sem er talsmaður Norðmanna er eiga nærri öll laxeldisfyrirtæki á Íslandi hefur nánast óheftan aðgang að þingmönnum og ráðherrum í gegnum sitt fólk. Báðir þessir ágætu menn hafa ítök og vinatengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn. Þeir hafa samband við þá sem ráða og segja: Það eru einhver ráðuneyti að pönkast í laxeldinu fyrir vestan og hafa fellt niður leyfin þeirra. Er ekki hægt að laga þetta? Slagorð þeirra verður: „Björgum Vestfjörðum!“ Og á nokkrum dögum fer áróðursmaskína í gang og sjávarútvegsráðherra breytir einfaldlega lögum til að bjarga Vestfjörðum og kannski einhverjum öðrum í leiðinni. Því um daginn voru nokkrir einstaklingar að selja Norðmönnum hluta sinn í laxeldisfyrirtæki. Sumir fengu á annan milljarð í vasann en „Björgum Vestfjörðum“ fékk ekkert. Við erum æði mörg sem horfum á og hugsum: Ætlar enginn að gera neitt? Ætlar enginn að stoppa svona skítamix? Á sama tíma og virðing Alþingis er í frjálsu falli mæta Klaustursmenn galvaskir aftur á þing og segja haldið kjafti með glott á vör. Og við sem stöndum utan við og horfum og hlustum erum orðlaus. Alþingi er algjörlega rúið virðingu og ráðamenn margir sömuleiðis. Og svo eru menn hissa á að alþýðan sé reið. Menn skulu ekki vera hissa þótt himnarnir ræski sig. Þruman er að boða okkur stríð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig geta menn verið hissa á því að það sé lítil sem engin virðing borin fyrir alþingismönnum eða ráðherrum? Við verðum ítrekað vitni að mögnuðum atvikum sem vekja upp sorg og vanmátt sem brýst út og verður oft að reiði. Auðkýfingur með ítök og tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn skrifar sjávarútvegsráðherra bréf og biður hann um að koma því í kring að hann geti stundað sínar hvalveiðar. Honum verður að ósk sinni eins og ekkert sé. Annar auðmaður ásamt fyrrverandi forseta Alþingis sem er talsmaður Norðmanna er eiga nærri öll laxeldisfyrirtæki á Íslandi hefur nánast óheftan aðgang að þingmönnum og ráðherrum í gegnum sitt fólk. Báðir þessir ágætu menn hafa ítök og vinatengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn. Þeir hafa samband við þá sem ráða og segja: Það eru einhver ráðuneyti að pönkast í laxeldinu fyrir vestan og hafa fellt niður leyfin þeirra. Er ekki hægt að laga þetta? Slagorð þeirra verður: „Björgum Vestfjörðum!“ Og á nokkrum dögum fer áróðursmaskína í gang og sjávarútvegsráðherra breytir einfaldlega lögum til að bjarga Vestfjörðum og kannski einhverjum öðrum í leiðinni. Því um daginn voru nokkrir einstaklingar að selja Norðmönnum hluta sinn í laxeldisfyrirtæki. Sumir fengu á annan milljarð í vasann en „Björgum Vestfjörðum“ fékk ekkert. Við erum æði mörg sem horfum á og hugsum: Ætlar enginn að gera neitt? Ætlar enginn að stoppa svona skítamix? Á sama tíma og virðing Alþingis er í frjálsu falli mæta Klaustursmenn galvaskir aftur á þing og segja haldið kjafti með glott á vör. Og við sem stöndum utan við og horfum og hlustum erum orðlaus. Alþingi er algjörlega rúið virðingu og ráðamenn margir sömuleiðis. Og svo eru menn hissa á að alþýðan sé reið. Menn skulu ekki vera hissa þótt himnarnir ræski sig. Þruman er að boða okkur stríð.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar